Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 30

Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Er fjáröflun í gangi? hér er hugmynd að vörum til fjáröflunarsölu þjóðlegt, gómsætt og gott Pantaðu á flatkaka.is SKIPHOLT 44 - SÉRHÆÐ Til sölu falleg, vel skipulögð sérhæð 4-5 herb. á kyrrlátum stað við opið svæði neðan við Háteigskirkju og Tækniskólann. Eignin skiptist í forstofu, eldhús með fallegri hvítri innréttingu og granít á borðum. Stofu, borðstofu, 2 barna- herbergi, hjónaherbergi með góðu skápaplássi. Baðherbergi með hvítri innréttingu. Herbergi á jarðhæð sem skráð er sem geymsla. Tvennar svalir, þvottahús og bílskúr. Virkilega vel stað- sett og falleg eign með sérinngangi í rólegum botnlanga. Stutt í alla helstu þjónustu, einnig skóla og leikskóla. VERÐ 46,9m Atvinnueign ehf - Síðumúla 13, 108 Rvk. - sími: 577 5500 - www.atvinnueign.is OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 13. APRÍL kl. 17:30-18:00 Halldór Már 898 5599 halldor@atvinnueign.is Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari „Ert’að lesa Biblí- una? Veist’ekki hvað Biblían er leiðinleg?“ spurði menntskæling- urinn jafnaldra sinn sem sat með opna Biblíu á bókasafni skólans og las. Aðspurður viður- kenndi spyrjandinn reyndar að hann hefði aldrei lesið í Biblí- unni, sá sem las hvatti hann ein- dregið til að prófa það, það gæti komið honum skemmtilega á óvart. Sagan er sönn þótt hún hafi ekki hent sjálfan mig, en ég hef átt svipaða reynslu. Ég byrjaði að lesa Biblíuna að staðaldri þegar ég var 13-14 ára gamall. Ég ólst upp á trúuðu heimili og vandist snemma á kirkjusókn, hafði oft heyrt lesið upp úr Biblíunni. Það var samt eitthvað alveg nýtt sem opnaðist fyrir mér þegar ég fór að lesa sjálfur. Mér fannst Biblían spegla veruleikann svo undurvel, hún tal- aði inn í mínar kringumstæður, svaraði mínum vangaveltum og vakti óendanlega margar spurn- ingar. Sumir textar Biblíunnar voru eins og ferskur andblær inn í sál- ina, aðrir textar voru þannig að ég þurfti bara að loka bókinni og hugsa, jafnvel jafna mig. Sumar frásögur Biblíunnar stuða mann, sumir textarnir setja mann úr jafnvægi, að horfast í augu við þá texta og takast á við þá hefur reynst mér mjög hollt og ég myndi segja þrosk- andi. Ég hef aldrei hætt að lesa Biblíuna, les hana reyndar mis- mikið, en er alltaf að lesa í henni. Ég hef ekki ennþá upplifað það að lesa Biblíuna án þess að fá eitthvað út úr lestrinum. Þeir sem hafa kom- ist á bragðið verða yfirleitt les- endur fyrir lífstíð. Fyrir þá sem vilja byrja getur skipt máli hvaða nálgun er tekin. Ég myndi mæla með Nýja testamentinu, það er nær okkur í tíma og menningu. Velja eitt guðspjall, margir velja Jóhannesarguðspjall og eitt bréf, til dæmis Filippíbréfið, og byrja á að lesa þær tvær bækur. Taka síðan bækur Nýja testamentisins fyrir eina af annarri. Í Gamla testamentinu myndi ég mæla með að byrja á orðskviðum Salómons, jafnvel lesa svolítið í sálmum Dav- íðs. Gamla testamentið er aðeins meiri áskorun, en þegar maður er kominn svolítið inn í það er það alger perla. Er Biblían leiðinleg, gömul, úr- elt bók sem hyglar þröngsýnum og forneskjulegum viðhorfum? Er það viðhorf byggt á eigin kynn- um? Stöndum við kannski stund- um eins og unglingurinn og spyrj- um þann sem er að lesa hvað sé að honum, hvort hann viti ekki hvað bókin sé leiðinleg? Í ár fagnar hið íslenska Biblíu- félag 200 ára afmæli, við Íslend- ingar eigum safn frábærra þýðinga á Biblíunni og nýjasta viðbótin sómir sér vel í safninu. Biblían er til á máli sem við tölum og skilj- um, hefur reyndar mótað það mál þó nokkuð. Biblían er líka aðgengi- leg, til í ýmsu broti og jafnvel á netinu, við höfum fáar góðar afsak- anir fyrir því að kynna okkur ekki innihald hennar. Í dag er Biblían kannski leið- inlegasta bók sem þú hefur aldrei lesið, ég hvet þig, lesandi góður, til að gefa henni tækifæri, hún gæti orðið besta bókin sem þú lest að staðaldri. Ég hvet þig af tilefni af- mælis Biblíufélagsins til að opna Biblíuna, byrja vel og halda út, maður veit nefnilega aldrei af hverju maður gæti verið að missa. Að lokum vil ég biðja lesendum blessunar með orðum 4. móse- bókar, 6. kafla, vers 24-26: Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Leiðinlegasta bók sem ég hef aldrei lesið Eftir Helga Guðnason » Það var samt eitt- hvað alveg nýtt sem opnaðist fyrir mér þeg- ar ég fór að lesa sjálfur. Helgi Guðnason Höfundur er annar forstöðumanna Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.