Morgunblaðið - 11.04.2015, Page 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Gestum Hafnarborgar, menningar-
og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar,
gefst á morgun kostur á að kynnast
áhugaverðum ferli Jónínu Guðna-
dóttur leirlistarkonu. Sýning á verk-
um hennar, Vörður, stendur nú yfir í
Sverrissal Hafnarborgar og leitar
Jónína í verkunum aftur til bernsku
sinnar og mótunarára. Segir hún að
innblásturinn sé því sóttur til fyrsta
áratugar íslenska lýðveldisins.
Jónína er menntuð á Íslandi og í
Svíþjóð og á að baki fjölda einka- og
samsýninga víða um lönd. Verk
hennar eru í eigu allra helstu safna á
Íslandi auk safna í Þýskalandi.
Ferillinn spannar tæp 50 ár
Núverandi forstöðumaður Hafn-
arborgar, Ólöf K. Sigurðardóttir og
fyrrverandi forstöðumaður, Pétrún
Pétursdóttir, hyggjast á morgun
sýna myndir af verkum Jónínu frá
öllum ferlinum og ræða við listakon-
una um þær hugmyndir sem að baki
liggja en málstofan hefst klukkan 14.
Listaferill Jónínu hófst með námi
hennar við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands við upphaf sjöunda
áratugar síðustu aldar og verður allt
listatímabil hennar, þar til dagsins í
dag, til umfjöllunar í málstofunni.
„Það verður farið yfir þetta laus-
lega,“ segir Jónína en hún hefur um
árabil verið í framvarðarsveit ís-
lenskra leirlistamanna og vakti hún
snemma athygli fyrir einstaka nytja-
hluti. Hún hefur jafnframt þróað
sjálfstætt myndmál í listaverkum
sem bera þekkingu hennar á leirn-
um gott vitni um leið og einstakt
formskyn og hugmyndaauðgi eru
áberandi.
Jónína hefur verið iðin við ýmis fé-
lagsstörf í gegnum ævina. Hún var
til að mynda fyrsti formaður Leir-
listarfélagsins, stofnfélagi Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna
og félagi í Myndhöggvarafélaginu.
Sýningin á verkum hennar, Vörð-
ur, sækir titil sinn til meginverks
sýningarinnar. „Vörður er gólfverk
og spannar fyrstu tíu ár ævi minnar.
Fyrstu tíu ár lýðveldisins,“ segir
Jónína en hún er fædd árið 1943.
Hún finnur hugmyndum sínum sem
til sýningar eru form í skúlptúrum
og veggverkum þar sem saman fer
fjölbreyttur efniviður á borð við
steinsteypu, gler og leir.
Mannfólkið, rándýr og goggar
Á sýningunni má finna tvö önnur
verk auk „Varða“, miðverks sýning-
arinnar. Annars vegar er það verkið
„Finkur Darwins“ sem að hennar
sögn fjallar um breytileika tegund-
anna. Verkið er nákvæm eftirlíking
af ýmsum finkugoggum en með við-
bótum Jónínu.
Hins vegar er það verkið „Íslensk
rándýr“. Það er lágmynd og byggð
upp á píramída, segir hún. Verkið
rekur villt íslensk rándýr; fugla, refi
og minnka, ásamt mannfólkinu sem
situr undir þessu öllu, segir Jónína.
Sýningin var opnuð hinn 28. mars sl.
og stendur yfir í tæplega mánuð til
viðbótar, eða til 10. maí.
Bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar
Jónína segir að málstofan verði
þannig upp byggð að stoppað verður
við hvert verk þannig að farið verður
yfir þróunina í verkum hennar á
ferlinum „Af hverju og hvers vegna
munu þær Ólöf og Pétrún spyrja
mig,“ segir Jónína en hún segir að
málstofan hafi komið til í kjölfar
þess að verið var að spá í bókaútgáfu
með verkum hennar. „Mig langaði til
að byrja á því að tjá mitt eigið efni
og þær aðferðir sem ég nota í minni
myndlist,“ segir hún.
Finna má verk eftir Jónínu, sem
var útnefnd bæjarlistamaður Hafna-
fjarðar árið 2007, víða. Meðal verka
hennar er „Hringiða“ við Kára-
hnjúkastíflu Landsvirkjunar sem
var vígt árið 2009. Verkið stendur
við aðalstíflu Hálslóns á útsýnisstað
og er í raun útsýnispallur þar sem
sér yfir stóran hluta Hálslóns, til
Snæfells, yfir stíflumúrinn og niður í
Jökulsárgljúfur.
Þá má finna annað verk eftir hana
hjá kvikmyndafyrirtækinu True-
north en Jónína hannaði verðlauna-
grip Útflutningsverðlauna forseta
Íslands á síðasta ári.
Sótt til fyrstu ára lýðveldis
Morgunblaðið/Ómar
Listakonan „Það verður farið yfir þetta lauslega,“ segir Jónína Guðnadóttir um málþingið um verk hennar en fer-
illinn spannar tæp 50 ár. Málþingið hefst klukkan 14 í Hafnarborg á morgun, sunnudag.
Sýningin Vörður eftir Jónínu Guðnadóttur stendur nú yfir
í Hafnarborg Gestir geta kynnt sér feril hennar á morgun
Eyþór Franzson
Wechner heldur
orgeltónleika í
Langholtskirkju
á vegum Lista-
félags kirkjunnar
á morgun, sunnu-
dag, kl. 17.
Á efnisskrá eru
verk eftir m.a.
J.S. Bach, Diet-
rich Buxtehude,
Louis Couperin, John Stanley og
Vincent Lübeck.
Eyþór lauk BA-gráðu frá Hoch-
schule für Musik und Theater, Felix
Mendelssohn Bartholdy, í Leipzig í
Þýskalandi 2012 og MA-gráðu 2014.
Hann hefur starfað sem organisti
við Kristskirkju í Landakoti og sem
aðstoðarorganisti í Hallgrímskirkju
og Fella- og Hólakirkju.
Orgeltónleikar í
Langholtskirkju
Eyþór Franzson
Wechner
Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð fer í tónleika-
ferðalag á Suðausturlandi í
dag sem stendur til mánu-
dags. Í dag kl. 15 syngur
kórinn í félagsheimilinu
Hofgarði í Öræfum en á
morgun heldur kórinn
tvenna tónleika, í Hafn-
arkirkju í Hornafirði kl. 14
og í Djúpavogskirkju kl. 20
auk þess sem hann syngur á
Heilbrigðisstofnun Suður-
lands, Hornafirði. Á mánu-
dag heldur kórinn þrenna
tónleika, skólatónleika fyrir
nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar kl. 10 í Hafnarkirkju og kl. 11:30 fyr-
ir Framhaldsskólann í A-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika í
Skógum kl. 20.
Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um
er að ræða t.d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Aðgangur er ókeypis á
alla tónleikana. Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
skipaður 83 nemendum á aldrinum 16-20 ára. Stjórnandi kórsins er Þor-
gerður Ingólfsdóttir.
Tónleikaferðalag um Suðausturland
Stjórnandinn Þorgerður Ingólfsdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00
Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00
Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00
Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00
Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Sun 17/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00
Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Hystory (Litla sviðið)
Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00
Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k.
Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)
Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn
Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn
Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas.
Allra síðasta aukasýning.
Segulsvið (Kassinn)
Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn
Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson
Konan við 1000° (Stóra sviðið)
Sun 12/4 kl. 19:30 Aukas.
Allra síðasta aukasýning.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30
Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00
Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós)
Lau 11/4 kl. 20:00 Þri 14/4 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00
Sun 12/4 kl. 20:00 Mið 15/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00
Macho Man Saving History (Salurinn)
Sun 3/5 kl. 20:00
Sviðslistahátíð Assitej (Salurinn)
Þri 21/4 kl. 17:00 Fim 23/4 kl. 12:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Mið 22/4 kl. 9:30 Fim 23/4 kl. 15:00 Lau 25/4 kl. 16:00
Mið 22/4 kl. 17:00 Fös 24/4 kl. 9:00 Lau 25/4 kl. 18:00
Síðbúin rannsókn (Aðalsalur)
Mán 11/5 kl. 20:00 Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00
Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn)
Lau 30/5 kl. 20:00
The Border (Salurinn)
Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00
Endatafl (Salurinn)
Fös 1/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Fim 7/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00
Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00