Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 13. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is -Meira fyrir lesendur Sérblað Morgunblaðsins um brúðkaup kemur út föstudaginn 17. apríl Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ SÉRBLAÐ Hillary Clinton, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst tilkynna um helgina að hún sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum í nóv- ember á næsta ári, að sögn banda- rískra fjölmiðla í gær. Þeir höfðu eft- ir heimildarmönnum að hún hygðist tilkynna framboð sitt á samfélags- miðlum á morgun og fara síðan til Iowa þar sem forkosningar demó- krata hefjast í byrjun næsta árs. Forsetafrúin fyrrverandi er 67 ára og bauð sig fram í forkosningum demókrata árið 2008 en beið ósigur fyrir Barack Obama sem síðar var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Clinton gegn Bush? Skoðanakannanir vestra benda til þess að Hillary Clinton sé sigur- stranglegust í forkosningum demó- krata. Um 60% demókrata segjast ætla að styðja hana, að því er fram kemur á vefnum RealClearPolitics. Elizabeth Warren, sem á sæti í öld- ungadeild þingsins, og Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, eru einn- ig talin líkleg til að sækjast eftir því að verða forsetaefni demókrata, en hafa ekki enn tilkynnt framboð. Öldungadeildarþingmennirnir Rand Paul og Ted Cruz hafa til- kynnt framboð í forkosningum repú- blikana. Á meðal annarra repúblik- ana sem íhuga forsetaframboð er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, bróðir George W. Bush, sem var forseti á árunum 2001 til 2009, og sonur George Bush sem gegndi embættinu á árunum 1989 til 1993. Eiginmaður Hillary, Bill Clin- ton, sigraði Bush eldri í forsetakosn- ingunum í nóvember 1992. Hillary Clinton hyggur á framboð  Sigurstranglegust meðal demókrata AFP Næsti forseti? Hillary Clinton vill komast aftur í Hvíta húsið. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Norrænir sérfræðingar í öryggismál- um telja að yfirlýsing ráðherra Norðurlandanna um aukið samstarf þeirra í varnarmálum færi Svíþjóð og Finnland nær Atlantshafsbandalag- inu án formlegrar aðildar. Talið er að stjórnvöld í Rússlandi líti á yfir- lýsinguna sem ögrun og bregðist við henni með heræfingum í Norður- Evrópu. Norska dagblaðið Aftenposten birti í gær grein eftir varnarmálaráð- herra Danmerkur, Finnlands, Nor- egs og Svíþjóðar og utanríkisráð- herra Íslands þar sem þeir boða aukið samstarf landanna í varnarmál- um vegna aukinnar hættu sem stafi af stefnu stjórnvalda í Rússlandi. Samstarfið á m.a. að felast í fleiri her- æfingum, miðlun upplýsinga, eflingu loftrýmisgæslu og aðgerðum til að verjast netárásum. Ráðherrarnir segja að markmiðið með auknu varnarsamstarfi Norður- landa sé að bregðast við breyttum að- stæðum í öryggismálum vegna yfir- gangs Rússa í austurhéruðum Úkraínu og innlimunar Krímskaga í Rússland fyrir rúmu ári. Framganga Rússa sé nú mesta ógnin við öryggi Evrópu og leiðtogarnir í Moskvu hafi sýnt að þeir séu tilbúnir að „beita hervaldi til að ná pólitískum mark- miðum sínum, þó svo að það brjóti gegn grunnreglum þjóðaréttar“. Ráðherrarnir skírskotuðu einnig til þess að rússneskar herþotur hafa nokkrum sinnum rofið lofthelgi landa við Eystrasalt á síðustu mánuðum og her Rússlands hefur haft í frammi ögrandi tilburði við landamæri nor- rænna ríkja. Vilja fæla Rússa frá hernaði Ólíkt Danmörku, Noregi og Íslandi eru Finnland og Svíþjóð ekki aðilar að Atlantshafsbandaginu, en löndin tvö hafa aukið samstarfið við banda- lagið í öryggismálum, m.a. með sam- eiginlegum heræfingum. Aftenposten hefur eftir Janne Haaland Matlary, prófessor í alþjóða- stjórnmálum við Óslóarháskóla og sérfræðingi í öryggismálum, að með því að auka samstarf Norður- landanna sé verið að tengja Finnland og Svíþjóð eins mikið við Atlantshafs- bandalagið og mögulegt sé án þess að löndin gangi formlega í bandalagið. „Finnar og Svíar hafa ákveðið að halda heræfingar í samræmi við staðla og reglur NATO og það felur í sér skref í áttina að bandalaginu. Það er enginn pólitískur grundvöllur núna fyrir inngöngu þeirra í NATO,“ sagði Haaland Matlary og bætti við að löndin gætu ekki gengið í banda- lagið án þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það sem er að gerast núna líkist samt undirbúningi fyrir aðild.“ Stefan Ring, sænskur sérfræðing- ur í varnarmálum, segir að aukið varnarsamstarf við norrænu grann- ríkin hafi raunverulega þýðingu fyrir Svíþjóð þótt það flæki samstarfið að Svíar og Finnar eiga ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu. „En ég tel samt að við höfum alltaf færst nær auknu samstarfi við NATO eins og mögulegt er – án þess að fá formlega aðild,“ hefur Svenska Dagbladet eftir Stefan Ring sem leggur áherslu á að Svíar stefni ekki að inngöngu í banda- lagið. Haaland Matlary segir að í yfirlýs- ingu ráðherranna felist ekki neinar gagnkvæmar skuldbindingar um að- stoð ef eitthvert norrænu ríkjanna verður fyrir árás. „Þjóðþingin myndu þurfa að samþykkja slíkar skuldbind- ingar,“ hefur Aftenposten eftir Haa- land Matlary. Hún segir að markmið- ið sé að auka samstarf norrænu ríkjanna eins mikið og mögulegt sé til að fæla Rússa frá hernaði án þess að Svíar og Finnar gangi í NATO. „Nán- ara samstarf Norðurlanda og sam- staða með Eystrasaltsríkjunum stuðlar að auknu öryggi í heimshluta okkar og dregur úr hættunni á hern- aði. Með því að bregðast við ógninni með festu getum við stuðlað að friði og öryggi í heimshluta okkar.“ Ine Eriksen Søreide, varnarmála- ráðherra Noregs, tekur í sama streng og segir að í norræna varnar- samstarfinu felist ekki neinar gagn- kvæmar skuldbindingar eða yfirlýs- ing um að árás á eitt ríkjanna jafngildi árás á þau öll. „Samstarf okkar er sveigjanlegt og felur í sér viðbót við aðild hvers ríkis að NATO eða Evrópusambandinu, en ekki nýj- an valkost,“ hefur Aftenposten eftir varnarmálaráðherranum. Koma að borgaralegu starfi Gunnar Bragi Sveinsson, utan- ríkisráðherra Íslands, segir í samtali við mbl.is að þáttur Íslendinga í varnarsamstarfinu snúi aldrei beint að hernaðarstarfi, heldur komi þeir að borgaralegum verkefnum sem tengist varnarviðbúnaði. „Það er ekki gert ráð fyrir að aðkoma Íslands verði með einhverjum öðrum hætti en verið hefur fram að þessu. Þetta opnar hins vegar á tækifæri fyrir okkur að taka þátt í einhvers konar æfingum eða samstarfi á einhverjum öðrum vettvangi.“ Gunnar Bragi seg- ir að Ísland gegni þó mikilvægu hlut- verki í samstarfinu vegna þess við- búnaðar sem sé stöðugt í gangi hér á landi á vegum Landhelgisgæslunnar. Svíar og Finnar færast nær NATO  Norðurlönd auka samstarf sitt í varnarmálum vegna hættu sem þeim er talin stafa af Rússlandi  Samstarfið felur ekki í sér gagnkvæmar öryggisskuldbindingar  Rússar sakaðir um yfirgang AFP Fyrstu æfingar hraðsveita NATO Um 1.500 hermenn, þ. á m. 900 Þjóðverjar, 200 Hollendingar og 150 Tékkar, tóku þátt í fyrstu æfingum nýrra hrað- sveita Atlantshafsbandalagsins sem haldnar voru í Hollandi og Tékklandi í fyrradag. Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu í fyrra að koma á fót hraðsveitum sem hægt væri að beita í austanverðri Evrópu með tveggja sólar- hringa fyrirvara. Tékkneskir hermenn taka hér þátt í annarri æfinganna á flugvelli í Tékklandi. Svara með heræfingum » Líklegt er að Rússar svari auknu varnarsamstarfi nor- rænu ríkjanna með nýjum her- æfingum í grennd við landa- mæri þeirra, að sögn Aleksandrs Golts, rússnesks sérfræðings í öryggismálum. » Golts telur ekki hættu á því að Rússland geri innrás í eitt- hvert norrænu landanna eða ógni þeim með sama hætti og Úkraínu. » „Kjarnavopnin eru í raun eina tromp Rússlands,“ hefur finnska dagblaðið Hufvud- stadsbladet eftir Golts. „Þess vegna er líklegt að Kremlverjar hafi í frammi hótanir, með skír- skotun til kjarnavopnanna, af enn meiri þunga en áður.“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa gefið út handbók fyrir kennara þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un, er hafinn upp til skýjanna. Þar er því m.a. haldið fram að Kim Jong-un hafi lært að aka bíl þegar hann var þriggja ára og sigrað forstjóra erlendrar skútusmiðju í kappsiglingu þegar hann var níu ára. Handbókin er ætl- uð kennurum í nýrri námsgrein sem snýst um ævi leiðtogans, eink- um meinta afburðahæfileika hans í bernsku. NORÐUR-KÓREA Bók um undrabarnið Kim Jong-un Tæplega fertug kona frá New York í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa gifst 10 mönn- um á 11 ára tímabili án þess að fá einn einasta hjónaskilnað. Konan, sem heitir Liana Barrientos, falsaði gögn til að geta gengið ítrekað í hjónaband án skilnaðar, fyrst árið 1999 og síðast 2010. Hún var hand- tekin eftir að rannsókn hófst á síð- ustu giftingunni. BANDARÍKIN Giftist tíu sinnum án þess að skilja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.