Húnavaka - 01.05.1987, Síða 21
HUNAVAKA
19
Það var ágæt tíð veturinn áður og þá fluttum við faðir minn og ég
nokkuð af möl á hestakerrum. Þetta var mikil vinna, fyrst að harpa,
moka síðan í kerruna, keifa með þetta heim og sturta þar úr kerrunni.
Ég held að það hafi verið fast að helmingurinn af mölinni sem við
fluttum svona um veturinn.
Mér er svolítið minnisstætt að eitt sinn þegar við vorum að þessu
kom ég fram í Vatnsdalshóla. Þar var þá gamla konan Ingibjörg móðir
Kristjáns sem þar bjó. Hún var orðin gömul kerlingaranginn, og fór að
spyrja mig hvort það eigi að fara að byggja hjá okkur, og segir svo:
„Þið eruð byrjaðir að flytja mölina.“ ,Já,“ sagði ég „við erum aðeins
byrjaðir á því.“
„Það er gaman“ sagði gamla konan „því hálfnað er verk þá hafið
er.“ Mér fannst þetta hálf furðulegt þá að vera að tala um að verkið
væri hálfnað þegar við vorum rétt byrjaðir að flytja mölina í húsið. En
stundum hef ég hugsað um það síðar meir hvað þessi gamli málsháttur
hefur oft á tíðum mikið til síns máls.
Það var síðan byrjað að byggja húsið um vorið. Það kom hér smiður,
Ólafur Jónsson, vestan úr sýslu og einn lærlingur með honum 19. maí,
og þá var langt komið að grafa fyrir kjallaranum. Það voru fjórir menn
við það og unnu síðan áfram við bygginguna með smiðunum. Þá varð
að hræra alla steypu á palli.
Eftir að mölin var komin heim var hún sett í bera sem tveir menn
héldu á milli sín. Þegar komið var með mölina að hrærupallinum var
ausið á hana nokkrum fötum af vatni því það þurfti að þvo hana alla.
Síðan var þetta allt hrært með skóflu á pallinum. Það voru fjórir menn
sem hrærðu, tveir frá hvorum enda. Síðan þegar steypan var tilbúin
var hún sett í fötur og borin í mótin. Þetta þættu erfið vinnubrögð í
dag. Allt útlent efni, timbur, sement og annað var flutt með bílum frá
Blönduósi og þótti nýmæli því þetta var það fyrsta sem flutt var
þannig eitthvað að ráði fram um sveitir. Margir voru enn með kerrur
til flutninga. Það var byggt einu eða tveim árum fyrr í Steinnesi og þar
var allt flutt á kerrum. Það þótti ákaflegt „bríarí“ að flytja svona á bíl,
nota ekki hestana heldur. Út yfir tók þegar múrarin'n kom um haustið
til þess að múra húsið utan, þá líkaði honum ekki sá sandur sem hann
gat fengið hérna og vildi fá sand til þess að fínpússa úr, utan frá
Blönduósi. Þá var fenginn bíll með þetta fram eftir. Þætti ekki mikið í
dag. Ég man eftir að það kom sandbíll hingað heim og þá var hér
staddur ágætur bóndi úr Vatnsdal, og spurði hvað þessi bíll væri