Reykjalundur - 01.06.1964, Page 19
Jafnvel örfá litbrigði á steinvölu ...
Viðtal við EIRÍK SMITH, listmálara
í maímánuði síðastliðnum skoðaði ég mál-
verkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins í
Reykjavík.
Listamaðurinn var Eiríkur Smith úr Hafnar-
firði.
Eg man ekki hvort það var sólskin úti þennan
dag, en inni í Bogasalnum var mikið sólskin. Þar
gat að líta litadýrð, eins og hún getur fegurzt
orðið í þessu norðlæga landi — landi miðnætur-
sólarinnar.
Og þó var ég, maður hversdagsleikans, ekki
mjög skyggn á þá fegurð, sem fyrir augun bar, ef
miðað er við þá, sem gefinn er hæfileikinn til
hinnar sönnu innlifunar í listina. Einmitt þess
vegna gekk ég, nokkru síðar á fund listamannsins
sjálfs, sem raunar er gamall vinur minn — til þess
að leita frekari skýringa, ef verða mætti, að ég
fengi dýpri skilning á verkum hans.
í skúraveðri ók ég svo einn daginn með áætl-
unarvagni suður í Hafnarfjörð. Ég steig út úr
vagninum sunnarlega í Strandgötunni. Síðan
keifaði ég upp brattann, upp í Kinnahverfið, unz
ég fann Stekkjarkinn 19, sérkennilegt, en fagurt
einbýlishús með unaðslegum garði í kring.
Mér var þegar tekið tveim höndum af húsráð-
anda, fornvini mínum, Eiriki Smith.
Ég settist þegar inn í hina viðkunnanlegu íbúð,
sem ber persónulegt svipmót af meisturum sínum,
þeim hjónunum Bryndísi Sigurðardóttur og Ei-
ríki Smith, sem bæði hafa að jöfnu lagt þar hönd
að verki.
Og við tókum að spjalla. Tal okkar beindist að
ýmsu. Ég segi við Eirík, meðal annars:
— Manstu eftir, þegar við kynntumst fyrst?
Þá vorum við báðir sjúklingar og vissum ekki,
hvað við tæki.
Þá var það þín dægradvöl að teikna „kareki-
tur“ af okkur hinum. Ég fleygði minni mynd. Mér
fannst hún hræðileg. Þó mun hún hafa verið mik-
ið svipuð mér.
En sleppum því. Viltu segja mér lítið eitt af
lærdómsferli þínum, Eiríkur?
— Ég lærði'fyrst i Handíðaskólanum í Reykja-
vík. Eftir það lá leið mín til Kaupmannahafnar,
og þar var ég í tvö ár hjá Rostrup Boyesen við
„Statens Museum for Kunst“. Eftir þann náms-
tíma hélt ég til Parísar. Þar var yndislegt að vera
og fleira að læra, en unnt er að lýsa í fáum orð-
um.
Fyrir skömmu lá leið mín aftur til Parísar. Þá
ferðaðist ég einnig um Holland. Ég dvaldi um
skeið í Amsterdain, og þar virti ég fyrir mér verk
hinna ódauðlegu, gömlu meistara. Sennilega hef
ég aldrei lært eins mikið á skömmum tíma og þá.
Reykjalundur
17