Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 20
20 gola og þar með fór að gefa inn í bátinn, svo mjög að ég rétt hafði undan að dæla meðan Agnar strengdi seglið yfir. Ég var farinn að horfa í kringum mig hvort ég ætti möguleika á að synda í land ef illa færi en heim til Hjalteyrar komumst við. Þarna var teflt á tæpasta vað.“ Á fullt í síldina Eftir þetta lá leið Kristjáns á síldveiðarnar sem hann hafði alltaf haft augastað á. Raunar fékk hann nasaþefinn af þeim í einum túr á Agli Skallagríms- syni sumarið 1952 en sumarið 1954 réð hann sig á síldarbát- inn Baldur á Dalvík en þar í brúnni voru aflaskipstjórinn Ólafur Magnússon og Gunnar Jóhannsson stýrimaður. Baldur var áður breskur tundurdufla- slæðari og nokkuð sérstakur í útliti en brúin var hábyggð. Þetta sumar var örlagaríkt fyrir Kristján því einhverju sinni þurfti hann að stökkva af bátadekkinu niður í nótabátinn en kviðrifnaði lítillega við það sem aftur varð til þess að hann þurfti í aðgerð um haustið og var um tíma óvinnufær. Þá lá leiðin í Iðnskólann í nám vetrar- langt en aftur fór hann á Baldur sumarið 1955, þaðan í smíða- vinnu í Reykjavík en aftur lokk- aði sjávarsíðan fyrir norðan. Eft- ir að hafa m.a. unnið á síldar- plani á Raufarhöfn fékk Kristján skipsrúm á Júlíusi Björnssyni á Dalvík. Á þessum bát var Krist- ján raunar bæði háseti og seinna stýrimaður og skipstjóri en báturinn var síðan seldur til Mokveiði á þorski á Þorkeli Mána við vesturströnd Grænlands sumarið 1953. Hann var ansi smár þorskurinn en mikill afli og staðið í aðgerð sólarhringum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.