Húnavaka - 01.05.1987, Page 30
28
HUNAVAKA
Byggingin var boðin út og samið við Björn Traustason bygginga-
meistara um smíðina. Hann skilaði húsinu fullgerðu í febrúar 1965.
Frágengið með innbúi kostaði það um fjórar milljónir króna. Miklir
erfiðleikar voru að fá peninga til að geta staðið í skilum við verktak-
ann, en Guðmundur var ötull við það sem annað er hann tók að sér.
Var í spaugi sagt að hann væri búinn að fá lán í öllum bönkum og
sparisjóðum í landinu. Eitt sinn var Guðmundur að tala við banka-
stjóra Landsbankans og þurfti þá að fá hálfa milljón, en bankastjóri
taldi fráleitt að lána svo mikið. Þá sagði Guðmundur. „Ekki trúi ég að
þú neitir bónda úr Húnavatnssýslu um 10 þúsund króna víxil.“ „Nei,“
það bjóst bankastjóri ekki við að hann gerði. ,Jæja, við erum 50
bændur í félaginu, við komum þá bara allir,“ sagði Guðmundur, og
peningana fékk hann.
Þessi húsbygging gjörbreytti allri aðstöðu veiðimanna, og hefur
skilað félaginu ómældu fé í hækkaðri leigu eftir ána. Það er algjör
nauðsyn að veiðimönnum líði í alla staði vel ef á annað borð á að selja
veiðileyfi.
f reisugildi sem haldið var í mars, þar sem boðið var öllum félags-
mönnum og talsvert fleirum, taldi Þór Guðjónsson veiðimálastjóri
þetta glæsilegasta veiðihús á landinu.
Reynt hefur verið að halda húsinu vel við og fyrir fáum árum var
það stækkað nokkuð og breytt svo aðgengilegra yrði.
Eins og ég gat um áðan var Guðmundur í Asi formaður félagsins og
á honum hvíldi framkvæmd þessi að verulegu leyti, þó byggingar-
nefnd væri sett með honum frá félaginu. Hann lagði mikla vinnu i
þetta og fór margar ferðir til Reykjavíkur, bæði við undirbúning og
eins fjáröflun. Og eins og allar aðrar framkvæmdir sem hann kom að
lagði hann metnað sinn í að þetta hús mætti verða sem myndarlegast
og best úr garði gert.
Árið 1978 byggði félagið annað hús fyrir silungasvæði árinnar.
Heitir það Steinkot og er nefnt eftir samnefndu eyðibýli sem það
stendur á í landi Másstaða. Þar hafa veiðimenn svefnpláss og aðstöðu
til að hugsa um sig sjálfir. Húsið hefur gjörbreytt sölu á veiðileyfum í
þann hluta árinnar.
Hvernig gekk að sameina bóndann og fe'lagsmálamanninn?
Lengi til að byrja með fór ekki mikill tími í félagsstörf. Það er frekar
á seinni árum sem vinna við þau hefur aukist, og þá mest eftir að
börnin voru komin upp. Nú, búið var heldur aldrei mjög stórt.
\