Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 31

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 31
„Hcmuni voru blómin bræður, bjarkir dýrar fósturmæður.“ Þar sagði einnig fræðimannseðliö til sín. Um það bar gleggst vitni hið stóra safn, sem hann átti af þurrkuðum plöntum. En.Einar var fjölfróður um fleira en grösin á jörðinni. Hann var það einnig um bókmenntir og þó fyrst og fremst um íslenzka tungu, enda ágætlega ritfær og smekkvís á mál og stíl. Liggja eftir hann fjölmargar greinar í blöð- um og tímaritum. Hann var og skáld gott, og hafa þrjár ljóðabækur komið út eftir hann. Einar var í stjórn Sjálfsvarnar síðustu 5 árin og átti sæti í heimilisráöi sem fulltrúi vistmanna, er hann lézt. Einar var ágætur félagsmaður: samvizkusamur í störfum, einarður og heill í skoðunum og vildi ávallt það, er til góðs mætti horfa. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. HJÖRTUR KRISTJÁNSSON trésnn'Sameistari frá Isafirði, sem andaðist að Reykjalundi 28. júní síðastliðinn, þá nær sjötugu — var meöal hinna fyrstu starfsmanna Reykja- lundar og vann að byggingu fyrstu húsanna, sem reist voru þar. Hafði hann því dvalið þar sam- fleytt um 20 ára skeið, er hann lézt eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Seinna varð hann verkstjóri trésmíðaverkstæðisins og frá því fyrsta smíða- kennari iðnnema þar til sjúkdómurinn hefti hann frá störfum. Voru þeir því orðnir allmargir vist- mennirnir, sem lært höfðu hjá honum trésmíði. Hjörtur Kristjánsson var hvort tveggja, mikils metinn í starfi og mikils metinn sem maður. Hon- um var skyldurækni og heiðarleiki í blóð borinn. Hreinskilinn og einlægur í lund og Ijúfmenni í allri umgengni vann hann sér ástsæld allra, sem hann komst í kynni við. A heimili hans á Reykja- lundi og hinnar ágætu konu hans, Ingigeröar Sig- urðardóttur, þótti öllum gott að koma, enda voru þau sérstaklega samhent í því alla tíð að gera Reykjalundi og vistmönnum þar allan þann greiða og ánægju, sem þau máttu. Hefur þeim líka án efa oft veitzt sú gleöi að sjá margan glaðari fara af þeirra fundi en hann kom. Þau hjónin, Hjörtur og Ingigeröur, ferðuðust allmikið utan lands og innan og áttu mikið og gott safn litskuggamynda. Minnast vistmenn og aðrir margra ánægjustunda, er Hjörtur sýndi þessar myndir inni í „sal“ á Reykjalundi. Með Hirti á Reykjalundur á bak að sjá einum sínum ágætasta manni og einlægasta vini. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. HJÁLMAR HÓLMBERGSSON Þann 9. maí s.l. andaðist í Kristneshæli Hjálm- ar Hólmbergsson. Hann innritaðist í hælið árið 1940 og hafði því verið sjúklingur þar um tutt- ugu og fjögurra ára skeið — óslitið. ÁSur hafði Hjálmar dvalizt í sjúkrahúsum og hælum syöra, m. a. í Reykjahæli. Sjúkdómsleið hans var löng og þráfalt þrauta- full. En kall dauðans kom skyndilega og raunar óvænt. Siglt var við bráðan byr út á sæinn ókunna. Hjálmar Böðvar Hólmbergsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 5. apríl árið 1900. Hann var vestfirzkrar ættar og mun hafa dvalizt Reykjalundur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.