Húnavaka - 01.05.1987, Síða 11
JÓHANN GUÐMUNDSSON, Holti:
„Ég set bara strákinn þinn núna,
þú getur sagt honum tilu
Viðtal við Ólaf á Sveinsstöðum
Ólafur Magnússon, eða Ólafur á Sveinsstöðum eins og hann er nefndur manna
á meðal, hefur í áratugi búið gagnsömu búi á föðurleifð sinni. Auk búskaparins
hefur hann sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, sem honum hafa verið falin, fyrir
sveit sína og héraðið allt. Ólafur er hógvœr, Ijúfmannlegur í viðmóti og liggur lágt
rómur, en þegar hann lœtur skoðanir sínar í Ijós er það gert á þann hátt að eftir er
tekið. Hann er gamansamur í viðrœðu og kann á mörgu skil þótt hann segði þegar
ég bað hann um viðtal: ,,Eg held að þið grœðið ekkert á því að tala við mig. “
Nú ert þú fœddur hér á Sveinsstöðum Ólafur. Hvað hefur þú að segja um
forfeður þína og ábúð hér?
Já, ég er fæddur á bóndadaginn árið 1915. Foreldrar mínir voru
Magnús Jónsson og Jónsína Jónsdóttir. Magnús var ættaður héðan,
en Jónsína var frá Hrísakoti á Vatnsnesi. Sama ættin hefur nú búið
hér í rúm 140 ár, eða síðan Ólafur Jónsson langafi minn kom hingað.
Áður hafði önnur ætt búið hér í um 200 ár. Síðasti ábúandi þeirrar
ættar var Guðrún Jónsdóttir, Magnússonar, en hennar dóttir var
Guðrún Erlendsdóttir sem kennd var við Orrastaði, móðir Björns
Eysteinssonar og þeirra systkina. En þótt komin væri önnur ætt
hingað með langafa mínum, þá vildi þannig til að sonur hans, Jón
Ólafsson, sem var afi minn giftist konu af gömlu Sveinsstaðaættinni,
Þorbjörgu Kristmundsdóttur frá Kolugili i Viðidal. Þannig má segja
að sama ættin hafi búið hér uppihaldslitið i meira en þrjár aldir.
Kona mín var Hallbera Eiríksdóttir frá Neðra-Apavatni í Gríms-
nesi, fædd 9. júní 1919, dáin 9. desember 1971. Eignuðumst við sex
börn. Hún kom til náms í Kvennaskólann á Blönduósi og þar sáumst