Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 16
16 Mikið blómaskeið í sögu Hjalt­ eyrar við Eyjafjörð hófst árið 1937 þegar byggð var stór síldarverksmiðja á staðnum á undraskömmum tíma, aðeins örfáum mánuðum. Ekki einasta hefur skammur byggingartími verksmiðjunnar þótt eftirtekt­ arverður heldur ekki síður að takast skyldi að steypa þetta mikla mannvirki upp í vetrar­ frosti og snjóum. Árinu áður en síldarverksmiðjan á Hjalteyri var byggð fæddist þar Kristján Þórhallsson sem er viðmælandi Ægis að þessu sinni. Hann ólst upp við sjávarsíðuna á Hjalt­ eyri, fór á unglingsárum að vinna í verksmiðjunni og síðan lá leiðin í sjómennskuna sem hann síðan lagði fyrir sig að að­ alstarfi stóran hluta sinnar starfsævi. Allt snerist um síld á Hjalteyri „Það var mikið umleikis á Hjalt- eyri á sumrin og mikil vinna í verksmiðjunni yfir sumarið bæði fyrir heima- og aðkomu- fólk. Allt snerist um síldina og allir unnu í við bræðsluna sem vettlingi gátu valdið. Mínar fyrstu minningar eru af því þegar bátarnir voru að koma á vorin til að ná í næturnar og nótabátana og halda til veiða,“ rifjar Kristján upp en á þessum árum réru Hjalteyringar yfirleitt á trillum sínum vor og haust til að framfleyta sér því síldarver- tíðin ein og sér dugði ekki til lífsviðurværis. Kristján vann sem unglingur í þurrkhúsinu í verksmiðjunni en á sínum tíma þótti Hjalteyrarverksmiðjan með þeim allra fremstu hvað tækni varðar. Eins og áður segir var fyrst og fremst brædd síld í henni en þó minnist Kristján þess að um 1950 lögðu togarar upp karfa á Hjalteyri til bræðslu. Þrettán ára gamall byrjaði Kristján að róa með Agnari Þór- issyni, einum af trillukörlunum á Hjalteyri. „Faðir hans hafði ró- ið með honum en var orðinn eitthvað slakur til heilsu og þá fékk Agnar mig til að koma með sér. Á þessum tíma var beitt í bjóð og mitt hlutverk var að stýra bátnum og halda stefnu meðan Agnar tíndi út línuna og önglana. Allt var dregið á hönd- um og ég hef oft hugsað um að sennilega hefur engin kynslóð upplifað jafn örar breytingar í sjósókn og mín kynslóð hefur gert,“ segir Kristján. Fiskaflinn í Eyjafirði var oft góður á þessum árum og ýmsar tegundir sem fiskuðust en þá tíðkaðist að trillukarlar kæmu að bryggju við Torfunef á Akur- eyri og seldu aflann milliliða- laust. Þetta var þess tíma fisk- markaður. „Þarna komu frúrnar í bænum niður á bryggju til að velja sér fisk í matinn. Síðan var fiskurinn vigtaður með pundara og borgað á staðnum en ég man aldrei eftir að það væru neinar samningaviðræður um verð. Bara greitt það sem sett var upp á kíló.“ Ævintýri við Grænland Gott veiðisvæði trillukarlanna á Hjalteyri var skammt norðan við eyrina þar sem fjörðurinn þrengist á kafla. Þar lagði her- inn í stríðinu tvöfalda tund- urduflalínu yfir í Laufásgrunn en þegar stríðinu lauk hafði Sjómennskan togaði alltaf í mig Rætt við Kristján Þórhallsson, fyrrum skipstjóra á Dalvík Æ g isv iðta lið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.