Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 42
mína ekki bitna á íslenzku þjóðinni, — rétt eins
og þegar Abraham sálugi var að semja við hann
um Sódómu og Gómorru forðum, — heldur
halda verndarhendi sinni yfir litlu skipunum okk-
ar. Og þarna á hólnum gerði ég þá einu heit-
strengingu, sem ég hef gert á ævinni, — annað
mál með efndirnar. Eg hét sjálfri mér því, að
reyna að gæta þess að lasta aldrei mat né van-
þakka, þó að ég neydidst til að búa við fábreytt-
an kost og fátæklegan, á meðan ég þyrfti ekki að
líða algeran skort, heldur reyna að bera saman
kjör mín og þeirra, sem ekkert hefðu til bjargar.
Hvort mér hefur tekizt að halda það heit, má guð
vita. Okkur mönnunum hættir of oft til að
gleyma að bera virðingu fyrir verðmæti hinna
nytsömu hluta, verðgildi gjaldsins og hinu dag-
lega brauði. Sérstaklega finnst mér ég of oft
gleyma því, er ég geng að hlöðnu vistaborði, að
ennþá, — árið 1964, — er heimurinn þannig á
vegi staddur, að til er fjöldi barna, sem aldrei
verða menn, sökum fæðuskorts. Lítil börn, sem
tína sorann af götunni í fæðu stað, rétta betliskál
að vegfaranda — eða leggjast hreinlega fyrir og
deyja úr hungri. Væri það nógu hugfast, yrði
síður aðfinnsla á munni, þó að eilthvað kynni
að skorta á fjölbreytni og gæði þeirra vista, sem
við eigum kost á að neyta.
Framh. á 64. bls.
40
Reykjalundur