Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 7
1. Lyfjagjajir, árangur þeirra, takmarkanir,
aukaverkanir, ónæmi sýklanna o. fl.
2. Tilraunir í ýmsum löndum með lyfjagjafir
til varnar berklum.
3. Félagsmál, þar á meðal starfseini berkla-
varnafélaganna, þáttur leikmanna, áhrif fræðslu-
starfsemi o. s. frv.
Lækning berklaveiki með lyfjum
Þingið í Tyrklandi 1959 ákvað að verja stórri
fjárhæð til þess að reyna að komast að raun um
hverjar væru aðalorsakir þess að lækning berkla-
veiki með lyfjum misheppnaðist svo oft. Töldu
margir þá, að aðalorsökin væri sú, að sjúkling-
arnir tækju ekki lyfin reglulega, aðrir álitu, að ef
sjúkdómurinn væri á háu stigi og lungnaskemmd-
irnar útbreiddar, þá væri lækning með lyfjum ó-
hugsandi. Dr. Bignall frá London stjórnaði til-
raununum. 29 hæli í 21 landi tóku þátt í rann-
sókninni. Sjúklingafjöldi í hverri rannsóknar-
stöð var frá 5—50.
Lyfjameðferðin sem fyrirskipuð var, var þessi:
Fyrstu 12 vikurnar: 1 gr strept daglega, 100
mg isoniazid þrisvar á dag, 4 gr P.A.S. (sýran)
þrisvar daglega.
13.—28. vika: Strept, 1 gr þrisvar í viku,
isoniazid og P.A.S. eins og áður.
28.—52. vika: Strepti hætt, annars eins.
Ræktanir á uppgangi frá sjúklingum fóru allar
fram undir stjórn sömu aðila og sömuleiðis rann-
sóknir á ónæmi sýklanna fyrir lyfjunum. Allir
sjúklingarnir voru smitandi. Röntgenmyndir voru
allar metnar af sömu sérfræðingunum. Árangur
rannsóknarinnar var fyrst og fremst sá, að aðal-
mistökin urðu vegna þess að sj úklingar tóku ekki
lyfin reglulega. Af þeim sem héldu út og tóku lyf-
in reglulega allan tímann, urðu 97—99% smit-
lausir og röntgenmyndir sýndu lokun á holum.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að furðulega mik-
ið samræmi var í niðurstöðum hinna ýmsu hráka-
rannsóknarstöðva og að næmið breyttist lítið,
væru öll lyfin notuð.
Meira en 2000 rannsóknir á uppgangi voru
gerðar í 23 rannsóknarstofum í 21 landi.
Til glöggvunar set ég hér útdrátt úr skýrslunni
frá Póllandi:
I byrjun voru 100 sjúklingar í meðferð, en eft-
ir 52 vikur voru aðeins 76 eftir. 24 höfðu hætt
meðferð af þessum orsökum:
1. 3 af social ástæðum (konur sem þurftu að
stunda sín heimilisstörf).
2. 16 neituðu samvinnu.
3. 1 var rekinn af hælinu vegna ofdrykkj u.
4. 4 sjúklingar dóu snemma í meðferð. Allir
með útbreidda berklaveiki, dóu allir úr hjarta-
bilun.
Af þeim 76 sjúklingum, sem voru í meðferð í
52 vikur, voru 75 smitlausir að þeim tíma liðn-
um. Niðurstöðurnar, sem Pólverjinn komst að
um gildi þessarar rannsóknar, eru eftirfarandi:
1. Jafnvel reyndir berklalæknar vanmeta lyfja-
meðferðina. Álíta að 30—50% af opnum tilfell-
um verði smitfrí. Flestir læknar efast um að hægt
sé að lækna nærri 100% nýrra tilfella með lyfj-
um. Þannig getur þessi rannsókn I.U.A.T. sann-
fært lækna um, að þeir geta og verða að lækna
nærri öll ný tilfelli, jafnvel þau alvarlegustu.
2. Rannsóknin á að sannfæra læknastéttina um
nauðsyn reglubundinna lyfjagjafa og rannsókna.
3. Rannsóknin kenndi ekki aðeins þeim sjúkl-
ingum, sem þátt tóku í henni, nauðsyn reglu og
aga, heldur hafði hún einnig bætandi áhrif á alla
sjúklingana í hælinu.
Hvað viðkemur erfiðleikunum við að fram-
kvæma lyfjalækninguna, má benda á eftirfarandi:
1. Aðalerfiðleikarnir voru að halda sjúklingun-
um í hælinu, 16 fóru fyrir áætlun. Þeir voru aga-
lausir og voru ekki sannfærðir um nauðsyn hælis-
vistarinnar.
2. Ómögulegt reyndist að rannsaka þá reglu-
lega, sem yfirgáfu hælið án leyfis.
3. Erfiðleikar skapast, þegar sjúklingar þoldu
illa lyfin og þegar sýklarnir voru resistent í upp-
hafi.
4. Sýklarannsóknirnar sýna, að resistence
myndast ekki meðan lyfjameðferð sem þessi
stendur yfir.
Reykjalundur
5