Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Hlátur og hlýja Hnáturnar hlýjuðu sér við hlýtt loft sem streymir út um rör við Austurbæjarskóla og líkaði vel.
Golli
Í upphafi síðustu aldar
fóru kaupahéðnar um
héruð og falbuðu skart-
gripi fyrir gott verð. Að-
spurðir hvort í þeim væri
örugglega gull munu þeir
sumir hafa sagt þetta
„selt sem gull“ – svolítið
hratt, svo einhverjir töldu
þetta sérstaka tegund af
gulli, kennda við þann
ágæta stað Selsem.
Þessi saga leitar óneitanlega á hug-
ann við lestur nokkurra dóma Hæsta-
réttar þar sem deilt er um, hvort lán
hafi verið í íslenskum krónum en
tengt við gengi erlendra mynta eða
hvort lánið var raunverulega í er-
lendri mynt. Í málinu nr. 155/2011
markaði Hæstiréttur þá afstöðu að þá
texti lánasamnings er ekki afdrátt-
arlaus um það hvort lánsskuldbinding
sé í erlendri mynt eða íslenskum
krónum, þá skuli horfa til annarra at-
riða og þá einkum þess hvernig aðilar
hafi efnt samninginn. Hefur Hæsti-
réttur í fjölda dóma talið það sönnun
fyrir láni í erlendri mynt ef láns-
upphæðin hefur verið greidd út í er-
lendri erlendum gjaldmiðli.
Að óreyndu mætti ætla þetta býsna
skýra mælistiku. Erlendar myntir
hafi skipt um hendur. Hafi útgreitt
lán banka farið til annars banka eru
tæpast áhöld um að bankinn hafi
þurft að nýta til þess raunverulega
gjaldeyriseign. Öðru máli gegndi um
innlegg á svonefnda innlenda gjald-
eyrisreikninga. Að baki þeim þurfti
ekki að standa raunveruleg eign í er-
lendum gjaldeyri. Innstæðurnar voru
skuldbinding banka um útgreiðslu í
erlendri mynt en þar til útgreiðslu var
krafist voru þessar innstæður í raun
aðeins skuldbinding, íslenskar krónur
tengdar gengi erlendra mynta, færi
svo að bankinn gæti ekki afhent raun-
verulega erlenda mynt.
Þetta eðli innlendu gjaldeyris-
reikninganna afhjúpaðist rækilega við
fall bankanna því þá fengu þeir sem
töldu sig eiga fáeina dollara eða pund
í banka að reyna að það var misskiln-
ingur. Þeir áttu aðeins kröfu á hendur
bankanum um íslenskar krónur, verð-
tryggðar með gengi viðkomandi
myntar.
Reglur um gjaldeyrisjöfnuð bank-
anna gerðu engan greinarmun á því
hvort gjaldeyriseign þeirra saman-
stóð af raunverulegri eign í erlendum
gjaldeyri eða af skuldabréfum inn-
lendra aðila, sem lofast höfðu til að
greiða bankanum lán í
erlendum myntum.
Þótt margir skuldarar
hefðu engar tekjur í
erlendri mynt og því
takmörkuð færi á að
greiða bankanum lán-
ið í gjaldeyri, þá mátu
bankarnir og eftirlits-
stofnanir þessi loforð
sem jafngildi gjald-
eyriseignar. Það
reyndist fallvalt og þá
ekki síst fyrir það, að
stór hluti skuldbindinga innlendra að-
ila, sem bankarnir höfðu fært með er-
lendum eignum, reyndist við skoðun
dómstóla vera íslenskar krónur sem
höfðu með ólögmætum hætti verið
tengdar við gengi erlendra gjald-
miðla. Þessar svokölluðu „gjaldeyr-
iseignir“ bankanna hafa þannig rýrn-
að um einhver hundruð milljarða
fyrir tilstuðlan dómstólanna.
Varhugaverður vegvísir
um erlend lán
Í ljósi þessa vekur það í senn undr-
un og ugg að við meðferð ágreinings-
mála fyrir dómi hefur að meginstefnu
til verið miðað við að greiðsla láns inn
á innlendan gjaldeyrisreikning hafi
verið sönnun þess að „erlendar mynt-
ir hafi skipt um hendur“. Sýnist þá
einu gilda hvort fé af slíkum reikningi
hafi síðan verið greitt út í íslenskum
krónum. Í þeim tilvikum skipti þó
raunverulegur gjaldeyrir aldrei um
hendur. Inneign á innlendum gjald-
eyrisreikningi var „Selsem-gull“ al-
veg þar til hún raunverulega var
greidd út í seðlum eða yfirfærð til
annars banka. Þangað til var hún
engu haldbetri en aðrar íslenskar
krónur, bara verðtryggð miðað við
gengi erlendrar myntar. Að þessu
gættu er fjarstæða að telja innlegg á
„innlenda gjaldeyrisreikninga“ jafn-
gilda því að erlendar myntir hafi
skipt um hendur og láta það eitt velta
milljarða hagsmunum með dómum
um að lánsviðskipti með íslenskar
krónur hafi verið í erlendri mynt.
Eftir Þórarin V.
Þórarinsson
» Þessar svokölluðu
„gjaldeyriseignir“
bankanna hafa þannig
rýrnað um einhver
hundruð milljarða fyrir
tilstuðlan dómstólanna.
Þórarinn V Þórarinsson
Höfundur er lögmaður.
Selsem-gull
Við notum örnefni
nánast daglega, til að
lýsa umhverfi okkar,
segja öðrum hvar við
erum stödd, hvar við
höfum verið eða hvert
við stefnum. Þegar við
notum landakort ætl-
umst við til þess að ör-
nefni hjálpi okkur til
að staðsetja okkur, til
að átta okkur á lands-
lagi og staðháttum og
láti okkur jafnvel í té sögulegar upp-
lýsingar um viðkomandi svæði. Ör-
nefni eru þannig upplýsandi en þau
varða einnig öryggi okkar bæði í
byggð og úti í náttúru landsins. Ör-
nefni eru „huglægar menning-
arminjar“ sem brýnt er að varðveita
eins og aðrar menningarerfðir, svo
sem handrit, gripi, siði og verkkunn-
áttu. Þetta er almennt viðurkennt á
meðal þjóða heims, eins og sjá má á
samningi Sameinuðu þjóðanna um
varðveislu menningarerfða sem gerð-
ur var í París 2003, og gengur út á að
„varðveisla menningarerfða sé al-
mennt hagsmunamál mannkyns“ (19.
gr. 2). Hvað varðar örnefni sér-
staklega má benda á Sérfræðingaráð
SÞ um örnefni (UN-
GEGN) en það bendir
m.a. á mikilvægi sam-
ræmdrar skráningar ör-
nefna á alheimsvísu til
notkunar á landakortum
og ýmsum öðrum gögn-
um, vegna öryggismála,
skipulagsmála og um-
hverfis, vegna ferða-
þjónustu, landamerkja
o.s.frv. Markmið UN-
GEGN er að hvert land
um sig ákvarði skráning-
arform eigin örnefna og
um það verði stofnaðar
örnefnanefndir eða að það sé gert
með viðurkenndu stjórnsýsluferli.
Slíkar nefndir eða stofnanir eru starf-
andi víða í heiminum. Benda má á the
Geographical Names Board of Ca-
nada og Ortnamnsrådet í Svíþjóð
sem dæmi um slíkar stofnanir.
3. mars sl. voru samþykkt ný lög
um örnefni á Alþingi, sem leystu af
hólmi eldri lög frá 1953. Í nýju lög-
unum (22/2015) eru skýr markmiðs-
ákvæði sem varða annars vegar ör-
nefnavernd og vernd nafngiftahefðar
(t.d. er ein hefð við nafngjafir bæj-
arnafna að miða við staðhætti og er
þá ekki hægt að nefna býli sem
stendur á sléttlendi Brekku eða Hól)
og hins vegar öryggismál og skrán-
ingu, og er hvort tveggja í samræmi
við alþjóðleg sjónarmið. Ástæðan fyr-
ir því að ráðist var í samningu nýrra
laga er að gömlu lögin voru orðin úr-
elt, t.d. voru þau á skjön við nútíma
byggðamynstur og búsetuhætti og
skráningarferli var flókið og virkaði
ekki sem skyldi milli stjórnsýsluein-
inga. Helstu breytingar á verkefnum
Örnefnanefndar frá eldri lögum eru
þær að samþykkt eða synjun nýrra
örnefna er ekki lengur á verksviði
nefndarinnar, heldur hafa þau verk-
efni verið flutt til viðkomandi sveitar-
félaga. Hlutverk nefndarinnar verður
að veita rökstutt álit um örnefni í
þeim tilfellum þegar ágreiningur hef-
ur risið um þau og gefa umsagnir um
ný örnefni sem byggjast á sérfræði-
kunnáttu örnefnafræðinga. Örnefna-
nefnd er einnig ætlað að fylgjast með
nafngjöfum og breytingum á nöfnum
– það er t.d. mikilvægt út frá sögu-
legu sjónarmiði að örnefni sem getið
er í fornum heimildum glatist ekki.
Samkvæmt því sjónarmiði væri ekki
leyft að breyta nafni býlisins Skála-
brekku í Þingvallasveit, svo dæmi sé
tekið, með þeim rökum að það kemur
fyrir bæði í Landnámu og Sturlungu.
Nautagil, svo dæmi sé tekið um ný-
legt örnefni, varð til þegar bandarísk-
ir tunglfarar æfðu sig í nafnlausu gili
sunnan við Drekagil á sjöunda ára-
tugi 20. aldar, það dregur nafn sitt af
orðinu „astronaut“ (geimfari). Nauta-
gil er skráð örnefni sem vísar í sögu-
legan atburð í nútímanum.
Nýmæli er í lögunum um nafngiftir
nýrra náttúrufyrirbæra. Þegar þess
gerist þörf (venjulega hafa slík ör-
nefni orðið til á meðal fólks sem býr
og starfar á viðkomandi svæði) ber
sveitarstjórnum að hafa frumkvæði
að nafngift að fenginni umsögn ör-
nefnanefndar. Það hefur sýnt sig að
stundum er betra að þessi háttur sé
hafður á þegar um ný náttúrufyr-
irbæri er að ræða, og umræða fer af
stað í samfélaginu og fjölmiðlum þar
sem kallað er eftir nýjum nöfnum.
Örnefnanefnd er falið hlutverk um-
sagnaraðila í þessum efnum en eðli-
legt þótti að frumkvæðið væri hjá
þeim sem byggju á viðkomandi
svæði. Þá þótti mikilvægt að fela
nafnfræðisviði Árnastofnunar ráðgef-
andi hlutverk, en þar starfa sérfræð-
ingar á sviði örnefna, þar eru varð-
veittar örnefnaskrár yfir allt landið,
sem safnað hefur verið áratugum
saman, og þar fara fram rannsóknir í
örnefnafræðum og samstarf við ör-
nefnafræðinga í öðrum löndum. Afar
mikilvægt þótti við samningu laganna
að skráning örnefna væri miðlæg og
gagnagrunnar opnir og án gjaldtöku.
Varðar þetta ekki síst öryggi þeirra
sem ferðast um landið. Brýnt er að
landfræðilegar upplýsingar um Ís-
land séu réttar á vefkortum fyr-
irtækja og samtaka eins og Sam-
sýnar, Google maps og
OpenStreetMap, svo dæmi séu tekin,
því fólk byggir staðarvitund sína í
auknum mæli á verkfærum líkt og
snjallsímum eða fistölvum með inn-
byggðri staðsetningartækni (t.d.
GPS). Áhersla er lögð á að Örnefna-
nefnd verði fyrst og fremst umsagn-
ar- og úrskurðarnefnd en hlutist ekki
beinlínis til um ný og breytt örnefni.
Það er mikilvægt að þetta land-
svæði jarðarkringlunnar, sem er
eyjan Ísland, taki þátt í alheims-
aðgerðum um varðveislu huglægra
menningarminja eins og örnefna og
að stuðla að bættu öryggi með því að
samræma skráningar örnefna í op-
inbera gagnagrunna sem allir hafi
gjaldfrjálsan aðgang að.
Eftir Þórunn
Sigurðardóttir » Brýnt er að land-fræðilegar upplýs-
ingar um Ísland séu
réttar á vefkortum fyr-
irtækja og samtaka.
Þórunn
Sigurðardóttir
Höfundur er formaður
Örnefnanefndar.
Huglægar menningarminjar – ný lög um örnefni