Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SigmundurDavíðGunn- laugsson, for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, tók af skarið þegar hann ávarpaði flokksþing Fram- sóknarflokksins í gær og til- kynnti að áætlun um losun gjaldeyrishafta yrði hrint í framkvæmd áður en þing lyki störfum í vor. „Sérstakur stöðugleika- skattur mun þá skila hund- ruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efna- hagslegum stöðugleika verði ógnað,“ sagði forsætisráð- herra. „Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eign- arhald á fjármálakerfi lands- ins í því horfi sem það er.“ Orðið stöðugleikaskattur hefur ekki verið notað áður í sambandi við losun gjald- eyrishafta, en talað hefur ver- ið um útgönguskatt. Sig- mundur Davíð útfærði hugmyndina ekki nánar í ræðu sinni og því er ekki ljóst hvort um sömu leið er að ræða. Hins vegar er engin spurning um réttmæti þess að skattleggja þrotabú bank- anna. Þegar bankarnir hrundu sköpuðust slíkar að- stæður hér að líkja mátti við hamfarir. Mátti litlu muna að á landið yrði settur skulda- klafi, sem sligað hefði kom- andi kynslóðir. Sigmundur Davíð benti í ræðu sinni á að á sínum tíma hefði ríkið getað keypt kröf- urnar á slitabúin „að miklu leyti á hrakvirði“ og Fram- sóknarflokkurinn hefði bent á þá leið. Þess í stað keyptu erlendir vogunarsjóðir kröfurnar „á brunaútsölu eftir fall bank- anna“, eins og hann orðaði það. Þeir tóku sína áhættu þegar þeir gerðu það og heimsbyggðin mun ekki kippa sér upp við það þótt þeir kveinki sér undan því að ís- lensk stjórnvöld losi um gjald- eyrishöftin án þess að setja ís- lenskan efnahag á hliðina öðru sinni á áratug. Nóg munu þeir græða samt. Í ræðunni setti forsætisráð- herra fram sláandi mat á verðmæti krafnanna og sagði að þær næmu yfir 20 millj- örðum Bandaríkjadala, eða 2.500 milljörðum króna. „Ef sú upphæð væri ávöxtuð væri hægt að halda Ólympíuleika, bara fyrir vextina, á fjögurra ára fresti út í hið óendanlega,“ sagði hann. „Menn leggja ýmislegt á sig fyrir slík verð- mæti.“ Lýsti Sigmund- ur Davíð síðan þeirri áróðurs- starfsemi, sem iðkuð hefur verið í íslensku samfélagi undanfarin ár til að reka mál- stað kröfuhafa. Sú starfsemi hefur að hluta til verið rakin í Morgunblaðinu, en þó ekki í þeirri mynd, sem forsætisráð- herra dró upp. Hann sagði að flestar ef ekki allar stærri lögmanna- stofur landsins hefðu unnið fyrir kröfuhafana, eða fulltrú- ar þeirra, og leitun væri að al- mannatengslafyrirtæki, sem starfaði á Íslandi og ekki hefði verið í þjónustu þeirra, auk fjölda ráðgjafa á ýmsum svið- um. Á undanförnum árum hefðu kröfuhafar, samkvæmt nýlegum fréttum, keypt sér hagsmunagæslu fyrir 18 millj- arða króna. Kannski mætti hafa þetta í huga næst þegar hljóðar grát- kór um illa meðferð stjórn- valda á kröfuhöfum. Svo kom lýsing forsætisráð- herra á vinnubrögðunum: „Við vitum að fulltrúar kröfu- hafanna hafa tekið saman per- sónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála. Og í sumum tilvikum hafa verið gerðar sálgreiningar á fólki til að átta sig á því hvern- ig best sé að eiga við það. Reglulega eru skrifaðar leyniskýrslur hérlendis fyrir kröfuhafana þar sem veittar eru upplýsingar um gang mála á Íslandi, í stjórnmál- unum, opinberri umræðu, fjármálakerfinu og svo fram- vegis.“ Sigmundur Davíð sagði að í einni af fyrstu leyniskýrsl- unum hefði komið fram „að ein helsta ógnin sem steðjaði að vogunarsjóðunum við að ná markmiðum sínum, ein helsta hindrunin í því að þeir gætu farið sínu fram, héti Fram- sóknarflokkurinn“ og í einni af nýjustu skýrslunum segði í punktum á forsíðu að Fram- sóknarflokkurinn gæfi „ekki eftir íslenska hagsmuni“. Afnám gjaldeyrishafta er mikilvægasta verkefni þess- arar ríkisstjórnar. Mikið er undir því komið að það gangi upp og stjórnvöld sýni stað- festu þegar úrtölukórinn hefst og standist áhlaup áróð- ursvélarinnar. Forsætisráðherra boðar stöðugleika- skatt og lýsir áróð- ursstríði kröfuhafa} Losun gjaldeyrishafta Þ egar handritshöfundar Blade Run- ner létu hádistópíska sögu sína gerast í Los Angeles árið 2019 of- mátu þeir getu mannsins til að tortíma sjálfum sér og tækni- framfarir svo um munar. Allar líkur eru á að Los Angeles verði ekki sú raunaborg sem birtist í myndinni eftir fjögur ár. Að sama skapi er Data, mennska vélmennið í Star Trek, sagt búa yfir reiknigetu sem, árið 1987, var 60.000 sinnum meiri en bestu tölvur þess tíma. Tölvur dagsins í dag, mörg hundruð ár- um áður en Data á að verða til, eru 500 sinn- um öflugri en hann er sagður. Og engin þeirra hefur minnsta snefil af sjálfsvitund. Við mennirnir erum því gjörn á að ýmist of- eða vanmeta tæknina. Fyrir um það bil ári varð á vegi mínum myndband af sjálfkeyrandi bíl Google. Allar göt- ur síðan hef ég bæði sökkt mér í lesefni sem hentar raun- vísindafötluðum eins og mér um viðfangsefnið, en jafn- framt prédikað eins og spámaður í eyðimörkinni: sjálfkeyrandi bílar eru næsta framfarastökkið, framfarir á pari við gufuvélina og frumfjarskiptatækni. Og þeir eru á allra næsta leiti. Meira að segja yfirmenn gamaldags bandarískra framleiðslufyrirtækja á borð við Ford hafa lýst yfir að innan 15 ára verði sjálfkeyrandi bílar allsráðandi, og ætli Ford sér að halda áfram að spila í úrvalsdeildinni þurfi fyrirtækið að verða umfram allt tæknifyrirtæki. Eins og þingmaðurinn ungi frá Suðurlandi, Haraldur Einarsson, benti á í nýlegri grein þarf aðkomu löggjaf- ans við að ryðja fyrirsjáanlegum hindrunum úr vegi sjálfkeyrandi bíla. Eðli málsins sam- kvæmt er enginn ökumaður við stýrið á slík- um farartækjum, sem gerir þau við núver- andi lagaumhverfi ólögleg í akstri. Framsýni Haraldar nær enn lengra, því hann bendir á að með sjálfkeyrandi bílum gæti einkabíla- eign orðið nánast engin, því sjálfkeyrandi bílar gætu þjónað mörgum herrum á sama deginum, og þar með sameinað kosti einka- bíla og almenningssamgangna; auðvelt að- gengi frá A til B annars vegar, og meiri nýt- ingu og gífurlegan sparnað hins vegar. Bílafloti Íslendinga gæti þar að auki skroppið saman til muna. Ef hver og einn bíll gæti farið tífalt fleiri ferðir en frumstæði einkabíllinn, þar sem snjallbílar gætu keyrt tómir milli notenda, telja greiningaraðilar að bílafloti gæti dregist saman um allt að 90% og gætu bílarnir með góðu móti verið rafknúnir. Við það væru því næsta horfnir tveir gjaldeyrisútgjalda- liðir, bílar og eldsneyti á bíla. Þessu til viðbótar yrði bíla- stæðaþörf næsta engin, því bílana væri hægt að geyma í upphituðum vöruskemmum við jaðar byggðarinnar, auk þess sem umferðaróhöpp og ölvunarakstur yrði skað- valdar sem börn fædd 2015 þyrftu ekki að lifa við. Allar líkur eru meira að segja á að börn fædd á þessu ári taki bílpróf eins og þekkst hefur. Það má alveg kalla þetta draumsýn, en ég er blessunarlega ekki sá eini sem sér hana. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Framtíðin er núna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin hefur gert til-raunir með nýtt kerfihraðamyndavéla á vegumlandsins. Kerfið reiknar út meðalhraða ökutækja á nokkurra kílómetra löngum köflum og hefur því meiri áhrif til að draga úr hraða á þekktum slysaköflum en stakar vélar eins og hér eru í notkun. Sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefur verið komið upp á nokkrum stöðum í Noregi og reynst vel. Fulltrúar frá norsku vegagerðinni kynntu kerfið hér á landi á dög- unum og aðstoðuðu við tilraunir á einum kafla. Auður Þóra Árnadótt- ir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir að tilraunin hafi gengið vel og ekkert bendi til annars en að tækni- lega sé mögulegt að hefja slíkt eft- irlit hér á landi. Hún tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. „Kengúruhoppum“ fækkar Vegagerðin setti upp þær hraðamyndavélar sem hér hafa ver- ið í notkun frá 2007. Öll úrvinnsla fer hins vegar fram hjá lögreglunni enda eru vélarnar löggæslutæki. „Ég tel að þetta yrði mikil framför,“ segir Ólafur Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi, en hann tók þátt í til- raun með meðalhraðaeftirlitið sem gerð var í Hvalfjarðarsveit. Hraðamyndavélakerfið sem notað er nú mælir hraðann á einum punkti. Margir ökumenn vita hvar vélarnar eru, eða eru með tæki sem vara við þeim, og þeir geta því hægt á og gefið svo aftur í þegar komið er fram hjá eftirlitsstaðnum. Það sama gerist svo þegar komið er að næsta eftirlitsstað. Þessu líkir Ólafur við kengúruhopp. Sjálfvirka meðalhraðaeftirlitið er einnig sett upp á þekktum slysa- stöðum en nær yfir mun lengri kafla, til dæmis 5 til 10 kílómetra. Tekin er mynd af bílnum þegar hann kemur inn á kaflann og aftur þegar hann fer út af honum. Vega- lengdin er þekkt og reiknar kerfið út meðalhraðann. Vissulega geti ökumenn hægt á sér þangað til komið er að seinni myndavélinni en þá sé tilganginum náð, að halda niðri ökuhraða á hættulegum kafla. Þeir sem séu á annað borð að flýta sér fari ekki að stoppa á milli vél- anna til að blekkja kerfið. Alvarlegum slysum fækkar Árangurinn af því að koma slíku kerfi upp yrði góður, um það eru Auður og Ólafur sammála. Vitna þau til norskrar rannsóknar á 14 köflum. Þar fækkaði alvarlega slös- uðum eða látnum um 49-54% eftir að sjálfvirka meðalhraðaeftirlitið var tekið upp. Auður Þóra segir að það sé tilgangurinn með kerfinu, ekki að safna sektum í ríkissjóð. Til þess að vakta ökumenn í báðum akstursstefnum þarf að fjölga hraðamyndavélunum, úr tveimur í fjórar. Hægt er að nota gömlu vélarnar með, ef verið er að hugsa um sömu staði. Áætlað er að hver ný vél og viðeigandi búnaður kosti 15-20 milljónir og búnaður á hvern kafla því 30 til 40 milljónir kr. Ef kaupa þarf 15-20 vélar hleypur kostnaðurinn á hundruðum milljóna. Ekki eru til fjárveitingar til þess að koma slíku kerfi upp en Auður Þóra vonast til að það fáist á næstu árum. Málið er komið inn á borð samráðs- hóps sem vinnur að endurskoðun umferðarslysaáætlunar. Vegagerðin heldur áfram undirbúningi með því að finna út hvar kerfið myndi nýtast best. „Þessi kostnaður er aðeins brot af þeim kostnaði sem þjóðfélag- ið verður fyrir vegna umferðarslysa. Ef hægt er að fækka alvarlegum slysum má draga úr kostnaði við rannsókn lögreglu, sjúkralið, heil- brigðiskerfið og tryggingar,“ segir Ólafur. Skoða árangursríkt kerfi hraðamyndavéla Morgunblaðið/Jakob Fannar Hraði Sextán hraðamyndavélar eru á vegum úti og tvær í Reykjavík. Vökult auga þeirra varð til þess að 28.306 ökumenn fengu sekt á síðasta ári. Allt myndavélaeftirlit er við- kvæmt. Sjálfvirka meðalhraðakerf- ið norska er þrautprófað af norsku persónuverndinni. Í kerfinu sem nú er notað hér á landi eru aðeins teknar myndir af þeim sem mæl- ast yfir löglegum hámarkshraða. Til að norska kerfið virki þarf að taka myndir af öllum ökutækjum sem ekið er inn á eftirlitssvæðið og aftur þegar farið er út af því. Myndir af þeim sem aka of hratt fara til lögreglunnar en myndir af þeim löglegu eyðast jafnóðum. Myndir og aðrar upplýsingar eru dulkóðaðar og aðeins lögreglan hefur lykilinn til að opna þær. Hvorki Vegagerðin né söluaðilar kerfisins hafa aðgang að upplýs- ingunum. Upplýsingar dulkóðaðar AUKIÐ EFTIRLIT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.