Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 49
hann skuldaÖi honum. Og svo kom nokkuð fyrir.
Þessi hefðarmaður tók aftur að aka í sínum
skrautlega og stóra vagni með gúmmíhjólbörð-
um, svo sem sæmir þeim manni, sem lent hefur í
gjladþroti og komizt upp aftur, en nú var það
ekki Bontsha, sem var vagnstjóri hans, heldur nýr
maður, en Bontsha var orðinn burðarkarl eins og
áður. Og hann varð fyrir þessum vagni, troðinn
fótum af hestunum, marinn af hjólunum. En þó
hann væri kvalinn af meiðslum, þagði hann.
Hann sagði lögreglumanninum ekki frá því, hver
að þessu var valdur. Og jafnvel á spítalanum,
þar sem öllum leyfist að hljóða, þagði hann
einnig. Hann lá einmana og aðhlynningarlaus í
bóli sínu, og læknarnir og hjúkrunarkonurnar
sinntu honum ekki, því hann átti lítið til að borga
með sér, en ekki möglaði hann. Hann þagði á
þeirri voðalegu stund, sem fór næst á undan
dauðanum, og í andlátinu þagði hann. Aldrei
möglaði hann, hvorki gegn mönnum né guði!“
Nú fer Bontsha aftur að titra af hræðslu. Því
hann veit, að nú muni saksóknarinn rísa upp og
höfða móti sér sakargiftir. Sjálftsagt mundi vera
nóg tilefni til þess. Því þegar Bontsha var á jarð-
ríki niðri, gleymdi hann ævi sinni jafnótt og hún
leið. Verjandinn hafði leitt hana fram fyrir hug-
skotssjónir hans og stutt hann til að rifja upp at-
vikin, og mundi nú ekki saksóknarinn hafa af
nógu að taka, að benda á allt hið illa, sem hann
hafði framið?
Saksóknarinn stendur upp. „Herrar mínir!“
segir hann hörðum og höstum rómi, en þagnar
svo. „Herrar mínir,“ segir hann aftur, og er nú
röddin orðin eitthvað mildari, en aftur rekur
hann í vörðurnar. Og í þriðja sinn lýkur hann
upp munni, og er nú öll harka horfin úr rödd-
inni: „Herrar mínir, hann þagði alltaf, ég ætla
líka að þegja.“
Það slær þögn yfir hinn mikla dómssal himna-
ríkis en síðan heyrist rödd dómarans úr dómara-
sætinu, þýð og ástúðleg: „Bontsha, sonur minn,“
— röddin eykst að magni eins og harpa sé sleg-
in, „sonur minn elskulegur ...“
Þá fer sálin í Bontsha að gráta. Hann ætlar að
opna augun, líta upp, en getur það ekki. Það er
svo sælt að gráta. Aldrei fyrr þótti honum sælt
að gráta. „Sonur minn, Bontsha minn . ..“
Enginn hefur talað svona til hans síðan móðir
hans dó, enginn með þvílíkri rödd.
„Sonur minn,“ segir dómarinn aftur, „þér hef-
ur alltaf liðið illa, og þú hefur aldrei sagt neitt.
Allur líkami þinn er kaunum sleginn, þér blæðir
úr ótal sárum, og hvergi í sál þinni er sá blettur,
sem ekki er særður og blóði drifinn. Og þú mót-
mæltir aldrei. Þú sagðir aldrei neitt. Þarna niðri
í hinum heiminum, tók enginn tillit til þín, og
þú kunnir ekki sjálfur að taka tillit til þín. Þér
skildist aldrei að þú þyrftir ekki að þegja, að þú
hefðir vel mátt hrópa, svo að hróp þitt hefði rof-
ið himininn kringum þig. Þú þekktir aldrei þau
öfl, sem í þér bjuggu blundandi. Þarna í hinum
heiminum, lygaheiminum, fékkstu engin laun fyr-
ir að þegja, en hér í himnaríki er veröld sann-
leikans, og hér skal þér verða launað. Þér, sem
hvorki er unnt að dæma né saka um neitt. Nú
færðu hlutdeild í himnaríki, og það ekki neina
smámuni. Nei, allt er þitt! Hvað sem þú óskar
þér. Allt er þitt!“
Þá lítur Bontsha upp í fyrsta sinn. Augun
blindast af ljósinu. Alls staðar er þessi ljómandi
birta, á veggjunum, á þessu mikla lofti, og engl-
arnir skina í ljósi, dómarinn líka. Hann lokar
augunum aftur.
„Er þetta satt?“ segir hann hálfringlaður.
„Það er satt,“ segir dómarinn. „Ég segi þér
satt, þú átt þetta allt. Allir hlutir í himnaríki eru
þín eign. Kjóstu! Taktu! Hvað sem þú óskar þér!
Því þú átt allt!“
„Já, það er þá satt?“ segir Bontsha, og er nú
röddin miklu styrkari, öruggari.
Og dómarinn og allt lið himnaríkis svarar:
„Það er satt! Satt! Satt!“
„Fyrst svo er,“ — og nú brosir Bontsha í fyrsta
sinn — „fyrst svo er, þá langar mig til að biðja
um, að mér verði gefinn volgur snúður með nýju
smjöri á hverjum morgni.“
Þá slær þögn á allt himnaríki, skelfilegri þögn
en þögn Bontsha’s nokkru sinni var, og dómarinn
Reykjaujndur
47