Húnavaka - 01.05.1987, Page 33
MAGNÚS BJÖRNSSON, Syðra-Hðli:
Verslunarfélag Vindhælinga
1899-1930
Verslunarstaðurinn Skagaströnd, hét áður Spákonufellshöfði, en
var í daglegu máli oftar nefndur Höfðakaupstaður. Eldir eftir af þeirri
málvenju enn um næstu sveitir, þegar talað er um Skagaströnd, því
hún er oftast nefnd aðeins „kaupstaður“. Skagastrandarnafnið kom
upp hjá einokunarkaupmönnum, er nefndu verslunarstaðinn eftir
sveitinni. Hefir nafnið Spákonufellshöfði eflaust verið þeim óþjált i
munni, en Danir eru kunnir að afbökunum á íslenskum nöfnum um
land allt. Eftir að verslanir urðu tvær í Höfðakaupstað, tóku Islend-
ingar það eftir Dönum að kalla gamla verslunarstaðinn Skagaströnd,
en hinn fékk nafnið Hólanes.
Það er gömul sögn, að kaupstaðurinn hafi áður fyrr verið vestan
undir höfðanum, við vík þá er þar gengur inn og kölluð er Vékelsvík
(oftast frb. Vækilsvik). Sést þar fyrir rústum og götutroðningum, og
haft er eftir gömlum mönnum sem nú eru látnir, að um miðja 19. öld
hafi enn sést þar festarhringur í klöpp við víkina, en ekki finnst hann
þar nú; er líklegt að sprungið hafi úr klöppinni og hringurinn farið í
sjóinn. Má telja líklegt að fyrsta verslun í Höfða hafi verið við Vé-
kelsvík, en snemma hefir hún verið færð þangað sem nú er hún,
sunnan og austan undir höfðann.
Ekkert verður um það sagt með vissu, hvenær verslun hófst með
fyrstu í Höfða. Á söguöld og liklega lengur var verslun helst á
Blönduósi við Húnaflóa austanverðan. Ég hefi ekki orðið þess var, að
Spákonufellshöfða sé getið sem verslunarstaðar fyrri en í tilskipuninni
um einokunina 1602. Var hann ein af þeim höfnum er kom í hlut
Helsingjaeyrarkaupmanna, en sjá má af ýmsu að Þjóðverjar hafa
verslað þar áður. Er sennilegt að verslað hafi verið í Höfða að staldri
frá því á 13. öld. Höfnin við Höfða þótti ávallt slæm og var á einok-