Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 23
23 fór áratugurinn þegar bæði astikið kom í síldarbátana, kraft- blökkin einnig, skipin stækkuðu og mikill kraftur var í síldveiðunum fljótt eftir 1960. Bátarnir voru á síld á sumrin fyr- ir Norður- og Austurlandi en fóru síðan suður á vertíð á vet- urna. Þannig var gangurinn. Fjarverurnar voru miklar frá heimilum sjómannanna því oft- ast var farið strax 2. janúar og ekki komið aftur norður fyrr en í lok maí. Eftir að hafa verið stýrimað- ur á Júlíusi Björnssyni á Dalvík árið 1958 tók Kristján við fimm- tíu tonna bátnum Vilborgu frá Keflavík og var með hann um tíma en síðan tók hann við skip- stjórn á Hannesi Hafstein á Dalvík. Sá tími var nokkuð merkilegur því Kristján var fyrstur norðlenskra skipstjórn- armanna til að gera út á línu og net fyrir Norðurlandi á vetrar- vertíð. „Við fiskuðum um 600 tonn á vetrarvertíðinni 1961 en ein- hverra hluta vegna höfðu menn ekki reynt fyrir sér með netin hér fyrir norðan. Þrátt fyrir að það sýndi sig að hægt væri að ná þokkalegum afla á vetrarver- tíðinni hér heima héldu bátar áfram að fara suður á vetrarver- tíð mörg ár eftir þetta en smám saman fjölgaði bátunum á vetr- arvertíð fyrir norðan.“ Þessu næst tók Kristján við 100 tonna stálbátnum Baldri og var með hann í nokkur sumur á síld sem hann segir hafa verið góðan tíma. Síðan tók hann við Björgúlfi á Dalvík 1966 og Ljós- fara frá Húsavík 1967 og árið 1968 var ljóst að síldin var að hverfa af Íslandsmiðum og allt líf útgerðarmann og sjómanna að taka miklum breytingum. Kristján var eftir þetta um tíma í Norðursjó og síðan á minni bát- um á Dalvík áður en hann ákvað að fara í land en hann stýrði síðan til fjölda ára vinnslu í rækjuverksmiðjunni á Dalvík. Réri síðan á eigin smábát í nokkur ár áður en hann sagði endanlega skilið við sjó- mennskuna. „Hvarf síldarinnar var mjög skyndilegt og það var eins og eitthvað vantaði í tilveruna þegar þetta gerðist. Sjávarplás- sin gjörbreyttust, ekkert lengur m að vera á síldarplönunum og mannvirkin grotnuðu smám saman niður. Það var erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Krist- ján en að hans mati er engin ein skýring á því hvernig fór með síldarstofninn. „Við Ís- lendingar berum vissulega ábyrgð á hvernig við fórum með síldina en inn í þetta blandast m.a. líka veiðar í fjörðunum við Noreg þar sem veidd var smásíld á uppeldis- stöðvunum. Þegar allt lagðist saman hlaut niðurstaðan að verða sú sem varð.“ Trillan Vísir sem Agnar Þórisson á Hjalteyri átti. Kristján hóf sinn sjó- mannsferil á þessum báti. FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein). MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). NETAGERÐ Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein). Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Skólaakstur namsleidir.indd 1 21.3.2014 11:10:42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.