Húnavaka - 01.05.1987, Page 20
18
HUNAVAKA
var stofnað. Veiði var lítið stunduð frá öðrum bæjum í hreppnum
nema Vatnsdalshólum og Þingeyrum þangað til séra Þorsteinn kom í
Steinnes, þá lagði hann.
Hvernig var unnið að ádrœttinum?
Það var dálítið misjafnt. Strengurinn er stuttur og straumharður og
dálítið erfiður viðureignar. Þar þarf að fara með stutt net en vera
nokkuð fljótur, sérstaklega að fara á bátnum yfir. Eftir að búið var að
koma netinu yfir ána þá rann það skarpt ofan eftir og þá þurfti að hafa
nokkuð hröð handtök til að komast í land að austan og draga upp áður
en netið hrekti of langt niður eftir því það var ekki hægt að buga upp
nema á einum ákveðnum stað. Þarna höfðust ekki nema fáir laxar í
hverjum drætti, en það var kannski hægt að fara fleiri drætti hvað
ofan í annað, það var eins og laxinn færi ekki strax. Aftur var það
hérna sunnan við brúna, þar hagaði allt öðru vísi til því þar var áin
lygn og þar voru notuð net sem náðu alveg yfir ána. Þá var farið með
þau yfir á báti uppfrá og dregið svo í rólegheitum niður eftir, farið
síðan með annan endann yfir á brúnni og dregið upp sunnan við
brúna að vestanverðu. Laxinn lá venjulega rétt ofan við brúna og þá
var mesti vandinn að koma netinu nógu varlega að honum, að hann
færi ekki fyrir endann austur fyrir. Einnig þurfti að gæta þess að netið
færi ekki of nærri brúnni því þá var voðinn vís, þá stoppaði það og
laxinn fljótur að fara. Ef að ganga var í ánni þá var stundum hægt að
ná æði mörgum löxum í einu. Laxarnir lágu rólegir þangað til þeir
urðu varir við netið en þá kom hvik á hópinn og betra að vera ekki með
neitt hik.
Þegar dregið var i land gruggaðist náttúrulega ákaflega mikið upp
og vont að sjá til, og þá var nauðsynlegt að myndaðist góður poki í
netið til þess að laxarnir færu ekki yfir. Því voru menn látnir fara út
með netinu strax og hægt var til þess að halda við efri teininn og passa
að laxinn færi ekki yfir.
Allir laxar sem í land komu voru vigtaðir og faðir minn hélt alltaf
skýrslu yfir hvað veiddist og taldi það fram. Það voru talsverð bú-
drýgindi að veiðinni.
Hvenœr var íbúðarhúsið hérna byggt?
Það var byggt 1929. Þá var ýmsum erfiðleikum bundið að byggja.
Það var lítið um gott steypuefni hér nærri. Við sóttum mest út í
Steinnesmela, en það þurfti allt saman að harpa sem kallað var, sem
var að moka því á grind og sigta frá það fínasta, nota aðeins mölina.
i