Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 ✝ Garðar Guð-mundsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, fæddist í Ólafsfirði 21. febrúar 1930. Hann lést á Dval- arheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði 1. apríl 2015. Garðar var son- ur hjónanna Ólaf- ar Ingimund- ardóttur, f. 28.9. 1907, d. 11.11. 2000, og Guðmundar Ólafs Guðmundssonar útgerð- armanns, f. 4.7. 1900, d. 3.8. 1988. Bróðir Garðars er Hall- dór Ingvar Guðmundsson, f. 16.5. 1933, búsettur í Ólafs- firði. Fóstursystkini Garðars eru Olga Albertsdóttir, f. 16.6. 1936, Ólafsfirði og Guðbrandur Þorvaldsson, f. 18.12. 1945, Akranesi. Garðar kvæntist 27.12. 1957 Sigríði Ingibjörgu Hann- esdóttur frá Staðarhóli í Að- aldal, f. 1.9. 1934, d. 22.4. 1991. Börn þeirra eru fjögur; 1. Hall- dóra Garðarsdóttir, f. 30.4. 1957, gift Maroni Björnssyni, f. 28.10. 1959, þeirra börn eru a) Hanna Dögg, f. 1.6. 1982, gift Birgi Má Harðarsyni, f. 12.7. 1981, tvö börn Karen; Dögg og Sigríður Emma, b) Magni, Ak- ureyri, f. 24.11. 1982, sambýlis- kona Sóley Kristín Sigurð- ardóttir, f. 21.8. 1990, tveir synir; Sigurður Barði og Magni Freyr, fyrir á Magni dótturina Ólöfu Öldu, móðir Katrín Ösp Jónsdóttir og c) Helgi, Reykja- vík, f. 1.8. 1988, sambýliskona Karen Halldórsdóttir, f. 26.4. 1990. 4.) Hannes Garðarsson, Akureyri, f. 1.7. 1962, kvæntur Steinunni Aðalbjarnardóttur, f. 14.7. 1964, þrjú börn; a) Að- albjörn, Akureyri, f. 7.4. 1989, b) Einar, Akureyri, f. 13.4. 1992 og c) Sigríður, Akureyri, f. 20.1. 1995. Sambýliskona Garðars til 19 ára fram á dauðadag hans er Helga Torfa- dóttir, f. 20.2. 1926. Garðar útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum 1953. Hann var stýrimaður á nokkrum bát- um til 1960, skipstjóri og út- gerðarmaður á Guðmundi Ólafssyni ÓF 40 og frá 1983 útgerðarmaður útgerðarinnar sem gerði út Guðmund Ólaf ÓF 91. Garðar var velvirkur í fé- lagsmálum í Ólafsfirði. Hann var m.a. formaður Karlakórs Ólafsfjarðar, formaður íþrótta- félagsins Leifturs, félagi í Rót- arýklúbbi Ólafsfjarðar, Veð- deild Blíðfara og Félagi eldri borgara og þá söng hann um árabil í Kirkjukór Ólafsfjarðar. Útför Garðars verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju á morg- un, 12. apríl 2015, og hefst at- höfnin kl. 14. Maron Már og b) Hjörvar, f. 22.7. 1985, kvæntur Tinnu Lóu Ómars- dóttur, f. 27.2. 1986, tvær dætur; Arna Dögg og Bríet Halldóra. 2. Guðmundur Ólafur Garðarsson, f. 17.3. 1959, d. 12.3. 2014, kvæntur Þuríði Sigmunds- dóttur, f. 11.7. 1962, þrjú börn; a) Garðar, Reykjavík, f. 25.2. 1979, sambýliskona Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, f. 7.3. 1977, eiga saman dótturina Þuríði Lilju, fyrir á Garðar soninn Guðmund Orra með Esther Gunnveigu Gestsdóttur, Kristín á fyrir dótturina Sölku Björk. b) Guðrún Elísabet, Ólafsfirði, f. 6.1. 1991, sam- býlismaður Sindri Valdimars- son, f. 4.11. 1990, einn sonur; Kjartan Ólafur. c) Halldór Ingvar, Ólafsfirði, f. 21.4. 1992, 3. Ólöf Garðarsdóttir, Ak- ureyri, f. 12.7. 1960, gift Barða Jakobssyni, f. 21.10. 1952, þrír synir; a) Sigurður Garðar, Garðabæ, f. 6.9. 1977, kvæntur Unni B. Johnsen, f. 21.3. 1983, fjögur börn; Tryggvi, Heiðdís Emma, Bergþóra Emma og Minningar, minningar … já minningarnar hrannast upp nú þegar ég hef kvatt pabba minn í hinsta sinn í þessari jarðvist. Þegar kveðjustundin nálgaðist þá komu fram minningar sem skönnuðu allt mitt líf með pabba mínum allt frá því að ég var lítil stelpa og hann leiddi mína litlu hendi og fram á síð- asta dag þar sem að ég hélt í hönd hans í síðasta skiptið. Við pabbi minn höfum átt gott líf saman og verð ég hon- um ævinlega þakklát fyrir hans þátt í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það er ekkert sjálf- gefið að fá að vera samferða svona lengi og því fengum við að kynnast þegar mamma féll frá árið 1991 aðeins 56 ára. Heimili foreldra minna var allt- af heimilið okkar systkinanna og breyttist það ekkert þó að við flyttum að heiman og eign- uðumst okkar fjölskyldu. Alltaf vorum við ein stór fjölskylda og heimilið þeirra aðalsamveru- staður okkar. Fyrstu árin bjuggum við á neðri hæðinni á Brekkugötu 25 en afi, amma og Halldór frændi bjuggu á efri hæðinni og seinna deildum við systur herbergi uppi hjá ömmu og afa. Þannig að við vorum alin upp við mikla samveru með allri fjölskyldunni og þannig er það enn þann dag í dag, öll stór- fjölskyldan stendur saman í blíðu og stríðu. Ég var 12 ára þegar við fluttum upp á Hlíð- arveginn og seinna þegar hóp- urinn fór stækkandi þá var nú gott að hafa stórt og mikið pláss fyrir allan hópinn því ekki fækkaði samverustundunum þegar barnabörnin fóru að bæt- ast í hópinn. Barnabörnin áttu stórt pláss í hjarta þeirra og minnast þau góðra stunda með mikilli gleði, hlýju og þakklæti. Lífið hélt áfram eftir að mamma dó og þann dag sem pabbi kynntist Helgu sinni má segja að hann hafi tekið gleði sína á ný. Þau áttu saman góð 19 ár og varð Helga strax hluti af okkar stórfjölskyldu og varð barnabörnunum sem hin besta amma. Þau fylgdust alltaf vel með þeim og ekki var gleðin og áhuginn minni eftir að barna- barnabörnin fóru að fæðast. Ég verð Helgu ævinlega þakklát fyrir það hvað hún var pabba góð og studdi hann í blíðu og stríðu fram á síðustu stund. Síðustu þrjú árin dvaldi pabbi ásamt Helgu á dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði. Þar leið þeim vel og vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir velvild og hlýhug til þeirra beggja. Elsku pabbi minn, ég veit að þú ert hvíldinni feginn og varst orðinn saddur þinna lífdaga. Eftir að Guðmundur bróðir dó 12. mars í fyrra þá var eins og lífsvilji þinn hefði dofnað til muna. Ég veit að hann tók þig í faðm sér og bar þig inn í ljósið þar sem að mamma, amma, afi og aðrir ættingjar og vinir tóku á móti þér og héldu þér góða veislu. Ég er líka alveg sannfærð um að rjómaterta hefur verið á borðum en veit ekki alveg með kókið. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, ég mun ávallt elska þig og minnast þín með söknuði og miklu þakklæti. Þín dóttir, Ólöf. Faðir minn, Garðar Guð- mundsson, skipstjóri og útgerð- armaður í Ólafsfirði, hefur lok- ið sínu dagsverki. Þegar pabbi fæddist í Guð- mundarhúsinu við Strandgöt- una í Ólafsfirði þann 21. febr- úar 1930 kviknaði á perunni. Þannig háttaði að ljósavél var keyrð í bænum til rafmagns- framleiðslu og var alltaf kveikt á henni á ákveðnum tíma kvöldsins og var hún svo keyrð til ellefu. Pabbi hafði það eftir mömmu sinni að á því augnabliki sem hann kom í heiminn hefði ein- mitt kviknað á ljósaperunni í herberginu. Þetta er lýsandi fyrir pabba og ævistarf hans, hann bar ætíð hag Ólafsfjarðar fyrir brjósti og lagði svo sannarlega sitt af mörkum í þeirri miklu upp- byggingu byggðarlagsins sem átti sér stað á árunum 1960 til 2000. 1960 keypti hann ásamt föður sínum og bróður, Guð- mundi Ólafi Guðmundssyni og Halldóri Ingvari Guðmunds- syni, 25 tonna eikarbát og hlaut hann nafnið Guðmundur Ólafs- son ÓF 40. Á sjöunda og áttunda ára- tugnum voru allnokkrir álíka bátar í Ólafsfirði og hart var sótt og kappið mikið. Pabbi var skipstjóri, Halldór frændi var kokkur og afi var með sjóhúsið. Við krakkarnir fórum fljót- lega að vinna við saltfisk- og skreiðarverkun með afa og hin- um körlunum, þeim Dóra og Sigurjóni Jónasar, svo þeir helstu séu nefndir. Fyrir kom að pabbi leyfði manni að koma með á sjóinn og var það æv- intýri þó ekki dygði það til þess að ég yrði sjómaður. Í þeim sjóferðum var sjórinn yfirleitt stilltur en náttúran var ekki alltaf svo blíð og þurfti hug- djarfa menn til að leggja úr höfn í svartasta skammdeginu þegar öldurnar á firðinum létu glitta í hvítfextar klær sínar. Það var pabba og þeim sem reyndu þungbær reynsla að Guðmundur Ólafsson ÓF 40 sökk í febrúar 1979 og fórst Þórir Guðlaugsson með honum. Blessuð sé hans minning. Batt þetta enda á sjómennsku pabba en fjórum árum síðar hófst nýtt skeið í lífi hans þegar keypt var 600 tonna loðnuskip sem hlaut nafnið Guðmundur Ólafur ÓF 91. Það var ekki þrautalaust að halda sjó í þeim rekstri en með samheldni, áræði og dug tókst að byggja útgerðina upp, stækka skipið og loks fá nýtt og stærra skip með hag áhafn- ar og útgerðar að leiðarljósi. Pabbi var útgerðarmaður af lífi og sál. En Garðar Guðmundsson lagði líka gjörva hönd á plóginn í félagsmálum í Ólafsfirði. Hann var formaður Karlakórs Ólafsfjarðar og þá söng hann lengi í Kirkjukór Ólafsfjarðar. Hann er fyrirmynd mín í söng því hann skar sig iðulega úr með það að hann kunni textana utanbókar og gat gefið sig allan í sönginn. Þegar Íþróttafélagið Leiftur var nánast að lognast út af stigu sex menn fram og rifu starfið upp. Pabbi gerðist for- maður félagsins og sem slíkur leiddi hann viðreisnina. Knatt- spyrnuliðið fór á þeim árum úr 4. deild í þá efstu, skíðamenn Ólafsfjarðar voru í fremstu röð og smitaði þessi árangur út í samfélagið. Hér er fátt eitt talið sem liggur eftir þennan mann sem var einn af burðarstólpum Ólafsfjarðar, mann sem vék stundum eigin hagsmunum til hliðar fyrir hagsmuni fjarðarins síns. Ólafsfirði allt. Hannes Garðarsson. Tengdafaðir og vinur minn Garðar Guðmundsson er fallinn frá 85 ára. Hann var búinn að skila góðu verki fyrir land og þjóð. Garðar var trúr sinni heimabyggð og lagði sig allan fram til að vinna Ólafsfirði allt til heilla. Hann gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum í fé- lags- og íþróttastarfi sem og bæjarmálum, einnig stundaði hann atvinnurekstur í Ólafsfirði í hálfa öld. Leiðir okkar Garðars lágu fyrst saman haustið 1975 þegar hann og skipshöfnin á Guð- mundi Ólafssyni björguðu mér og félögum mínum úr sjávar- háska á Eyjafirði. Það var svo um 1980 að ég kom inn í fjöl- skyldu Garðars og Siggu þegar ég kynntist Halldóru dóttur þeirra. Það tókst fljótt milli okkar mjög góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Það var svo árið 1982 að við stóðum í eldhúsinu á Hlíðarvegi 50 og horfðum á bát sigla inn fjörðinn að hann spurði mig hvort við ættum ekki að kaupa okkur bát og gera út saman. Hann hafði þá ekki verið í út- gerð frá því 1979, en hann var með fiskverkun og það vantaði fisk í sjóhúsið. Það varð úr að fjölskyldan stofnaða saman fyr- irtækið Garðar Guðmundsson hf. Hann sýndi mér það traust að gera mig að skipstjóra á Guðmundi Ólafi ÓF 91. Fjöl- skyldan rak síðan saman fyr- irtækið í 24 ár. Flest barna- börnin byrjuðu í sjóhúsinu hjá Garðari afa, hann hafði gott lag á þeim og þar var oft glatt á hjalla. Það gustaði stundum af Garðari, hann var fastur á sín- um skoðunum sérstaklega þeg- ar pólitíkin var annars vegar, það finnast varla kraftmeiri sjálfstæðismenn. Garðar var þó alltaf sanngjarn og vildi um- fram allt hjálpa til ef einhver var í vanda bæði hann persónu- lega eða í gegnum þau félög sem hann starfaði í. Barna- börnin og langafabörnin áttu alltaf vísan stað í huga hans. Honum var mjög umhugað um að allt væri í lagi hjá þeim, það voru margar súkkulaðirúsín- urnar sem rötuðu í litla lófa og svo fylgdi með smáglott til for- eldranna því skammturinn var oftast vel útilátinn. Garðar fór ekki varhluta af því að fá vind- inn í fangið og brot sjávar gengu yfir. Sárt er að missa þá sem okkur eru næstir, þá var gott að hafa samheldna fjöl- skyldu sem stóð af sér áföllin. Garðar var heppinn að hitta vinkonu sína Helgu Torfadóttur og áttu þau mörg góð ár sem þau nutu vel saman heilsu- hraust. Helga er okkur öllum kær enda kát og hress kona. Síðustu þrjú árin dvaldi Garðar ásamt Helgu á Hornbrekku í Ólafsfirði og nutu þau aðhlynn- ingar hjá því frábæra fólki sem þar starfar. Kæri vinur, nú ert þú farinn og þér hefur örugglega verið vel tekið hinum megin enda í nógu að snúast þar. Þú sagðir að þú færir fljótt á eftir Guð- mundi syni þínum. Mér eru efst í huga þakkir til þín fyrir öll ár- in sem við áttum saman og hversu samstiga við vorum í því sem við gerðum saman. Maron Björnsson. Elsku besti afi Garðar. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp með þér. Ég á svo margar góðar minn- ingar sem ég mun varðveita. Það var nú ekkert lítið stuð á okkur þegar þú passaðir okkur Helga frænda þegar útgerðin fór eitt skipti til útlanda. Það var ekki vesenið á okkur, við drukkum bara vel af Coca Cola, sem var okkar langbesti drykk- ur og besta kókið sem hægt var að fá var hjá þér. En það var ekki bara hægt að lifa á Coca Cola og þá kom að eldamennskunni sem var nú ekki þín sterkasta hlið. Þú gerðir fyrir okkur skógar- sveppasúpu sem við vorum ekkert smá stoltir af, og á þeim tíma var þetta eina súpan sem mér fannst góð og þá bara í þetta eina skipti. Við vorum báðir miklir keppnismenn og vorum búnir að taka ófáar keppnirnar í ýmsu formi. Í minningunni kemur fyrst upp í huga mér skyrkeppnin sem við tókum svo oft. Þú settir hana upp þegar ég var ekkert of viljugur að borða, en það þurfti ekki meira til en keppni og við borðuðum skyrið með bestu lyst. Þú sagð- ir mér líka oft söguna af því þegar ég var lítill og þú varst að kúldrast með mig og stríða mér, þá sagði ég „afi, á ég að rota þig“ og þá fórstu alltaf að hlæja. Það var nú alltaf stutt í góð- an húmor hjá þér, ég man eftir því þegar ég var að fara á hest- bak í skólanum og var nú ekk- ert alltof hrifinn af því enda mjög hræddur við hesta. Þú varst ekki lengi að koma með gott ráð og sagðir að ef hest- urinn léti eitthvað illa þá ætti ég að taka það fast í tauminn að við myndum horfast í augu í smástund og þá yrði hesturinn alveg til friðs og svo glottirðu vel á eftir. Alltaf fannst mér gaman að geta boðið þér í mat og þá var alltaf eldaður matur sem þér þótti bestur (a.m.k. ekkert sem byrjaði á P) og farin spesferð út í búð til að eiga nýtt kók. Í eitt skipti varstu ekki ánægður með hnífapörin sem ég bauð upp á, en þú leystir það vel og komst með hnífapörin sem þér þótti best í næsta matarboð og gafst mér. Við áttum oft góðar samræð- ur um pólitíkina og vorum allt- af mjög sammála enda vorum við alveg á sömu línu eins og í flestöllu öðru. Elsku besti afi Garðar, ég á eftir að sakna þín mjög mikið, en er óendanlega þakklátur fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég veit að það verða fagnaðarfundir þegar þú hittir loksins ömmu Siggu, hún á eftir að taka vel á móti þér. Gummi frændi verður líka voðalega glaður að fá þig til sín. Þinn vinur og dóttursonur, Hjörvar Maronsson. Elsku Garðar afi, nú hefur þú kvatt okkur hér í þessari jarðvist. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur og fylgjast með okkur eins og þú hefur alltaf gert. Ég sagði víst við þig þegar amma Sigga dó að ég ætlaði að passa þig, ég vona að ég hafi skilað því hlutverki vel. Ég var ekki gömul þegar ég byrjaði að koma í sjóhúsið til þín að setja fisk upp á borð þegar þú varst að meta saltfisk. Við elstu frændsystkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hefja okkar starfsferil með þér og Halldóri frænda í sjóhúsinu. Frá þeim tíma eigum við marg- ar skemmtilegar og góðar minningar sem gaman er að rifja upp. Þú varst stoltur af af- komendum þínum þó að þú haf- ir ekki alltaf verið að flagga því. Ég veit að þú varst ánægð- ur með mig að ég væri í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn því meiri sjálfstæðismann en þig er erfitt að finna. Það var gaman að ræða við þig um þjóðfélagsmál því þú hafðir sterkar skoðanir á hlutunum og varst ekki að skafa af því. Ég er svo þakklát að hafa fengið að alast upp með þig mér við hlið og að börnin mín fengu að kynnast þér. Við munum minnast þín sem ljúfs og góðs afa sem verður sárt saknað. Núna ertu kominn aftur til Siggu ömmu og Gumma frænda og ég veit að þér líður vel. Hvíldu í friði, elsku afi, minning þín mun lifa í hjarta okkar. Hanna Dögg. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja hann Garðar vin minn sem ég kynntist í gegnum mann minn hann Pétur Marel eða Malla, eins og þið norðanfólkið kölluðuð hann, hann og Sigga heitin voru systkinabörn. Það er svo margs að minnast og það var alltaf svo gaman að hitta ykkur. Ég held að við höfum spilað kana í hvert skipti sem við hitt- umst og það eru margar af mínum bestu minningum. Einn- ig er mér minnisstæð ein bú- staðarferðin, við höfðum ákveð- ið að fara upp í bústað og buðum ykkur að koma með ásamt Elsu, Líndal, Gígí, Rabba og Mæju. Þegar við komum austur var allt á kafi í snjó og var ákveðið að skilja bílana eftir og ferja farangur- inn gangandi niður að bústað. Við leggjum af stað og þá heyr- ist galað ofan af vegi: „Pétur, taktu loftið úr og keyrðu nið- ur.“ Pétur hlýðir og kemur síð- an, ásamt Líndal, keyrandi fram hjá okkur restinni sem burðaðist með allt dótið gang- andi, okkur til mismikillar gleði. Ég þakka þér alla góða vin- áttu og allt sem þú hefur gert fyrir mig og okkur. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur öllum samúð mína og sendi kærar kveðjur til ykkar allra. Garðar minn, ég veit það eru margir opnir faðmar sem taka á móti þér. Ég mun sakna þinn- ar vináttu, far þú í friði. Hildur. Hinn 1. apríl andaðist Garð- ar Guðmundsson á dvalarheim- ilinu Hornbrekku, kominn á 86. aldursárið og var búinn að búa við mikinn heilsubrest síðasta ár. Garðar var mikill heiðurs- maður og dugnaðarforkur. Hann var skipstjóramenntaður og stofnaði ungur útgerð með föður sínum og bróður. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman þegar ég gerðist háseti hjá honum á Guðmundi Ólafssyni, bátnum þeirra feðga, þar sem hann var skipstjóri. Garðar giftist ungur Sigríði Hannes- dóttur og bjuggu þau hér í Ólafsfirði. Þau eignuðust fjögur börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Ég ætla ekki að fara að tíunda það sem á daga hans hefur drifið á langri og farsælli ævi, það eru margir aðrir betur til þess fallnir. Ég skrifa þessar fátæklegu línur fyrst og fremst til að þakka honum trygga vináttu og velvild til mín og Gunnu minnar í gegnum árin. Það var mikill gleðidagur þegar hún Þura, dóttir mín, gekk að eiga Guð- mund, eldri son Garðars sem reyndist henni góður tengda- faðir. Það er ótrúlega margt líkt með þessum fjölskyldum okkar. Samheldnin er mikil og þeg- ar eitthvað hefur komið fyrir hafa allir staðið saman og hald- ið hver utan um annan. Garðar varð fyrir miklu áfalli þegar sonur hans Guðmundur féll frá og ég get ekki jafnað mig á missi þessa yndislega tengda- sonar. En svona er nú lífið einu sinni, óskiljanlegt fyrir okkur mennina. Eini ljósi punkturinn er að núna ertu kominn til hennar Siggu þinnar og Gumma okkar. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en veit að góður Guð styrkir ykkur öll, fjölskyldurn- ar og Helgu, í sorg ykkar. Sigmundur Agnarsson. Garðar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.