Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
✝ Sigmar JóhannIngvarsson
fæddist á Desj-
armýri í Borg-
arfirði eystra 19.
júlí 1927. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Austur-
lands á Egils-
stöðum 1. apríl
2015.
Foreldrar hans
voru Vigfús Ingvar
Sigurðsson, f. 7. maí 1887 í
Kolsholti í Flóa, d. 11. júní 1967,
sóknarprestur og prófastur á
Desjarmýri, og frú Ingunn Júlía
Ingvarsdóttir, f. 12. apríl 1895 í
Gaulverjabæ í Flóa, d. 19. júní
1982. Systkini Sigmars voru:
Sigurður, f. 22. nóvember 1917,
d. 4. ágúst 1919, Ingvar Júlíus,
f. 11. júní 1920, d. 3. júlí 1974,
og Guðrún, f. 19. maí 1922, d. 1.
sept. 2010. Fósturbróðir Sig-
mars var Sófus Ingvar Bender,
f. 22. júlí 1910, d. 1. maí 1981.
Sigmar kvæntist 28. desem-
ber 1958 Sesselju H. Jónsdóttur,
f. 4. nóvember 1936, frá
apríl 1971, giftur Sigurlínu M.
Kristjánsdóttur. Börn: a) Sig-
mar Páll, f. 1992, sambýliskona
hans er Nadía Rut Reynisdóttir,
b) Sylvía Ösp, f. 1998, c) Júlíus
Geir f. 2005.
Sigmar ólst upp á Desj-
armýri, stundaði barna-
skólanám á Borgarfirði og var
einn vetur við nám í Eiðaskóla.
Hann tók þátt í almennum bú-
störfum og gerðist bóndi á
Desjarmýri, fyrst með for-
eldrum sínum, síðar, ásamt
Sesselju, í félagsbúi við Ingvar
bróður sinn og Helgu konu hans
en síðustu áratugi í félagi við
Jón Sigmar son sinn og Sig-
urlínu konu hans. Hann sinnti
bústörfum langt fram á síðasta
ár. Sigmar stundaði einnig önn-
ur störf meðfram búskapnum.
Hann var sláturhússtjóri á
Borgarfirði hátt á annan áratug
og gerði út bát ásamt tveimur
sveitungum sínum um árabil.
Einnig sat hann í hreppsnefnd
og gegndi ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum, var m.a.
deildarstjóri KHB á Borgarfirði
um hríð. Sigmar lést 1. apríl sl.
á Heilbrigðisstofnun Austur-
lands á Egilsstöðum eftir stutta
sjúkralegu.
Útför Sigmars fer fram frá
Bakkagerðiskirkju í dag, 11.
apríl 2014, kl. 14.
Gunnhildargerði í
Hróarstungu. For-
eldrar hennar voru
Jón Sigmundsson
bóndi, f. 25. októ-
ber 1898, d. 18. maí
1957, og kona
hans, Anna Ólafs-
dóttir, f. 29. ágúst
1902, d. 20. mars
1987. Börn Sig-
mars og Sesselju
eru: 1) Anna, f. 20.
maí 1959, verkstjóri í Reykja-
vík, gift Bjarna V. Ólafssyni.
Börn þeirra: a) Ólafur Ingi, f.
1990, unnusta hans er Hildur
Sæmundsdóttir, b) Berglind
Sesselja, f. 1993, unnusti hennar
er Andri Rafn Ragnarsson, c)
Sigmar Jóhann, f. 1999, og d)
Arnar Hörður, f. 1999. 2) Ing-
unn Vigdís, f. 30. janúar 1966,
grunnskólakennari á Akureyri,
gift Snæbirni Þór Snæbjörns-
syni. Barn: Þórunn Eva, f. 2004.
Barn Ingunnar og Sverris Ein-
arssonar: Selma Margrét, f.
1990. 3) Jón Sigmar, bóndi og
sjómaður á Desjarmýri, f. 1.
Sumt fólk einfaldlega geislar
af hlýju. Þannig var hann pabbi
minn. Hjartahlýr með bjart bros
og stórar heitar hendur sem
hlúðu jafnt að lömbum, börnum
og öðru því sem hann bar um-
hyggju fyrir. Hendurnar hans
voru líka lagnar við hamar, skrúf-
ur, pensil, penna, skepnur, veið-
arfæri og nótnaborð. Þessi hóg-
væri maður sem aldrei kvartaði
hafði einstaklega góða nærveru.
Hann var sjálfmenntaður,
margfróður og aldrei tókst mér
að reka hann á gat. Kenndi mér
fyrstu undirstöðuatriði í landa-,
stjörnu-, náttúru- og stærðfræði
svo nokkuð sé nefnt fyrir skóla-
aldur. Kennslustundirnar fóru
ýmist fram í fjárhúsum, hlöðu eða
á traktorsbaki, milli þess sem við
sungum í takt við vélarhljóðið.
Ólatur var hann að taka angask-
innið með sér og segja frá hring-
rás vatns, fánum þjóða, fuglum,
blómum, kenna mér að leysa
myndagátur, krossgátur og lesa
góðar bækur. Hæfileikar hans
voru ekki bornir á torg en við sem
best þekktum hann vissum um
lög og ljóð skúffuskáldsins sem
oft kaus að spila og syngja í ein-
rúmi. Þó var líka skemmtilegt
þegar hann kallaði okkur að
hljóðfærinu og kenndi sígild
sönglög sem við sungum af hjart-
ans lyst. Ekkert gerði til þótt raf-
magnið færi og hann sæi ekki
nóturnar því líkt og í lífinu sjálfu
gat hann spilað eftir eyranu.
Dagbækurnar hans eru fjár-
sjóður, fullar af heimildum um
einfalt og hamingjuríkt líf. Vand-
fundin eru meiri náttúrubörn en
hann, sem var næstum samgró-
inn ægifögru landslaginu, mjúk-
um mosanum, ilmandi heyinu.
Hvern einasta morgun fór hann
út og dáðist að listasmíð skapar-
ans, Staðarfjallinu, og allri feg-
urðinni sem við í minni sveit fáum
að njóta ókeypis. Gott þótti mér
að geta sýnt honum nýtt málverk
af Dyrfjöllunum daginn fyrir
andlátið. Hann brosti og augun
ljómuðu.
Hvert örsmátt viðvik þakkaði
hann mér fögrum orðum og kall-
aði mig gæsku sína eins og aust-
anfólki er tamt. Hvort sem ég gaf
honum bók, disk eða smáræði
sagði hann það allt of mikið.
Krafðist einskis en var ónískur á
sitt. Sagðist heppinn að hafa
fengið að njóta gleði í lífi og starfi.
Bóndi með stórum staf. Um það
geta kindur þessa heims og ann-
ars vitnað. Ég hygg að þær hafi
ásamt öðrum búsmala og fjölda
vina og ættingja tekið á móti hon-
um á völlunum grænu fyrir hand-
an. Sem smástrákur kvaddi hann
kennara sinn að vori með þessum
orðum: „Nú er fyrsta kindin bor-
in, nú er ég farinn í sumarfrí!“
Aftur kveður hann, farinn í verð-
skuldað sumarfrí og nóg að gera
fyrir hlýjar hendur.
Virðing og orðvendni, lykill að
góðu hjónabandi hans og
mömmu. Kurteis og prúður,
sagði aldrei styggðaryrði. Sögur
hans voru fullar af kímni og
speki. Þær mun ég varðveita.
Söknuðurinn er mikill en þakk-
lætið vegur þyngra. Takk fyrir
allt elsku pabbi minn. Ég bið að
heilsa í Sumarlandið.
Þín dóttir,
Ingunn V.
Nú er pabbi farinn í ferðina
sem við þurfum öll að fara að lok-
um. Kallið fékk hann heldur fyrr
en við höfðum reiknað með. Ég
býst því við að það hafi bráðvant-
að umhyggjusaman og duglegan
fjármann í Sumarlandinu. Með
þakklæti í huga kveð ég hann nú,
ekki bara sem góðan föður, held-
ur líka sem vinnufélaga og vin.
Við höfum búið undir sama þaki
mestallt mitt líf og unnið saman
flesta daga. Ef allir væru eins
gerðir og hann var myndu vanda-
mál heimsins vera mun færri en
þau eru í dag. Hann var umfram
allt heiðarlegur og laus við alla
græðgi, afskaplega nægjusamur
við sjálfan sig en leitaðist við að
uppfylla þarfir annarra. Hann
var einstaklega kurteis og forð-
aðist allar illdeilur en sagði þó
sína meiningu umbúðalaust ef
þess þurfti. Einnig var honum
snyrtimennska í blóð borin og fór
hann varla af bæ án þess að hár-
greiðan væri í vasanum. Hann
var einstakur dýravinur og fljót-
ur að hæna að sér öll húsdýr.
Mest hélt hann þó upp á kindurn-
ar og hafði þá reglu að þær fengju
allar sómasamleg nöfn sem hann
skrifaði svo með sinni fallegu rit-
hönd í fjárbókina. Pabbi var sér-
staklega minnugur og sagði
gamlar sögur á þann hátt að þær
voru jafn skemmtilegar í fyrsta
og tíunda sinn. Pabbi var einkar
heimakær en fór þó í nokkur
ferðalög með mömmu til að skoða
landið og hafði gaman af enda
fróður um örnefni og landafræði.
Í frístundum las hann gjarnan
ævisögur og þjóðlegan fróðleik,
var minna fyrir skáldsögur. Hann
lærði ungur á hljóðfæri og hafði
góða söngrödd, samdi lög og ljóð
og spilaði á rafmagnsorgelið sitt
fram á þetta ár. Ég held að pabbi
hafi kvatt þennan heim sáttur við
sitt lífshlaup, hann fékk að búa
alla ævi á staðnum sem honum
var kærastur og fékk að sinna því
starfi sem honum þótti skemmti-
legast til æviloka. Var lengst af
heilsuhraustur, átti gott hjóna-
band og eignaðist vænlegan hóp
afkomenda. Hann var ekki sú
manngerð sem fer fram á meira.
Hér á Desjarmýri verður skarð
hans seint fyllt, en við munum
reyna að hafa í heiðri þau gildi
sem hann stóð fyrir. Megi minn-
ingin um einstakan mann lifa um
ókomin ár.
Jón S. Sigmarsson.
Afi hafði þessa nærværu sem
var svo notaleg, það var alltaf svo
gott að sitja með honum við eld-
húsborðið hennar ömmu og
hlusta á hann segja sögur frá því
hann var lítill sem voru oftar en
ekki ævintýrum líkastar, eins
þegar ég fékk að að sitja með í
traktornum hjá honum, þá benti
hann mér á fjöllin í kring og sagði
mér hvað þau hétu og sögur um
þau.
Við áttum það sameiginlegt að
vera rosalega hrifin af list og öllu
því sem var fallegt og vandað,
enda var hann sjálfur mikill lista-
maður því skriftin hans var sú fal-
legasta sem ég hef séð og
dreymdi mig alltaf um að geta
skrifað eins og hann og geri enn.
Enda man ég eftir því þegar ég
var lítil að þegar afi settist við
skrifborðið sitt og var að skrifa
hugsaði ég alltaf að það mætti alls
ekki trufla hann því það hlyti að
vera rosalega erfitt að skrifa
svona vel.
Afi var einstaklega góður og
skemmtilegur maður, ég tel mig
mjög heppna að hafa átt hann að
sem afa.
Berglind Sesselja
Bjarnadóttir.
Á hverju sumri beið ég alltaf
spenntur eftir því fara til afa og
ömmu í sveitinni og vera hjá
þeim. Skemmtilegast fannst mér
þó þegar við afi fórum saman að
gefa lambánum á Stekkholti, þar
sem við sátum, og afi sagði mér
sögur af sjálfum sér og stundum
af fólkinu í gamla daga. Einnig
var alltaf rosalega spennandi af
fá að sitja í hjá honum á Zetorn-
um, og stundum fékk ég að stýra.
Síðasta sumar kom ég í heim-
sókn til ömmu og afa og átti góða
samverustund með þeim. Við fór-
um meðal annars saman að gefa
heimalningunum, sem voru nú
búnir að fela sig einhvers staðar,
en afi bara kallaði á þá og þeir
svöruðu um hæl og komu til hans.
Það var alveg greinilegt að afa
þótti vænt um dýrin sín og þeim
þótti vænt um hann. Og síðasta
daginn hjá ömmu og afa, síðasta
daginn í þessari heimsókn, vorum
við saman inni í svefnherbergi og
afi sagði hverja söguna á fætur
annarri, allt frá seinni heims-
styrjöldinni og þegar hann og Jón
á Sólbakka klifu upp á hæsta tind
Dyrfjalla fyrstir manna fyrir
rúmum 60 árum, þegar hann átti
að sitja til borðs með Danadrottn-
ingu. Ekki vissi ég þá að þetta
yrði í síðasta skiptið sem við
myndum hittast í bili, en ég mun
aldrei gleyma þessum degi sem
við áttum, og hann mun alltaf
eiga sess í mínu lífi.
Ólafur Ingi Bjarnason.
Elsku afi, sagt er að afar séu
með hár úr silfri en hjarta úr
gulli. Sú lýsing á vel við þig því ég
þekki engan sem hefur verið eins
góður við náungann og þú. Aldrei
hef ég heyrt þig segja ljótt orð og
manneskju eins og þig kalla ég
fyrirmynd. Sama hversu mikið ég
hef ærslast og klifrað upp um alla
veggi hefur þú aldrei haft á því
orð og sýnt minni miklu orku sem
krakki gríðarlega þolinmæði. Ég
man vel eftir þeim skiptum sem
ég sat og hlustaði á þig lesa fyrir
mig um Kalla kanínu og að hafa
velt fyrir mér hvernig væri hægt
að vera svona rólegur.
Allar ferðirnar skröltandi um
túnin í traktor eru mér líka of-
arlega í huga, mér fannst þú
reyndar ekki fara nægilega hratt.
Kannski hefur minn skarkali og
æðibunugangur bara verið nóg
fyrir okkur bæði.
Þegar ég kom og heimsótti þig
á spítalann fannst mér skemmti-
leg tilviljun að þar væri mynd af
bláklukku uppi á vegg en það
blóm minnir mig alltaf á þig. Þú
varst alltaf glaður og ánægður
með allt sem þú hafðir, ég hef líka
reynt að temja mér að njóta ham-
ingjunnar en stundum vill það
gleymast. Ég veit að þú hefur það
gott þarna hinum megin ásamt
góðum vinum og öllum dýrunum
sem þú hefur eytt ævinni í að
dekra við svo ég þarf ekki að hafa
neinar áhyggjur.
„Sælir eru hjartahreinir því
þeir munu guð sjá.“
Selma Margrét Sverrisdóttir.
Einhver mesta heppni í lífi
mínu er að hafa fengið að alast
upp í sama húsi og afi minn og
amma, það sé ég vel nú þegar ég
hugsa til baka við fráfall afa míns.
Ég man svo vel eftir því þegar ég
var alltaf með afa úti í fárhúsum á
sauðburði. Ég leit upp til hans og
langaði að verða bóndi eins og
hann. Allar kindurnar komu til
afa þegar hann fór út í fjárhús,
þær vissu hvað hann væri góður
við þær. Á sauðburði var ég orðin
vön að taka næturvaktirnar fyrir
hann. Launin voru ávallt gimbur
um haustið. Nú á ég margar góð-
ar kindur frá honum sem ég held
mjög mikið upp á. Afi var dugleg-
ur að hjúkra veikum lömbum og
kindum og þaðan kom áhugi minn
á því að læra dýralækningar í
framtíðinni. Ég mun aldrei
gleyma svipnum á afa þegar ég
sagði honum fyrst að mig langaði
að verða dýralæknir. Alltaf
fannst mér jafngaman þegar
hann var annaðhvort að segja
mér sögur frá því þegar hann var
lítill eða einhvern fróðleik um
kindur og fleira. Þáttur afa í upp-
eldi mínu á örugglega eftir að
nýtast mér vel í lífinu. Blessuð sé
minning þín, elsku afi minn.
Sylvía Ösp Jónsdóttir.
Það verður seint metið að
verðleikum fyrir stóran barnahóp
að alast upp í góðu nágrenni. Við
systkinin á Sólbakka nutum þess.
Desjarmýri á aðra hönd, Hof-
strönd á hina. Á Desjarmýri
bjuggu prestshjónin með börnin
sín Ingvar, Guðrúnu og Sigmar
yngstan, sem hógvær og hljóðlát-
ur að vanda kvaddi 1. apríl sl. og
hélt til æðri heima, þar sem hon-
um verður vel fagnað af foreldr-
um og systkinum. Sigmar var
okkar besti vinur, bar þar aldrei
skugga á. Margs er að minnast
frá þessum tíma. Sigmar sóttist
hvorki eftir auðæfum né völdum.
Heimilið hans og fjölskylda var
honum allt. Hann var einstaklega
fjárglöggur og góður hirðir. Sam-
viskusemin ávallt í fyrirrúmi í
hverju sem var. Eins og gengur
yfirgáfum við systkinin Sólbakka
nema Jón, sem býr þar enn. Þrátt
fyrir fjarlægðina hélst vináttan
óbreytt. Desjarmýrarbræður
kvæntust góðum konum og sátu
staðinn með sæmd árum saman.
Eiginkona Sigmars er Sesselja
Jónsdóttir frá Gunnhildargerði.
Henni verður seint fullþökkuð al-
úðin og umhyggjan sem hún
veitti móður okkar í ríkum mæli.
Sigmari Ingvarssyni hæfir best
heitið heiðursmaður. Hann
gleymist engum sem þekktu.
Blessuð sé minning hans
Sesselja og börnin hennar hafa
alla okkar samúð um þessar
mundir.
Fyrir hönd systkinanna frá
Sólbakka,
Þórunn Sigurðardóttir.
Vinur minn Sigmar J. Ingvars-
son er farinn yfir landamærin.
Ég sakna góðs drengs, en vinátta
okkar hefur staðið órofin frá
bernskudögum. Ég og kona mín,
Sigurlaug Sveinsdóttir, minn-
umst allra góðu stundanna með
þér og eftirlifandi konu þinni,
Sesselju Jónsdóttur, en þær voru
okkur miklar gleðistundir og
margt var rifjað upp frá gamalli
tíð, ekki síst sumarið góða sem
svo oft bar á góma. Verið gæti að
við ættum eftir að gamna okkur
við þær endurminningar, hver
veit. Fjölskyldu og ættingjum
vottum við samhygð okkar með
þökk fyrir allt.
Bragi Þ. Sigurðsson.
Sigmar J.
Ingvarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn. Takk
fyrir samveruna og fyrir að
passa kindina sem þú gafst
mér. Þú varst góður afi og
sagðir mér margar
skemmtilegar sögur. Mér
fannst gaman að koma í
sveitina til þín og ömmu og
þegar þú komst norður til
okkar. Kisi biður að heilsa.
Þín afastelpa,
Þórunn Eva
Snæbjörnsdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Hugrún Jónsdóttir
útfararstjóri
Rósa Kristjánsdóttir
útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
lögfræðiþjónusta
Gestur Hreinsson
útfararþjónusta
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Snævar Jón Andrésson
útfararþjónusta
Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
BALDUR HÓLM,
fv. bóndi á Páfastöðum,
Skagafirði,
er lést sunnudaginn 5. apríl, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
miðvikudaginn 15. apríl kl. 14.
.
Edda Skagfield,
Lovísa Baldursdóttir,
Albert Baldursson, Birna G. Flygenring,
Helga Baldursdóttir, Jón G. Valgarðsson,
Sólveig Baldursdóttir,
Sigurður Baldursson, G. Kristín Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.