Morgunblaðið - 11.04.2015, Page 35
og láta ekki amstur og daglegt
stress lífsins trufla mann.
Ég ætla að enda þetta á þökk-
um til þín, amma mín. Takk fyrir
alla ástina sem þú sýndir mér, all-
an skilninginn, öll skiptin sem þú
passaðir mig, hjálpaðir mér,
studdir og leiðbeindir. Í hjarta
mínu geymi ég þær ómetanlegu
stundir sem við áttum saman, ým-
ist tvö eða ásamt öðrum, og veit
hversu heppinn ég var að þú varst
hluti af lífi mínu.
Sigurður Pétur Ólafsson.
Okkur systur langar að minn-
ast móðursystur okkar í örfáum
orðum. Hún var hlý og glaðlynd
og svo afskaplega gestrisin. Það
var alltaf mikið líf og fjör þegar
fjölskylduboð voru haldin. Minn-
umst við sérstaklega áramóta-
veislnanna á Seljalandsveginum
hjá Róslaugu og Bía þar sem okk-
ur fannst hápunkturinn vera þeg-
ar allir settust niður til að horfa á
sirkus Billys Smarts. Það var
virkilega gott að koma í kaffi til
frænku þar sem rædd voru fjöl-
skyldumál og kræsingarnar voru
ekki af verri endanum. Róslaug
og Bíi voru mömmu okkar stoð og
stytta eftir að pabbi lést og eftir
að hún veiktist, við erum eilíflega
þakklátar fyrir það. Umhyggja og
ræktarsemi var alltaf til staðar,
sama hversu lasin Róslaug var
bar hún ávallt hag annarra fyrir
brjósti.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra aðstandenda.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guðrún, Þuríður,
Auður og Ósk.
Nú grætur dalurinn okkar.
Þessi orð komu upp í hug minn
við fráfall okkar elskulegu Rós-
laugar. En það var fyrir tæpum
tuttugu árum á við hjónin komum
í kaffi í Dalbæ og Róslaug benti
okkur á að bústaðurinn sem næst
stóð við þeirra, Arnarhóll, væri til
sölu og við skyldum kaupa hann.
Það gerðum við og höfum ekki séð
eftir því, því sambýlið við þau hjón
Róslaugu og Bía hefur verið frá-
bært, barnabörnin okkar sameig-
inlega getað hlaupið á milli og
matarboðin hvert hjá öðru svo ég
tali nú ekki upp sameiginlegar
grillveislur. Ekki má gleyma ein-
um besta rabarbaragraut sem ég
hef smakkað en hann gerði Rós-
laug og bauðst hún til að gera
hann fyrir brúðkaup okkar sem
var auðvitað haldið í dalnum.
Hin síðustu tvö sumur hafa
verið henni mjög erfið að geta
ekki verið í sælureit þeirra hjóna
eins mikið, en henni leið þar vel að
sitja úti í sólinni á pallinum með
börn og ekki síst barnabörnin í
kringum sig það voru þeirra bestu
stundir.
Barnabörnin voru þeim hjón-
um alveg sérstaklega trygg og
góð og verður söknuður þeirra
hvað mestur því amma var klett-
urinn í þeirra lífi. Hún naut þess
að dunda í moldinni í blómunum
en hann í trjáræktinni, og oft var
diskúterað hvort þetta eða hitt
myndi lifa, eða þola flutning.
Við eigum eftir að sakna þess
að þau komi ekki eða fara til
þeirra í kvöldkaffi við sólarlagið í
Arnardal, en vonandi verður Bíi
duglegur að koma við í sínum
ferðum í dalinn okkar.
Elsku Bíi, við Diddi vottum þér
og fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúð við fráfall okkar
elskulegu Róslaugar. Hafi hún
þökk fyrir samfylgdina. Blessuð
sé minning hennar.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir.)
Kristjana Sigurðardóttir.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
✝ Bragi Björg-vinsson fæddist
á Skriðu í Breiðdal
17. júní 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
1. apríl 2015.
Foreldrar hans
voru Björgvin
Magnússon frá
Skriðu í Breiðdal, f.
18.4. 1903, d. 31.12.
1984 og Marey
Björg Guðlaug Jónsdóttir, f.
23.3. 1906, d. 6.2. 1940. Alsystir
Braga er Marey Stefanía, f. 19.6.
1939, maki, Þórður Þor-
grímsson, f. 16.3. 1930. Bragi á
sex hálfsystkini. Af fyrsta hjóna-
bandi Björgvins föður hans og
Stefaníu Sigurborgar Hann-
esdóttur, f. 27.9. 1901, d. 5.12.
1929, voru Hannes, f. 12.11.
1925, d. 5.10. 2005. Maki, Kristín
S. Skúladóttir, f. 2.5. 1934 og
Aðalbjörg Sigrún Björgvins-
dóttir, f. 13.6. 1927, d. 17.1.
2013. Maki Helgi Þorgrímsson f.
21.11. 1918, d. 17.10. 1983. Af
þriðja hjónabandi Björgvins og
Ragnheiðar Hóseasdóttur, f. 3.6.
1921, eru hálfsystkini Braga;
Ingibjörg, f. 28.2. 1949, maki,
Kristbjörn Hans Eiríksson, f.
22.4. 1945, Björn, f. 24.9. 1950,
Skriðu í Breiðdal en árið 1940 er
flutt í Höskuldsstaðasel.
Snemma byrjaði Bragi sveita-
störfin og tók þátt í öllu sem
þurfti að vinna á heimilinu.
Hann hafði áhuga á námi og var
á bændaskólann á Hólum í tvo
vetur. Sú menntun kom sér vel
við bústörfin og átti stóran þátt í
að byggja upp búrekstur heim-
ilsins. Með búinu sótti Bragi til-
fallandi vinnu og meðal annars
var hann tvo vetur á vertíð í
Vestmannaeyjum. Bragi tók al-
farið við búinu í Höskulds-
staðaseli 1985 eftir lát föður
síns. En sex árum síðar kom upp
riða í bústofninum sem varð til
þess að öllu fénu var slátrað.
Það var honum áfall að þurfa að
ganga í gengum þann nið-
urskurð. Bragi tók ekki kindur
aftur, en var markavörður Suð-
ur-Múlasýslu til margra ára.
Einnig sá hann um rekstur bens-
ínstöðvarinnar á Breiðdalsvík í
nokkur ár og frá þeim tíma bjó
hann með maka sínum Eddu
Björgu Björgmundsdóttur og
Guðbjarti syni hennar á Breið-
dalsvík. Hugur Braga var oft í
Höskuldsstaðaseli. Daglegur
akstur síðustu árin inn á dal til
vinnu á jörðinni og líka til að sjá
sveitina sína. Bragi greindist
með krabbamein í janúar síðast-
liðnum eftir að hafa ekki verið
heill heilsu síðustu árin.
Útför Braga verður gerð frá
Heydalakirkju í Breiðdal í dag,
11. apríl 2015, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Baldur, f. 29.12.
1951, maki, Nanna
S. Svansdóttir, f.
13.10. 1956, Unnur,
f. 17.7. 1956, maki,
Guðmundur Björg-
ólfsson, f. 9.3. 1950.
Maki Braga er
Edda Björg Björg-
mundsdóttir, f.
22.9. 1941. Synir
hennar eru 1. Páll
Gunnarsson, f.
28.12. 1961, d. 16.5. 2006. 2. Ein-
ar Már Gunnarsson, f. 17.6. 1963
maki, Elísa Eydís Gunn-
arsdóttir, f. 1.2.1966. Börn
þeirra eru; a) Edda Marín Ein-
arsdóttir, f. 22.1. 1987, maki Elís
Traustason, f. 29.8. 1985. Börn
Eddu Marínar og Elísar eru;
Hjörtur Páll Elísson, f. 12.1.
2012, Tryggvi Már Elísson, f.
12.1. 2012. b) Gunnar Páll Ein-
arsson, f. 23.5. 1991. 3) Guð-
bjartur Guðmundsson, f. 16.1.
1980, maki, Sigurbjörg Júl-
íusdóttir, f. 1.6. 1979. Börn
þeirra eru; Þorbjörg Þula Guð-
bjartsdóttir, f. 18.8. 2007, Aron
Sölvi Guðbjartsson f. 24.9. 2010,
d. 24.9. 2010 og Garðar Hugi
Guðbjartsson, f. 24.9. 2010, d.
24.9. 2010.
Bragi fæddist og ólst upp á
Ég man eins og gerst hafi í
gær þegar þú komst inn í líf
mitt, þá tók veröldin aðra stefnu,
góða stefnu. Ég var nú frekar
óstýrilátur krakki þannig að það
þurfti að siða mig aðeins til. Ag-
inn var mikill og mér var gert að
hlýða, ég var nú kannski ekki
alltaf sammála þér til að byrja
með en ég veit nú að þú vildir
mér allt það besta og gerðir þú
mig að þeim manni sem ég er í
dag. Margt brölluðum við sam-
an, hvort það sem það var girð-
ingavinna inni í Seli, vinna sam-
an á bensínstöðinni eða bara
sitja saman við eldhúsborðið
heima og ræða dægurmálin þá
var alltaf eins og ég gæti sagt
þér allt án þess að það færi
nokkuð lengra og þú sagðir mér
strax hvort það sem ég hafði til
málanna að leggja væri vitlegt
eða ekki. Sem dæmi þá studdir
þú mig heilshugar og hvattir mig
mikið til að fara í eigin rekstur
þegar sú umræða kom upp.
Það er tómlegt til þess að
hugsa að samtölin okkar verði
ekki fleiri, við áttum jú flest okk-
ar samskipti í gegnum símann
þar sem oft leið langt á milli
ferða okkar fjölskyldunnar í
sveitina og ekki eyddir þú lengri
tíma í höfuðborginni en nauðsyn
krafðist. Heimsóknir í sveitina
voru alltaf tilhlökkunarefni. Þar
varst þú á heimavelli, þekktir
hverja þúfu og hvern stein og
hafðir óteljandi sögur að segja
frá gamalli tíð. Þú þekktir sveit-
ina þína eins og lófann á þér,
enda búið þar alla tíð og unnir
henni afar heitt.
Það er okkur ómetanleg
minning þegar þið Sibba fóruð í
ykkar fyrsta og eina reiðtúr
saman sumarið 2013, hún á Funa
og þú berbakt á henni Perlu.
Ekki var túrinn langur, rétt inn
dalinn eftir þjóðveginum og nið-
ur að Breiðdalsánni. En við
brostum hringinn allan tímann
því það var svo gaman að sjá þig
á baki og eignast um leið þessar
góðu minningar. Litla afastelpan
þín saknar þín sárt, hún man svo
vel eftir hestunum og hvað þú
varst óþreytandi við að teyma
undir henni. Það eru góðar
minningar sem hún geymir um
þig og sveitina.
Það var erfitt að fylgjast með
því þegar heilsan tók að gefa sig
á síðustu árum, æ erfiðara var að
sinna öllum þeim verkum sem
sveitin kallaði á og það átti nú
ekki við þig að geta ekki sinnt
öllu því sem hugurinn vildi jafn
hratt og örugglega og áður. Nú
liggur þín síðasta ferð heim í
Breiðdalinn þar sem hjartað sló,
þar sem hugurinn dvaldi og þar
sem höndin þín hlúði að.
Við kveðjum þig með þakklæti
og söknuð í hjarta.
Guðbjartur Guðmundsson,
Sigurbjörg Júlíusdóttir
og Þorbjörg Þula
Guðbjartsdóttir.
Þá var heilsan á þrotum og þú
hefur kvatt. Að kveðja þig er erf-
itt, mér þótti mjög vænt um þig,
elsku frændi minn. Í hugann
koma minningar frá Seli, þær
eru margar og dýrmætar. Að
koma til þín og ömmu og fá að
vera heilu sumrin og í páskafrí-
um er ég þakklát fyrir. Þú pass-
aðir vel upp á mig og það sem þú
nenntir að leyfa mér að þvælast
með þér. Aldrei man ég eftir að
þú hafir skammast í mér, verið
reiður eða reynt að siða mig til.
Þú tókst mér nákvæmlega eins
og ég er og alltaf höfum við átt
einstakt samband, þar sem hrein
væntumþykja hefur ráðið ríkj-
um.
Það er sérstaklega eitt atvik
sem lýsir þér svo vel og er mér
minnisstætt; þegar páskaeggið
mitt bráðnaði í sólinni inni á Sel-
nesi eina páskana. Þvílík reið-
arslag og áfall fyrir barnið mig.
Ég var varla búin að þurrka tár-
in og jafna mig þegar elsku
Bragi hafði frétt um áfallið og
renndi í hlað. Þú færðir mér nýtt
páskaegg, að sjálfsögðu stærra
en það sem bráðnaði. Þessu
gleymi ég aldrei.
Ég vil þakka fyrir allar sam-
verustundirnar, fyrir hlýjuna og
áhugann sem þú hafðir á því sem
ég tók mér fyrir hendur og að
finnast flest, eða örugglega allt,
fyndið og skemmtilegt sem ég
sagði eða gerði.
Ég vil þakka fyrir að hafa ver-
ið svo lánsöm að þekkja þennan
yndislega mann. Það eru mikil
forréttindi að hafa átt stað í
hjarta þínu. Hafðu þökk fyrir
allt og ég bið að heilsa Snabba.
Vertu bless elsku frændi minn.
Hugur minn er hjá ykkur
elsku Edda, Guðbjartur og föl-
skylda. Elsku amma í Seli og
systkini Braga, ég sendi ykkur
hlýjar kveðjur.
Þín
Tinna Baldursdóttir.
Bragi
Björgvinsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Útfararþjónusta síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Elsku móðir okkar og tengdamóðir,
MÁLFRÍÐUR ANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
kennari,
Barmahlíð 39,
er látin.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 14. apríl kl. 15.00
.
Ingunn Sæmundsdóttir, Elías Gunnarsson,
Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir, Eiríkur Sigurðsson,
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞORSTEINA SIGURÐARDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Njörvasundi 6,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 27. mars.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
13. apríl kl. 15.
.
Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir,
Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson,
Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson,
Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg dóttir, móðir, tengdamóðir, systir,
mágkona og amma,
JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR
sjúkraliði,
Fellsmúla 5,
Reykjavík,
lést mánudaginn 6. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. apríl kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
.
Bergþóra Skarphéðinsdóttir,
Berglind Bjarnadóttir,
Bjarni Fannar Bjarnason,
Arna Sif Bjarnadóttir, Sigurður Árni Jónsson,
Sigríður Gunnarsdóttir, Einar Gylfi Haraldsson,
Birgir Héðinn Gunnarsson, Gertrud Maria Gunnarsson,
Björk Níelsdóttir,
María Fanney, Karen Sif,
Gabríel Máni, Viktor Bjarki,
Sævin, Arnar Logi
og fjölskyldur.
Ástkær sambýlismaður, bróðir, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR GUÐMUNDSSON
skipstjóri og útgerðarmaður,
Ólafsfirði,
verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju
sunnudaginn 12. apríl kl. 14.
.
Helga Torfadóttir,
Halldór I. Guðmundsson,
Halldóra Garðarsdóttir, Maron Björnsson,
Þuríður Sigmundsdóttir,
Ólöf Garðarsdóttir, Barði Jakobsson,
Hannes Garðarsson, Steinunn Aðalbjarnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBORG JAKOBSDÓTTIR,
lengst af til heimilis að Álftröð 7
í Kópavogi,
lést miðvikudaginn 1. apríl á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Útförin fer fram miðvikudaginn 15. apríl kl. 13 frá
Kópavogskirkju.
.
Arnar Halldórsson, Margrét Valtýsdóttir,
Valdís Arnarsdóttir, Guðmundur Hrafnkelsson,
Halldór Arnarsson, Borghildur Sigurðardóttir,
Sigurborg Arnarsdóttir, Helgi Ólafsson
og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, sonur, tengdasonur, afi og
langafi,
JÓN VILHJÁLMSSON
málarameistari,
sem lést laugardaginn 4. apríl, verður
jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn
14. apríl kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningargjafasjóð
Landspítalans.
.
Guðrún Jóna Þorbjörnsdóttir,
Erla Þorbjörg Jónsdóttir, Kristmundur Gylfason,
Vilhjálmur Jónsson, Kristín S. Konráðsdóttir,
María Rós Jónsdóttir, Karl Georg Ragnarsson,
Jóhannes Oddur Jónsson, Guðrún Lína Thoroddsen,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.