Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Síða 16

Ægir - 01.04.2014, Síða 16
16 Mikið blómaskeið í sögu Hjalt­ eyrar við Eyjafjörð hófst árið 1937 þegar byggð var stór síldarverksmiðja á staðnum á undraskömmum tíma, aðeins örfáum mánuðum. Ekki einasta hefur skammur byggingartími verksmiðjunnar þótt eftirtekt­ arverður heldur ekki síður að takast skyldi að steypa þetta mikla mannvirki upp í vetrar­ frosti og snjóum. Árinu áður en síldarverksmiðjan á Hjalteyri var byggð fæddist þar Kristján Þórhallsson sem er viðmælandi Ægis að þessu sinni. Hann ólst upp við sjávarsíðuna á Hjalt­ eyri, fór á unglingsárum að vinna í verksmiðjunni og síðan lá leiðin í sjómennskuna sem hann síðan lagði fyrir sig að að­ alstarfi stóran hluta sinnar starfsævi. Allt snerist um síld á Hjalteyri „Það var mikið umleikis á Hjalt- eyri á sumrin og mikil vinna í verksmiðjunni yfir sumarið bæði fyrir heima- og aðkomu- fólk. Allt snerist um síldina og allir unnu í við bræðsluna sem vettlingi gátu valdið. Mínar fyrstu minningar eru af því þegar bátarnir voru að koma á vorin til að ná í næturnar og nótabátana og halda til veiða,“ rifjar Kristján upp en á þessum árum réru Hjalteyringar yfirleitt á trillum sínum vor og haust til að framfleyta sér því síldarver- tíðin ein og sér dugði ekki til lífsviðurværis. Kristján vann sem unglingur í þurrkhúsinu í verksmiðjunni en á sínum tíma þótti Hjalteyrarverksmiðjan með þeim allra fremstu hvað tækni varðar. Eins og áður segir var fyrst og fremst brædd síld í henni en þó minnist Kristján þess að um 1950 lögðu togarar upp karfa á Hjalteyri til bræðslu. Þrettán ára gamall byrjaði Kristján að róa með Agnari Þór- issyni, einum af trillukörlunum á Hjalteyri. „Faðir hans hafði ró- ið með honum en var orðinn eitthvað slakur til heilsu og þá fékk Agnar mig til að koma með sér. Á þessum tíma var beitt í bjóð og mitt hlutverk var að stýra bátnum og halda stefnu meðan Agnar tíndi út línuna og önglana. Allt var dregið á hönd- um og ég hef oft hugsað um að sennilega hefur engin kynslóð upplifað jafn örar breytingar í sjósókn og mín kynslóð hefur gert,“ segir Kristján. Fiskaflinn í Eyjafirði var oft góður á þessum árum og ýmsar tegundir sem fiskuðust en þá tíðkaðist að trillukarlar kæmu að bryggju við Torfunef á Akur- eyri og seldu aflann milliliða- laust. Þetta var þess tíma fisk- markaður. „Þarna komu frúrnar í bænum niður á bryggju til að velja sér fisk í matinn. Síðan var fiskurinn vigtaður með pundara og borgað á staðnum en ég man aldrei eftir að það væru neinar samningaviðræður um verð. Bara greitt það sem sett var upp á kíló.“ Ævintýri við Grænland Gott veiðisvæði trillukarlanna á Hjalteyri var skammt norðan við eyrina þar sem fjörðurinn þrengist á kafla. Þar lagði her- inn í stríðinu tvöfalda tund- urduflalínu yfir í Laufásgrunn en þegar stríðinu lauk hafði Sjómennskan togaði alltaf í mig Rætt við Kristján Þórhallsson, fyrrum skipstjóra á Dalvík Æ g isv iðta lið

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.