Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 54

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 54
54 Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. væru betri ef betur hefði verið staðið að stjórn sölumála okkar. Það er sárt að sjá þessi tromp, þessi flottu vörumerki Ís- lendinga, komin í hendur annarra.“ – En ef Norðmennirnir standa þannig að sínum markaðsmál- um að þeir hafa að mestu étið upp forskot okkar á markaði telurðu þá ekki rétt að fylgja í fót- spor þeirra og miðstýra mark- aðsmálunum? „Norðmenn setja ógnar- mikla peninga, sem koma beint úr greininni, í markaðsstarf. Stór hluti þeirra tekna kemur úr lax- eldi, þar sem Noregur er stór- veldi. Þeir miðstýra sínu mark- aðsstarfi í gegnum Norwegian Seafood Council en ég er ekki viss um að það sé endilega sú leið sem við eigum að fara – án þess að hafa úthugsað ein- hverja aðra leið fyrir okkur. Í mínum huga er hins vegar engin spurning að framleiðend- ur eiga að taka sig saman undir ákveðnum vörumerkjum,“ segir Smári og vísar m.a. til salt- fiskframleiðenda. „Þeir hafa bundist samtökum um að kynna íslenskan saltfisk á Spáni og í Portúgal með liðsinni ís- lenskra stjórnvalda í gegnum Ís- landsstofu. Það verkefni hefur gefið ágæta raun.“ Hann heldur áfram: „Við höf- um lagt umtalsverða áherslu á að skapa okkur sérstöðu í gegn- um vottun afurðanna okkar, m.a. með sérstöku íslensku upprunamerki, en ég fæ ekki séð að það hafi fært okkur framleiðendum neitt aukalega. En kannski má færa fyrir því rök staða okkar væri kannski enn veikari ef hennar hefði ekki not- ið við.“ Aukin krafa um ferskleika Smári segist hafa kynnt sér markaðsmál í Frakklandi. Neyt- endur þar, sem annars staðar, verði stöðugt betur upplýstir um heilnæmi matvæla. Kröfur um ferskar og rekjanlegar sjáv- arafurðir úr sjálfbærum fiski- stofnum aukast ár frá ári. „Neytendur gera stöðugt meiri kröfur um gæði afurða og ferskur fiskur er orðinn fyrir- ferðarmikill í öllum stórmörkuð- um. Við höfum lengst af stýrt veiðum þannig að þær séu í lágmarki yfir hásumarið. Mark- aðurinn vill hins vegar ferskan fisk allan ársins hring, líka á sumrin. Við verðum að laga okkur að því,“ segir hann og bætir við: „Íslenskir framleiðendur, sem eru að selja inn á sama markað, þurfa því að stilla betur saman strengi sína til þess að tryggja stöðugt framboð alla mánuði ársins. Þannig gætu okkar skip veitt eitt sumarið og svo skip samstarfsfyrirtækja það næsta og svo koll af kolli. Það er einmitt afhendingaröryggið, gæðin og sveigjanleikinn í framleiðslunni sem eru þeir þættir sem á annað borð gera okkur samkeppnisfæra við t.d. Norðmenn í þessari baráttu Davíðs og Golíats. Við erum að veiða 10-11 mánuði á ári en þeir moka sínum afla að mestu upp á fjórum mánuðum.“ Eins og að framan greinir segir Smári mikla orku hafa far- Frumkvöðlarnir og foreldrar Guðmundar Smára, Guðmundur Runólfsson og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, vaka yfir framkvæmdastjór- anum og fyrirtækinu af stórum málverkum sem prýða skrifstofuna. Faðir Smára lést 2011 en móðir hans 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.