Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 50

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 50
50 Það er stafalogn í Grundarfirði þegar blaðamaður Ægis rennir í hlað. Snyrtimennska einkennir höfuðstöðvar viðmælandans og endurspeglar þann brag sem einkennir þetta samfélag á miðju norðanverðu Snæfells­ nesi. Það er hins vegar engin lognmolla í kringum Guðmund Smára Guðmundsson, fram­ kvæmdastjóra Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Smári, eins og hann er alla jafna kallaður, er nýkominn af sjávarútvegssýningunni í Brussel þegar fundum okkar ber saman. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. „Það er deginum ljósara að okkur hefur tekist bölvanlega upp í sölumálum íslenskra sjáv- arafurða á síðustu 15-20 árum. Hafi einhver verið í minnsta vafa um það voru tekin af öll tvímæli á sjávarútvegssýn- ingunni í Brussel núna í byrjun maí. Þar voru saman komnir all- ir sem vettlingi geta valdið í ís- lenskum sjávarútvegi og því miður fór ekkert á milli mála að við höfum að mestu tapað því forskoti sem við höfðum náð að skapa okkur á mörkuðum í Evrópu og víðar. Sárast af öllu var að sjá staðfestingu þess að Norðmenn hafa að mestu étið upp forskot okkar í markaðs- málum með úthugsuðu og samstilltu markaðsstarfi árum saman,“ segir Smári. Forskotið nánast horfið Hann er þó á því að Íslendingar séu enn herslumun á undan Norðmönnum, sem eru stórir á markaði og okkar helstu keppi- nautar. En í hverju liggur for- skotið? „Að baki því liggja fyrst og fremst þrjár ástæður,“ segir Smári. „Einstök gæði íslenskra afurða, afhendingaröryggi og sveigjanleiki framleiðenda. Við höfum öðlast mikla þekkingu á því hvernig við varðveitum gæði aflans sem best, allt frá veiðum og þar til hann berst neytendum víða um heim. Sem dæmi þá stýrum við hér hjá okkur veiðum ár fram í tímann. Um leið og kvótaúthlutun ligg- ur fyrir brjótum við markmið í veiðum niður í einingar sem henta þörfum kaupenda á ein- stökum mörkuðum. Veiðinni er svo stýrt kerfisbundið að eins miklu leyti og það er hægt eftir tegundum og ég reikna með að þannig stýri flest fyrirtæki sín- um veiðum hér heima. Það er einmitt þessi markvissa stýring veiðanna yfir árið sem gerir það að verkum að Íslendingar ná 40% meiri verðmætum út úr hverju kílói þorsks en Norð- menn.“ Þegar Smári er inntur eftir því hvað hafi farið úrskeiðis í sölumálum íslenskra sjávar- afurða segir hann skýringarnar margar en sökin liggi auðvitað fyrst og fremst hjá framleið- endunum sjálfum. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði: „Þurfum að vinna betur saman í markaðsmálum“ Makríllinn hefur reynst mikil búbót en Guðmundur Smári er ekki kátur með úthlutun veiðiheimilda og segir reglugerðina götótta. Starfsstúlkur í vinnslunni hjá Guðmundi Runólfssyni hf. sjá engu að síður ástæðu til að brosa. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson F isk v in n sla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.