Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 46

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 46
sagt að hann ætti að fá hásæti og kórónu og ein- sýnt um það hvernig réttarhöldin í máli hans mundu ganga, og þá fór Bontsha eins og áður fyrr á jörðu niðri, — hann sagði ekki neitt. Hann varð svo hræddur, að hann gat ekki sagt neitt. Hann hafði hjartslátt, það setti að honum hroll, og hann var sannfærður um að þetta væri annað- hvort draumur eða vangá. Því þetta hvort tveggja þekkti hann, draum og aðgæzluleysi. Hversu oft hafði hann ekki dreymt, þarna hinum megin, þaðan sem hann kom, að hann væri að moka gulli upp af götunum, miklu gulli, auðæfum, — en þá er hann vaknaði, var allt þetta gull horfið, og hann sjálfur jafn aumur og hann hafði alltaf verið. Og hversu oft hafði hann séð að brosað væri við sér, talað til sín vinsamlega, en þegar sá hinn sami áttaði sig á því hver hann var, hvarf brosið heldur en ekki og í stað vinsamlegra orða var hrækt á hann. „Ætli þetta sé nokkuð öðruvísi,“ hugsaði hann, og þorði ekki að líta upp, þorði ekki að hæra legg né lið, svo draumurinn skyldi ekki hverfa, svo hann vaknaði ekki aftur á jörðu niðri, og það niðri í gryfju fullri af pöddum og viðbjóðslegum kvikindum. Og hann þorði ekki heldur að láta neitt til sín heyra, hann skalf og heyrði ekki lof- söngva englanna, sá ekki til þeirra, þar sem þeir voru að stíga sinn háttbundna dans umhverfis hann, heyrði ekki manns mál og gat því ekki svarað blíðskaparorðum Abrahams forföður okk- ar: „Friður sé með þér!“ Og þegar hann að síð- ustu var leiddur inn í dómssal himnaríkis, gat hann ekki svo mikið sem sagt „góðan daginn,“ því hann var máttlaus af hræðslu. Og þegar hann leit þessum ógnarhræddu aug- um á gólfið í dómssalnum, varð hann, ef verða mætti, enn hræddari. Því gólfið var úr fegursta alabastri, skreytt skínandi demöntum. „Og það eru mínir fætur, sem standa á þvílíku gólfi,“ hugs- aði hann. Hann varð viðutan af feimni. „Hvaða auðkýfingi, hvaða rabbína af hárri stétt, eða hvaða dýrlingi, skyldi svona vegsamleg stofa vera ætluð? Nú kemur hann bráðum inn, þessi auð- kýfingur, og þá verð ég látinn fara út.“ Hann leit niður fyrir sig og svo lét hann aftur augun. Svo angistarfullur var hann, að hann heyrði ekki þegar nafn hans var kallað: „Bontsha hinn þögli!“ Hann hafði svo mikla suðu fyrir eyrun- um, að hann heyrði ekki orðaskil, aðeins röddina, sem lét í eyrum honum eins og tónlist, eins og fiðlutónar. Að endingu heyrði hann þó nafnið sitt: „Bontsha hinn þögli!“ Og röddin sagði svo: Þetta nafn skal verða honum réttlætisskrúði, þess sem ríkur er í guði.“ „Hvað er þetta? Hvað er hann að segja?“ hugsaði Bontsha og undraðist stórum, en í því heyrði hann að tekið var fram í fyrir verjandan- um, en það var hann, sem hafði sagt þetta. „Rétt- lætisskrúði! Megum við biðjast undan þessu lík- ingamáli. Og helzt öllu háði líka.“ „Aldrei,“ sagði verjandinn, „aldrei kvartaði þessi maður, aldrei átaldi hann drottin sinn, né nokkurn mann, aldrei sá svo í augu honum, að þau skytu gneistum af heift, aldrei andmælti hann máttarvöldum himins- ins.“ Bontsha skildi ekki eitt orð, og nú tók saksókn- arinn aftur til orða harðri rödd og hrjúfri: „Mik- il er sú andagift! Ætli minna mætti ekki gagn gera.“ „Hann hefur þjáðst meira en dæmi eru til. Hann hefur þjáðst meira en Job,“ sagði verjand- inn. „Hver?“ hugsaði Bontsha. „Hver er þessi mað- ur?“ „Skilríkin á borðið, maður! Skrúðmælgi gagn- ar hér ekkert, höldum okkur við staðreyndir. Það er hið eina sem dugir,“ sagði dómarinn hárri röddu. „Þegar hann var níu nátta, var hann umskor- inn . ..“ „Sleppum svona þýðingarlausum smáatriðum. Þau eru .. .“ „. . . Þá fötuðust umskurðarmanninum hand- tökin, og það blæddi svo að hann réð ekki við neitt.“ 44 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.