Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Frumsýnum
stórglæsilegan
Jeep Cherokee, litla bróður
mest verðlaunaða jeppa í heimi,
Jeep Grand Cherokee.
Alvöru jeppi, hlaðinn lúxus og
tæknibúnaði t.d. leggur sjálfur
í stæði, adaptive cuise control
og blind spot detection.
Komdu í dag og skoðaðu þennan magnaða jeppa, við tökum gamla bílinn uppí.
Útvegum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu.
ÞAÐ ER KOMINN NÝR MEÐLIMUR
Í JEEP FJÖLSKYLDUNA
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - isband@isband.is - www.isband.is - Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Tilboðsverð
á sýningarbíl
um
frá 8.490 þ.k
r
vel búnir, leð
ur, glerþak, 8
,4”
snertiskjár, B
luetooth, bak
k-
myndavél, flo
tt hljóðkerfi o
fl.
2015 Nýjir Ford F350
Nýr og öflugri en áður, Dísel
440hö, Komdu og kynntu þér málið
útvegum allar gerðir af F350
2015 Nýjir GMC 3500
Nýtt útlit að utan sem innan,
Dísel, Komdu og kynntu þér málið
útvegum allar gerðir af GMC
2015 Nýjir Dodge Ram 3500
Nýtt útlit, flottari innrétting og
Fáanlegur með loftpúðafjöðrun
að aftan, dísel,
Komdu og kynntu þér málið
útvegum allar gerðir af Dodge
2015 Nýir Jeep Grand
Cherokee Overland 4x4
Sá flottasti, V6 290hö, eyðsla
í blönduðum akstri 10.4L, 8 gíra
sjálfskiptur, hlaðinn lúxus búnaði,
loftpúðafjörðun omfl,
Tilboðsverð aðeins 11.790þ. kr.
þjóðfélagi“
Ljósmynd/Óskar Gíslason. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Átök Fjöldi fólks fylgdist með átökunum við hús Ólafs Friðrikssonar við Suðurgötu í Reykjavík.
Margt hefur verið ritað um
„drengsmálið“ eða „hvíta stríðið“
frá því atburðirnir urðu haustið
1921; bækur og fjöldi blaða- og
tímaritsgreina. Umfjöllunin hefur
stundum nokkuð litast af því hvort
menn eru hliðhollir málstað Ólafs
Friðrikssonar eða stjórnvalda.
Þetta hefur þó verið að breytast.
„Það er að skapast það mikil fjar-
lægð á þetta mál að það á vera
hægt að fjalla um það af hlut-
lægni. Það er mikilvægt þegar
fjallað er um þessa sögu og stjórn-
málasöguna og sögu íslenskrar
vinstri hreyfingar að sá kalda-
stríðsbragur sem stundum hefur
verið á henni víki,“ segir Skafti
Ingimarsson sagnfræðingur sem
vinnur að doktorsritgerð við Há-
skóla Íslands um kommúnista-
hreyfinguna hér á landi.
Árið 1962 sendi Hendrik Ott-
ósson frá sér bókina Hvíta stríðið
þar sem hann rekur atburðina ná-
kvæmlega, aðdraganda þeirra og
eftirmál. Hendrik var sjálfur á vett-
vangi, náinn samherji og vinur
Ólafs Friðrikssonar. Bókin er mjög
gagnrýnin á lögreglu, stjórnvöld
og varaliðið og hliðholl málstað
Ólafs. Bókin var endurútgefin árið
1980. Pétur Pétursson útvarps-
þulur hafði mik-
inn áhuga á mál-
inu, ritaði um
það fjölda blaða-
greina og gerði
útvarpsþætti um
það með við-
tölum við sjón-
arvotta. Hann
safnaði frum-
skjölum um mál-
ið saman og gaf út í samvinnu við
Harald Jóhannsson hagfræðing í
bókinni Réttvísin gegn Ólafi Frið-
rikssyni árið 1986. Sagnfræðing-
arnir Snorri Bergsson og Þór
Whitehead fjalla um málið í bók-
unum Roðinn í austri (2011) og
Sovét-Ísland, óskalandið (2010).
Þá ritar Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson um það í bókinni Íslenskir
kommúnistar (2011).
Við ritun bókar sinnar kynnti
Snorri Bergsson sér einkaskjöl
Ólafs Friðrikssonar. Niðurstaða
hans er sú að Ólafur hafi notaði
drengsmálið í því skyni að skapa
erjur við yfirvöld. Hann hafi viljað
safna alþýðunni að baki sér. At-
burðirnir hafi verið í algjöru sam-
ræmi við þau fyrirmæli sem Ólafur
hafi fengið á heimsþingi Kom-
interns í Moskvu sumarið 1921.
Margt ritað um „hvíta stríðið“
SKIPTAR SKOÐANIR UM MÁLSTAÐ DEILUAÐILA
Ólafur
Friðriksson