Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Síða 20

Ægir - 01.04.2014, Síða 20
20 gola og þar með fór að gefa inn í bátinn, svo mjög að ég rétt hafði undan að dæla meðan Agnar strengdi seglið yfir. Ég var farinn að horfa í kringum mig hvort ég ætti möguleika á að synda í land ef illa færi en heim til Hjalteyrar komumst við. Þarna var teflt á tæpasta vað.“ Á fullt í síldina Eftir þetta lá leið Kristjáns á síldveiðarnar sem hann hafði alltaf haft augastað á. Raunar fékk hann nasaþefinn af þeim í einum túr á Agli Skallagríms- syni sumarið 1952 en sumarið 1954 réð hann sig á síldarbát- inn Baldur á Dalvík en þar í brúnni voru aflaskipstjórinn Ólafur Magnússon og Gunnar Jóhannsson stýrimaður. Baldur var áður breskur tundurdufla- slæðari og nokkuð sérstakur í útliti en brúin var hábyggð. Þetta sumar var örlagaríkt fyrir Kristján því einhverju sinni þurfti hann að stökkva af bátadekkinu niður í nótabátinn en kviðrifnaði lítillega við það sem aftur varð til þess að hann þurfti í aðgerð um haustið og var um tíma óvinnufær. Þá lá leiðin í Iðnskólann í nám vetrar- langt en aftur fór hann á Baldur sumarið 1955, þaðan í smíða- vinnu í Reykjavík en aftur lokk- aði sjávarsíðan fyrir norðan. Eft- ir að hafa m.a. unnið á síldar- plani á Raufarhöfn fékk Kristján skipsrúm á Júlíusi Björnssyni á Dalvík. Á þessum bát var Krist- ján raunar bæði háseti og seinna stýrimaður og skipstjóri en báturinn var síðan seldur til Mokveiði á þorski á Þorkeli Mána við vesturströnd Grænlands sumarið 1953. Hann var ansi smár þorskurinn en mikill afli og staðið í aðgerð sólarhringum saman.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.