Húnavaka - 01.05.1987, Síða 18
16
HUNAVAKA
venjuleg kerruhjól, og var hægt að koma fjórum til fimm sátum í röð á
grindina. Siðan var önnur röð sett ofan á þannig að það mátti koma
sjö til átta sátum á vagninn. Einn hestur var fyrir. Hann átti tvær
heygrindur sem allt heyið var flutt á heim. Þetta var ekki afkasta-
mikið, en það þurfti tiltölulega lítinn mannskap. Krakkarnir voru
látnir fara með vagnana og sátu þá gjarnan uppi á heyinu, klárarnir
röltu þetta.
A þessum tíma var lítið um hlöður, einstöku torfhlaða til þó. Því var
heyið sett í tóftir sem voru hlaðnar við hvert hús. Veggir að þeim voru
hlaðnir í meters hæð eða ríflega það til þess að varna því að vatn rynni
að heyinu. Þegar sett var í tóftirnar var heyið sett vel út á veggina
þegar kom upp af þeim til þess að vatn rynni ekki af þeim inn undir
heyið. Yfir sumarið var bætt nokkrum sinnum ofan á heyið í tóftinni
því að það vildi að sjálfsögðu siga, og reynt að hafa góðan hrygg á því.
Þegar gengið var frá tóftinni að hausti var þakið með torfi sem hafði
verið rist að vorinu og þurrkað. Til þess að halda torfinu kyrru á
heyinu voru settar á það spýtur langs eftir tóftinni, sett vírbönd yfir og
grjótsig í hliðarnar til þess að halda þessu niðri. Það þurfti ansi mikið
grjót til að öruggt væri að það færi ekki í veðrum. Að haustinu, þegar
gengið var endanlega frá tóftinni, var hlaðið torfusneplum í nokkurs
konar veggi frá tóftarveggjunum, upp með heyinu að torfinu til þess
að loka öllu saman. Nefndist það fyrirgerning. Það var ansi mikið verk
að búa þannig um að heyið færi ekki, því að ef storm gerði að hausti
eða vetri vildi þetta losna ef ekki var vel um búið. Ég man eftir því að
einu sinni þegar ég gekk á barnaskóla í Brekku, þá hvessti snögglega og
svona þak fór af heilli nokkuð langri tóft, tók alveg af í einu lagi,
stakkst á endann og yfir sig. Það er ótrúlegur kraftur að taka þetta
svona gaddfreðið með öllum spýtum og grjóti og velta þessu yfir sig.
Þetta var gríðarlegur bylur. Mig minnir þó að fyrirgerningin hafi verið
kyrr og haldið að heyinu, en ábyggilega hefur eitthvað tapast.
Var góð rista hér í Þinginu?
Það var ágæt rista bæði hérna og á Eylendinu. Menn gátu gengið
hiklaust að því að rista heytorfið. Og eins og sjálfsagt flestir vita var
það rist með ljá, torfljá, sem festur var á skammorf. Það voru tvö
handföng sem ljárinn var festur á milli. Það voru venjulega tveir sem
ristu og ristu sinn skurðinn hvor, hvor á móti öðrum. Síðan var tekin
spýta og sett á miðja torfuna. Að því búnu var annar endi torfunnar
tekinn og velt upp, en síðan tóku báðir í spýtuna og veltu torfunni úr