Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 19

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 19
Jafnvel örfá litbrigði á steinvölu ... Viðtal við EIRÍK SMITH, listmálara í maímánuði síðastliðnum skoðaði ég mál- verkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Listamaðurinn var Eiríkur Smith úr Hafnar- firði. Eg man ekki hvort það var sólskin úti þennan dag, en inni í Bogasalnum var mikið sólskin. Þar gat að líta litadýrð, eins og hún getur fegurzt orðið í þessu norðlæga landi — landi miðnætur- sólarinnar. Og þó var ég, maður hversdagsleikans, ekki mjög skyggn á þá fegurð, sem fyrir augun bar, ef miðað er við þá, sem gefinn er hæfileikinn til hinnar sönnu innlifunar í listina. Einmitt þess vegna gekk ég, nokkru síðar á fund listamannsins sjálfs, sem raunar er gamall vinur minn — til þess að leita frekari skýringa, ef verða mætti, að ég fengi dýpri skilning á verkum hans. í skúraveðri ók ég svo einn daginn með áætl- unarvagni suður í Hafnarfjörð. Ég steig út úr vagninum sunnarlega í Strandgötunni. Síðan keifaði ég upp brattann, upp í Kinnahverfið, unz ég fann Stekkjarkinn 19, sérkennilegt, en fagurt einbýlishús með unaðslegum garði í kring. Mér var þegar tekið tveim höndum af húsráð- anda, fornvini mínum, Eiriki Smith. Ég settist þegar inn í hina viðkunnanlegu íbúð, sem ber persónulegt svipmót af meisturum sínum, þeim hjónunum Bryndísi Sigurðardóttur og Ei- ríki Smith, sem bæði hafa að jöfnu lagt þar hönd að verki. Og við tókum að spjalla. Tal okkar beindist að ýmsu. Ég segi við Eirík, meðal annars: — Manstu eftir, þegar við kynntumst fyrst? Þá vorum við báðir sjúklingar og vissum ekki, hvað við tæki. Þá var það þín dægradvöl að teikna „kareki- tur“ af okkur hinum. Ég fleygði minni mynd. Mér fannst hún hræðileg. Þó mun hún hafa verið mik- ið svipuð mér. En sleppum því. Viltu segja mér lítið eitt af lærdómsferli þínum, Eiríkur? — Ég lærði'fyrst i Handíðaskólanum í Reykja- vík. Eftir það lá leið mín til Kaupmannahafnar, og þar var ég í tvö ár hjá Rostrup Boyesen við „Statens Museum for Kunst“. Eftir þann náms- tíma hélt ég til Parísar. Þar var yndislegt að vera og fleira að læra, en unnt er að lýsa í fáum orð- um. Fyrir skömmu lá leið mín aftur til Parísar. Þá ferðaðist ég einnig um Holland. Ég dvaldi um skeið í Amsterdain, og þar virti ég fyrir mér verk hinna ódauðlegu, gömlu meistara. Sennilega hef ég aldrei lært eins mikið á skömmum tíma og þá. Reykjalundur 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.