Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag, laugardag, klukkan 15. Í Ásmund- arsal er sýning Ívars Brynjólfs- sonar ljósmyndara, Sýn á virkni þrívíðra rýma í tvívíðum miðli. Í sölunum á neðri hæð safnsins hefur Anna Rún Tryggvadóttir sett upp sýninguna Innbyrðis. Í tilkynn- ingu segir að innri virkni hlutanna, bindiefni þeirra, samspil og um- breyting séu viðfangsefni Önnu Rúnar, sem sýnir rýmisverk og teikningar. Ívar og Anna Rún opna í Listasafni ASÍ Reyndur Ívar Brynjólfsson sýnir í Ás- mundarsal og veltir fyrir sér virkni rýma. Danski leikarinn Sejer Andersen flytur ein- leikinn Vitus Bering eftir Gregers Dirck- inck-Homfeld í Sjóminjasafninu á Eyrar- bakka í dag kl. 15 og á morgun kl. 17. Vitus Bering (1681-1741) var danskur landkönnuður sem starfaði sem siglinga- fræðingur og höfuðsmaður í rússneska sjó- hernum þar sem hann lagði grunninn að landnámi Rússa við Alaskastrendur, en Beringssund er kennt við hann. Einleik- urinn, sem Andersen hefur sýnt um víða veröld, er leikinn á dönsku, en íslenskum texta varpað á vegg. Aðgangur er ókeypis. Vitus Bering leikinn á Eyrarbakka Vitus Bering Sejer Andersen í hlutverki sínu sem landkönnuður. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Warpaint er fjögurra manna hljómsveit frá Los Angeles, sem gaf út aðra og samnefnda breið- skífu sína í fyrra. Hún hefur upp- skorið mikið lof fyrir það verk og hefur verið áberandi í tónlistar- miðlum undanfarin misseri. Um- talið eiga meðlimir líka skuld- laust, á plötunni tókst þeim nánast að fullkomna þennan gotneska 4AD hljóm sinn en hún hljómar oft eins og síðari tíma Cocteau Twins séu að leika sér með Joy Division- lög. Hér er ég einfaldlega að reyna að skjóta upp mynd af hljóðheiminum, Warpaint-stúlkur eru síst einhverjar hermikrákur og hafa einmitt, hægt og sígandi, náð að draga fram athyglisverð sérkenni með þessum tilvísunum sínum. Síðpönk Hafandi fylgst nokkuð náið með sveitinni síðastliðið ár gekk ég eðlilega spenntur inn í O2 ABC tónleikahöllina í Glasgow. Sal- urinn var vel fullur og allir hip- sterar Glasgow og frændur þeirra líka voru mættir. Eftir sérdeilis hörmulegt upphitunarband stigu stúlkurnar loks á svið og fólk Upp á yfirborðið Svalar Warpaint í allri sinni dýrð, keikar bæði og klárar. fagnaði innilega. Þær hentu strax í spánnýtt lag, „I’ll Start Belie- ving“, sem kom út á smáskífu fyr- ir stuttu. Settið, sem var til- tölulega stutt, samanstóð svo af lögum af samnefndu plötunni og þeirri sem kom út þar á undan, The Fool (2010). Að fylgjast með þessari sveit á sviði var unaður og algerlega í takt við það sem ég hef séð á sjónvarpsklippum. Þetta er „inn-í-sig“ tónlist, meðlimir hlykkjuðust um sviðið í hálf- gerðum transi, týndir í tónlistinni sem er hægstreym, dulúðug og hjúpast einhvern veginn um þig. Sveimkennt flæðið var brotið upp með skerandi gítar sem er laug- aður upp úr síðpönksstíl þeim sem P.I.L., Gang of Four o.fl. kynntu til sögunnar á sínum tíma. Maður fann, sá og heyrði að kvartettinn hefur tiltölulega jafna verkaskipt- ingu og það byggir undir mjög svo lokkandi stemningu. Trymbillinn, Stella Mozgawa, var síðasta púslið í spilið á sínum tíma og hún límir framvinduna saman með eftirtekt- arverðri lipurð og bassaleikarinn Jenny Lee Lindberg leggur til snákslegar bassalínur (hún var kölluð Jenny Wobble í eina tíð, til heiðurs hinum mikla meistara, Jah Wobble úr P.I.L.). Gítarleik- ararnir tveir eru nokkuð ólíkir, Emily Kokal er hlédræg og virðist ágætis tónlistarmaður en seint væri hægt að kalla Theresu Wa- yman góðan gítarleikara í hefð- bundnum skilningi þess orðs. Sköpunargleði En spilamennska á pari við þá sem heyra má í útskriftarprófum FÍH er ekki málið. Warpaint snýst um spila- og sköpunargleði, að búa eitthvað til í sameiningu frem- ur en fingraæfingar. Andlegir for- verar Warpaint, The Slits og The Raincoats t.a.m., fylgdu „það er ekki málið hvað þú getur heldur hvað þú gerir“-heimspeki Einars Arnar fram í fingurgóma og þetta má heyra í tónlist Warpaint einn- ig. Söngnum er þá skipt syst- urlega yfir alla sveitina, enginn sérstakur forsöngvari var merkj- anlegur og sú nálgun, ef svo má segja, er enn ein rós í hnappagat þeirra stríðsmáluðu. Í inngangi tala ég um að þetta fereyki sé til fyrirmyndar og hvað meina ég nú með því? Jú, í afskaplega karllæg- um poppheimi hefur Warpaint siglt sinn kúrs með heilindi að vopni. Í upphafi voru þær mynd- aðar uppstilltar í hvítum kjólum og slíku en eftir að þær lögðu það fyrir róða, fóru að íklæðast skít- ugum gallabuxum og strigaskóm var eins og sveitin tæki að vaxa. Það er samt ekki svo að þær séu að rembast við að vera ókvenlegar (vonandi misskilst þetta ekki), maður fær einfaldlega á tilfinn- inguna að þær séu raunverulega að gera þetta á eigin forsendum, séu raunverulega að brjótast gegn því sem til er ætlast. Og það er eins og það gerist fyrst náttúrlega þegar fólk sleppir tökunum og fer að standa með sér, keikt og klárt. » Andlegir forverarWarpaint, The Slits og The Raincoats t.a.m., fylgdu „það er ekki mál- ið hvað þú getur heldur hvað þú gerir“-heim- speki Einars Arnar fram í fingurgóma.  Hljómsveitin Warpaint lék í Glasgow í liðinni viku  Fyrirmyndarfereyki sem er á miklu flugi um þessar mundir Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle Iceland fer fram í Norður- ljósum í Hörpu í kvöld kl. 18, en húsið verður opnað kl. 17.30. Sveit- irnar Auðn, Churchhouse Cree- pers, In The Company of Men, Narthraal, ONI og Röskun keppa um að komast á Wacken Open Air. Sérstakar gestasveitir kvöldsins verða The Vintage Caravan, Op- hidian I og Aeterna. Áhorfendur og dómnefnd sjá um að velja sigur- sveitina, en í dómnefnd sitja m.a. Árni Matthíasson blaðamaður, Stef- án Magnússon, aðalskipuleggjandi Eistnaflugs, Matti Riekki, ritstjóri Inferno Magazine í Finnlandi, Tom O’Boyle, blaðamaður hjá Metal Hammer í Bretlandi, Greg Moffitt, blaðamaður hjá Iron Fist Magazine í Bretlandi, og Yngve Christiansen, aðalskipuleggjandi Blastfest í Nor- egi, blaðamaður hjá Metal Hammer í Noregi og söngvari Blood Red Throne og Grimfist. Miðasalan er á harpa.is og midi.is. Wacken Metal Battle Iceland í kvöld Barátta Allt verður lagt í sölurnar í kvöld þegar keppt verður til úrslita í Hörpu. ÍSLENSKUR TEXTI ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D WILL FERRELL OG KEVIN HART HAFA ALDREI VERIÐ BETRI. ÓDÝRT KL. 2 OG 5 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN I Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.