Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 56

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 56
56 ið í að verja kvótakerfið síðustu 15-20 árin. Hann segist hins vegar vonast til þess að fólk sé loks búið að átta sig á því að þetta kerfi sé það skilvirka stjórntæki til ábyrgrar fiskveiði- stjórnunar sem útgerðarmenn hafi haldið fram. „Stór hluti baráttunnar hefur verið við misvitra stjórnmála- menn sem hafa ekki hikað við að fara á svig við staðreyndir í þeirri viðleitni sinni að fiska at- kvæði kjósenda. Sem betur fer sýnist mér nú að flestir pólitík- usar séu búnir að átta sig á því íslenskur sjávarútvegur er það sem hann er í dag vegna kvóta- kerfisins. Það er ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk en þetta fyrirkomulag, þ.e. kvótasetning með einum eða öðrum hætti, nýtur viðurkenn- ingar á meðal allra helstu fisk- veiðiþjóða heims. Útfærslan er ekki alls staðar hin sama en grunnhugsunin er eins.“ Veiðigjöldin veikja byggðirnar Smári er ekki kátur með veiði- gjöld á sjávarútveginn fremur en margir kollegar hans en seg- ir núverandi ríkisstjórn þó hafa lagað stöðu lítilla og meðal- stórra útgerða frá því fyrst eftir að gjöldin voru lögð á. „Við greiddum 550 milljónir í laun á síðasta ári og um 300 milljónir í skatta og gjöld til rík- isins. Ætli starfsemi okkar sé ekki á að giska 40% af umfangi útgerðar og vinnslu í Grundar- firði þannig að úr þessu litla samfélagi skilar sjávarútvegur- inn 750 milljónum til ríkisins og þá eru skattar af launum starfs- fólks ekki meðtaldir. Það sorglega er að þessi skatt- heimta í gegnum veiðigjöldin sogar fjármagn úr hinum dreifðu byggðum landsins og veikir undirstöður þeirra. Á sama tíma gengur ríkið á undan með slæmu fordæmi og dregur smám saman úr framlögum til þeirrar grunnþjónustu sem hvert samfélag getur illa verið án eins og löggæslu og heilsugæslu. Þá lokaði Lands- bankinn, ríkisbankinn sjálfur, útibúi sínu hér og starfsemi Ís- landspósts, sem er í eigu ríkis- ins, er aðeins svipur hjá sjón. Við gætum sem best annast þessa þjónustu í byggðarlaginu fyrir brot af þeim fjárhæðum sem renna í ríkiskassann. Það er alltaf talað um nauðsyn þess að efla byggð um landið en á sama tíma er kerfisbundið unnið að hinu gagnstæða. Nú- tímafjölskyldan gerir kröfur um sjálfsagða grunnþjónustu. Sé hún ekki fyrir hendi leitar fólk annað eigi það þess kost.“ Spennandi tímar framundan Smári er þeirrar skoðunar að það séu gríðarlega spennandi tímar framundan í sjávarútvegi. „Aflabrögð eru góð og tækni- framfarir ævintýri líkastar. Tæki- færin til að efla byggðir lands- ins eru fyrir hendi en þá verður einnig að vera svigrúm til fjár- festingar annars fer glansinn af þeirri framtíð sem við erum að horfa til. Veiðigjöldin leggja stein í götu sjávarútvegsfyrir- tækjanna og bitna með ósann- gjörnustum hætti á minni fyrir- tækjunum og einyrkjum sem eru eingöngu í útgerð en eru skattlagðir eins og þeir væru einnig með fiskvinnslu. Ég held að það hafi örugglega ekki ver- ið hugmynd fyrri ríkisstjórnar að stuðla að aukinni samþjöpp- un í sjávarútvegi en veiði- gjöldin munu að óbreyttu smám saman leiða til þess. Þeir sem ekki geta hagrætt lengur sjá þann kost einan að selja sig út úr greininni. Það ljóta við þetta allt saman er að það var búið að margsýna fram á alvar- legar afleiðingar veiðigjaldanna en stjórnvöld höfðu engan áhuga á að hlusta. Vonandi ber- um við gæfu til að snúa af þessari braut áður en það er um seinan,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.