Húnavaka - 01.05.1987, Page 34
32
HUNAVAKA
unartímum illræmd sakir ísa og illviðra. Algengt var að skipum
hlekktist þar á, slitnuðu upp, festust i ís eða ráku að landi. Vildi og
sigling verða stopul þangað á stundum. Kaupstaðurinn var í landi
Spákonufells og greiddu einokunarkaupmenn framan af leigu og lóð-
argjald en hættu því 1733. Var sá skattur eigi greiddur þaðan í frá
hversu sem eftir var gengið. En búanda í Höfðahólum voru árlega
greiddir 60 fiskar fyrir landusla og átroðning.
A einokunartimum var Höfðakaupstaður talinn með hinum rýrari
höfnum, því fiskverslun var þar lítil. Kaupmenn lögðu þá alla áherslu
á að henda sem mest af fiski en hirtu minna um landbúnaðarvörur því
þær voru í lægra verði og ekki eins útgengilegar ytra. Sjávarafurðir
voru þá sáralitlar seldar i Höfða þvi útvegur var á þeim dögunt litill á
Skagaströnd og oft ekki aflað umfram það, sem þurfti til heimilisþarfa.
Húnaþing allt átti verslunarsókn að Höfða og þóttu kaupstaðarferðir
langar og erfiðar vestan úr Miðfirði. Skagamenn versluðu einatt i
Höfða þó þeim væri ætlað að sækja til Hofsóss og likaði Hofsóss-
kaupmönnum það illa. Höfðakaupstaður og Reykjarfjörður voru
ávallt leigðir saman og oftast sent eitt skip á þær hafnir báðar, en
með því að þessir kaupstaðir þóttu í rýrara lagi var látin fylgja þeim
fiskihöfn á Suðurlandi, oftast Keflavik. Til lítils þótti að slægjast í
Höfða og Reykjarfirði.
Eftir að verslun var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs 1787,
sást ekki að hún breyttist í neinu i Höfðakaupstað. Þar var lengi enn
eftir það, aðeins ein verslun og því fullkomin einokun, þvi lausakaup-
menn eða spekúlantar komu ekki til að versla hér svo getið sé fyrri en
löngu síðar. Chr. G. Schram hét kaupmaður i Höfða framan af 19. öld.
Var hann merkur maður um margt og drengur góður og ilentist hér til
fulls. Ekki þótti samt góð verslun hans og breyttist ekki til batnaðar
þar fyrri en Gísli Simonarson hóf verslun í Höfðakaupstað. Hann var
kominn af blásnauðum foreldrum og alinn upp við hungur og harð-
rétti og átti verstu æfi fram til fullorðinsára, en með dugnaði sínum og
kjarki tókst honum að koma sér svo við að hann var um tíma einn
umsvifamesti kaupmaður á landinu. Gísli var gáfumaður en nokkuð
óheflaður í tali og háttum og sást lítt fyrir. En ágæt þótti verslun hans.
Hann seldi útlendar vörur lægra verði en áður þekktist og aðrir
kaupmenn gerðu og gaf þó betur fyrir innlendan varning. Afgreiðslu
alla lét hann ávallt vera skjóta og góða. Gísli kom fyrst í Höfðakaup-
stað 1826 og hafði þá þrjú skip. Var það Húnvetningum nýjung, því