Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 7

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 7
1. Lyfjagjajir, árangur þeirra, takmarkanir, aukaverkanir, ónæmi sýklanna o. fl. 2. Tilraunir í ýmsum löndum með lyfjagjafir til varnar berklum. 3. Félagsmál, þar á meðal starfseini berkla- varnafélaganna, þáttur leikmanna, áhrif fræðslu- starfsemi o. s. frv. Lækning berklaveiki með lyfjum Þingið í Tyrklandi 1959 ákvað að verja stórri fjárhæð til þess að reyna að komast að raun um hverjar væru aðalorsakir þess að lækning berkla- veiki með lyfjum misheppnaðist svo oft. Töldu margir þá, að aðalorsökin væri sú, að sjúkling- arnir tækju ekki lyfin reglulega, aðrir álitu, að ef sjúkdómurinn væri á háu stigi og lungnaskemmd- irnar útbreiddar, þá væri lækning með lyfjum ó- hugsandi. Dr. Bignall frá London stjórnaði til- raununum. 29 hæli í 21 landi tóku þátt í rann- sókninni. Sjúklingafjöldi í hverri rannsóknar- stöð var frá 5—50. Lyfjameðferðin sem fyrirskipuð var, var þessi: Fyrstu 12 vikurnar: 1 gr strept daglega, 100 mg isoniazid þrisvar á dag, 4 gr P.A.S. (sýran) þrisvar daglega. 13.—28. vika: Strept, 1 gr þrisvar í viku, isoniazid og P.A.S. eins og áður. 28.—52. vika: Strepti hætt, annars eins. Ræktanir á uppgangi frá sjúklingum fóru allar fram undir stjórn sömu aðila og sömuleiðis rann- sóknir á ónæmi sýklanna fyrir lyfjunum. Allir sjúklingarnir voru smitandi. Röntgenmyndir voru allar metnar af sömu sérfræðingunum. Árangur rannsóknarinnar var fyrst og fremst sá, að aðal- mistökin urðu vegna þess að sj úklingar tóku ekki lyfin reglulega. Af þeim sem héldu út og tóku lyf- in reglulega allan tímann, urðu 97—99% smit- lausir og röntgenmyndir sýndu lokun á holum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að furðulega mik- ið samræmi var í niðurstöðum hinna ýmsu hráka- rannsóknarstöðva og að næmið breyttist lítið, væru öll lyfin notuð. Meira en 2000 rannsóknir á uppgangi voru gerðar í 23 rannsóknarstofum í 21 landi. Til glöggvunar set ég hér útdrátt úr skýrslunni frá Póllandi: I byrjun voru 100 sjúklingar í meðferð, en eft- ir 52 vikur voru aðeins 76 eftir. 24 höfðu hætt meðferð af þessum orsökum: 1. 3 af social ástæðum (konur sem þurftu að stunda sín heimilisstörf). 2. 16 neituðu samvinnu. 3. 1 var rekinn af hælinu vegna ofdrykkj u. 4. 4 sjúklingar dóu snemma í meðferð. Allir með útbreidda berklaveiki, dóu allir úr hjarta- bilun. Af þeim 76 sjúklingum, sem voru í meðferð í 52 vikur, voru 75 smitlausir að þeim tíma liðn- um. Niðurstöðurnar, sem Pólverjinn komst að um gildi þessarar rannsóknar, eru eftirfarandi: 1. Jafnvel reyndir berklalæknar vanmeta lyfja- meðferðina. Álíta að 30—50% af opnum tilfell- um verði smitfrí. Flestir læknar efast um að hægt sé að lækna nærri 100% nýrra tilfella með lyfj- um. Þannig getur þessi rannsókn I.U.A.T. sann- fært lækna um, að þeir geta og verða að lækna nærri öll ný tilfelli, jafnvel þau alvarlegustu. 2. Rannsóknin á að sannfæra læknastéttina um nauðsyn reglubundinna lyfjagjafa og rannsókna. 3. Rannsóknin kenndi ekki aðeins þeim sjúkl- ingum, sem þátt tóku í henni, nauðsyn reglu og aga, heldur hafði hún einnig bætandi áhrif á alla sjúklingana í hælinu. Hvað viðkemur erfiðleikunum við að fram- kvæma lyfjalækninguna, má benda á eftirfarandi: 1. Aðalerfiðleikarnir voru að halda sjúklingun- um í hælinu, 16 fóru fyrir áætlun. Þeir voru aga- lausir og voru ekki sannfærðir um nauðsyn hælis- vistarinnar. 2. Ómögulegt reyndist að rannsaka þá reglu- lega, sem yfirgáfu hælið án leyfis. 3. Erfiðleikar skapast, þegar sjúklingar þoldu illa lyfin og þegar sýklarnir voru resistent í upp- hafi. 4. Sýklarannsóknirnar sýna, að resistence myndast ekki meðan lyfjameðferð sem þessi stendur yfir. Reykjalundur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.