Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 19
19 ast til fyrsti frystitogari lands- manna því bæði var skipið búið lestum fyrir saltfisk og einnig frystigeymslum og flökunarað- stöðu á dekki. Alls voru 50 manns um borð og tvískipt vinnsla en á frystingarvaktinni voru samtals 12 menn. Eins og gengur voru margir kynlegir kvistir um borð og þeirra á meðal sá þjóðfrægi leikari Flosi Ólafsson sem átti það til að spila á gítar og syngja bragi í borðsalnum fyrir skipsfélagana. „Við byrjuðum veiðar hér á heimamiðum í apríl 1953 og héldum síðan að áliðnum maí á mið við Vestur-Grænland þar sem við köstuðum trolli þann 25. maí. Í fyrstu fengum við ekk- ert en síðan gerði slíka mok- veiði að oft voru tekin tvö hol á morgnana og síðan legið í að- gerð það sem eftir lifði sólar- hringsins. Þetta var mjög smár fiskur, raunar svo smár að um þriðjungur af aflanum fór í gegnum lensportið í sjóinn aft- ur. En um borð var flatt, saltað og síðan landað í Esbjerg í Dan- mörku. Þarna var ég í tveimur túrum þetta sumar, vorum sex vikur í fyrri túrnum og ég man að aflinn í síðari túrnum var 400 tonn af saltfiski,“ segir Kristján en þeir Ásmundur voru ráðnir um borð upp á hálfan hlut. Þeirra verk var að vera í stíu á dekkinu, svokölluðu ponti, sem í var sjór og flatningsmennirnir hentu þangað fiskinum til skol- unar en hlutverk piltanna var að tína fiskinn upp í kassa sem síðan var losaður reglulega nið- ur í lest. Hnýttur var hnútur á snæri við hverja kassalosun og við vaktaskipti voru hnútarnir taldir og þannig var fylgst með magninu sem í lestina fór. „Þetta var hörkuvinna en alltaf blíðuveður. Þarna var enginn lagnaðarís en hins vegar gríðarlegir borgarísjakar, svo stórir að þeir stóðu í botni þarna á togslóðinni sem vel mátti sjá á því að það gætti á þeim flóðs og fjöru. Grænlands- veiðarnar voru mikið ævintýri og eftirminnilegt. Þarna var t.d. stór portúgölsk skúta, þriggja mastra doríufiskari en það eru litlir bátar, doríur, með einum manni á hverjum sem fóru út frá skútunni á morgnana með línu en komu síðan aftur með aflann að skútunni á kvöldin. Doríunum var síðan raðað á dekkið á skútunni á nóttunni, staflað hverri ofan í aðra. Það var sérstakt að fylgjast með þessum veiðiskap,“ segir Krist- ján og áður en sagt er skilið við minningar frá Grænlandsmið- um segir hann að þeir Ásmund- ur hafi fljótlega séð í fyrsta túrn- um að ekki væri framtíð í að standa í pontinu og því fóru þeir fljótt að æfa sig í flatningu. „Og við gættum þess vandlega að til okkar sæist úr brúnni en auðvitað sóttum við svo á yfir- mennina strax að fara á heilan hlut og í flatninguna eins og aðrir hásetar. Og það var geng- ið að því,“ segir Kristján og glottir. Hætt komnir Eftir 11 mánaða veru á Þorkeli Mána fór Kristján á nýjan leik heim á Hjalteyri á trilluna með Agnari. Á tveggja mánaða tíma vorið 1954 fiskuðu þeir 42 tonn af þorski á línuna í Eyjafirði, sem á verðlagi dagsins í dag væri um 15 milljóna króna aflaverð- mæti. „Ég man hins vegar ekki til þess að þetta hafi þótt mikil uppgrip þó aflinn væri mikill. Fiskur var ekki eins verðmætur þarna eins og síðar varð,“ segir Kristján en í einum róðri þetta vor segir hann að litlu hafi munað að illa færi. Tregfiskirí var á miðunum inni við Hjalt- eyri og því fór Agnar norðar í fjörðinn, allt norður fyrir Greni- vík. Þar var breiða af svartfugli og þarna ákvað aflamaðurinn Agnar að leggja línuna. Þetta var annan dag páska og veður eins og best verður á kosið. Eftir línulögnina fóru þeir að gera nestinu skil og Kristján henti út færi að gamni sínu og skipti engum togum að það var um- svifalaust fiskur á. Þar með hófu þeir að draga á færin og þegar vel var komið af fiski í trilluna byrjuðu þeir að draga línuna. „Sem voru mistökin því þegar það var búið var báturinn drekkhlaðinn. Venjan var að strengja segl yfir bátana við þessar aðstæður þannig að þeir fylltust ekki af sjó en þar sem ekki hreyfði vind ákvað Agnar að halda þess í stað beina leið til Hjalteyrar. Þegar komið var inn að Hauganesi byrjaði að Baldur EA 770 á Dalvík var áður breskur tundurduflaslæðari. Það var hlaðið á bátana eins og í þá komst á síldarárunum. Hér er Krist- ján skipstjóri að koma með góðan síldarfarm á Hannesi Hafstein til löndunar á Vopnafirði. Síldarkast á Björgúlfi sumarið 1966. Kristján skipstjóri í brúargluggan- um en á dekkinu er Sveinn Ríkharðsson og á brúarvængnum Marinó Jó- hannsson. Áhafnarmeðlimir á Júlíusi Björnssyni fá sér sundsprett sumarið 1957, 70 sjómílur norður af Siglufirði. Þeir þóttust vissir um að allir hákarlar væru sofandi og óhætt að dýfa sér! Frá vinstri: Björgvin Þorvaldsson, Pétur Sæmundsson, Kristján Þórhallsson og Reimar Þorleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.