Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 26
26 „Í tilefni 40 ára kaupstaðaraf­ mælis Grindavíkurbæjar verður mikið lagt í dagskrá Sjóarans síkáta í ár, sérstaklega það sem snýr að fjölskyldudagskránni. Hér verður rjóminn af skemmti­ kröftum landsins alla sjó­ mannadagshelgina og dagskrá­ in er metnaðarfull. Sjóarinn síkáti er í anda okkar Grindvík­ inga, við gleðjumst þessa helgi með sjómönnunum okkar og gerum það með stæl alla sjó­ mannadagshelgina með glæsi­ legri dagskrá fyrir alla fjöl­ skylduna,“ segir Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frí­ stunda­ og menningarsviðs Grindavíkurbæjar um bæjarhá­ tíð Grindvíkinga sem haldin verður 30. maí­1. júní nk. Segja má að Sjóarinn síkáti sé fyrsta bæjarhátíð sumarsins á landsvísu. Aðsókn hefur verið mjög góð undanfarin ár en um 20 þúsund manns hafa verið í Grindavík á Sjóaranum síkáta. Hátíðin hefur verið haldin á annan áratug en fyrir fimm ár- um voru gerðar talsverðar breytingar á hátíðinni sem tek- ist hafa vel. Grindvískt ættarmót „Við vildum auka þátttöku heimafólksins og í leiðinni fá góða gesti í bæinn þessa helgi sem er orðin að eins konar grindvísku ættarmóti með til- heyrandi gestum sem hafa verið til mikillar fyrirmyndar. Með því að fá heimafólk til að skreyta bæinn og skipta honum upp í litahverfi varð í raun algjör sprenging í þátttöku Grindvík- inga. Föstudagskvöldið hefur fest sig í sessi með skrúðgöngu og skemmtilegu bryggjuballi og svo er líf og fjör alla helgina með tónlist, skemmtiatriðum, listviðburðum og uppákomum þar sem við leggjum upp úr fjöl- breyttri fjölskyldudagskrá alla helgina sem nær hámarki á sunnudeginum, sjálfum sjó- mannadeginum. Það besta við þessa bæjarhátíð okkar er að mínu mati hversu margir koma að henni og bjóða upp á fjöl- breytta og skemmtilega við- burði til heiðurs íslenska sjó- manninum og fjölskyldu hans,“ segir Þorsteinn. Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem öflug- asta fjölskyldu- og sjómanna- dagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin hátíðar- höld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfar- in ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu af efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Dagskrá fyrir alla Mikið er lagt upp úr því að Sjó- arinn síkáti sé umfram allt fjöl- skylduhátíð þar sem fjölbreytn- in er í fyrirrúmi. Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni og margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram á hátíð- inni í ár. „Við reynum að bæta um- gjörð hátíðarinnar á hverju ári í samvinnu við þá fjölmörgu að- ila sem koma að undirbúningi hennar en við höfum átt t.d. gott samstarf við Sjómanna- og vélstjórafélagið sem kemur myndarlega að hátíðinni, sér- staklega á sjómannadeginum sjálfum með skemmtidagskrá og heiðursviðurkenningum, kapp róðri, koddaslag og ýmsu fleiru. Við bjóðum alla lands- menn velkomna á Sjóarann síkáta,“ segir Þorsteinn. Tjaldsvæðið í Grindavík er glæsilegt og hefur aðsókn þar verið góð á Sjóaranum síkáta. Þar er nóg pláss alla helgina. Aldurstakmark er 20 ár og er næturgæsla á svæðinu þar. Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dagskráratriði eins og Pollapönk, dorgveiði- keppni sem nýtur mikilla vin- sælda, Brúðubíllinn sívinsæli, dans frá Danssmiðjunni í Reykja nesbæ, Skoppa og Skrítla, Einar Mikael töframaður, Brynjar Dagur sigurvegarinn í Iceland Got Talent, skemmti- sigling fyrir alla fjölskylduna, sjópulsan vinsæla verður í höfn- inni, vatnaboltar, hægt að fá reiðtúr með mótorhjóli, skemmtisigling, fara á hestbak, sprellleiktæki og hoppikastalar. Margt fleira er á boðstólum í Grindavík alla sjómannadags- helgina og dagskrána er hægt að nálgast í heild sinni á www. sjoarinnsikati.is. Litaþema hefur sett skemmtilegan svip á Grindavík um sjómannadagshelgina. Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík 30. maí til 1. júní: Glæsileg dagskrá í tilefni 40 ára kaupstaðar- afmælisins S jóm a n n a d a g u rin n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.