Húnavaka - 01.05.1987, Page 36
34
HUNAVAKA
í skopi. Bergmann hafði síðan verslun á Hólanesi og voru eftir það
oftast tvær verslanir í Höfðakaupstað. Þau urðu lok Gísla Símonar-
sonar, að hann féll út úr vagni á stræti í Kaupmannahöfn nálægt
nýjári 1836 og beið af bana. Komst verslun í Höfðakaupstað þá aftur í
hendur Dana og þótti misjöfn og aldrei svo góð sem verið hafði hjá
Gísla. Verslun var þar nú mikil orðin og sóttu þangað Austur-Hún-
vetningar allir og Skagfirðingar flestir vestan Héraðsvatna. Var þar
fjölmennt mjög í kauptíðum og stundum nokkuð sukksamt eins og
vænta mátti á brennivínsöldinni.
Kaupmenn þeir sem verslun höfðu í Höfða voru sem fyrr segir
danskir og sátu sjálfir í Höfn en höfðu hér verslunarstjóra. Gáfust þeir
misjafnt alþýðu manna og verður þó ekki annað sagt um þá flesta en
þeir væru sæmilega látnir. Enda rénaði nú óðum sú tilfinning er
rikjandi varð á einokunaröldunum, að kaupmenn og búðarlokur væru
langt hafnir yfir alþýðu manna. En hitt vissu flestir, að þeir sem
verslanirnar áttu, hugsuðu um það mest, að græða sem skjótast og
ríflegast á viðskiptunum og voru menn því orðnir sæmilega vanir. Til
þess voru og dæmi, enn sem fyrri, að efnamenn og þeir sem nokkuð
áttu undir sér, nutu betri kjara en aðrir sem fátækir voru og um-
komulitlir.
Ekki víluðu kaupmenn fyrir sér að flytja skemmda vöru til íslands
og selja þar, og þótti sem einokunarkaupmönnum áður flest fullgott í
fslendinginn. Frægt dæmi þess er ormakornið 1869. Var kornið kvikt af
svörtum pöddum og var því haldið að mönnum og selt sem óskemmt
væri. Gekk það illa út sem vonlegt var en þó urðu snauðir menn og
vesalingar margir til að lúta að því heldur en hafa ekkert. Kornið var
síðan hitað í potti yfir eldi og velt um sjóvettlingi. Skriðu pöddurnar
þá í vettlinginn. Varð þá einhverjum að orði, er hann sá hve ríkulega
uppskeru hann fékk í vettling sinn úr einni skeppu, að nógar væru
helv. pöddurnar á fslandi þó ekki væri reidd inn viðbót frá Danmörku.
Ekki var að jafnaði þurrð á brennivíni i verslunum í Höfðakaup-
stað, en orð fór af því að sá varningur væri sjaldan seldur ósvikinn.
Einkum hafði „lekabyttu“ vínið svokallaða á sér misjafnt orð.
Óánægjan út af ormakorninu var ein ástæðan til þess, að hafist var
handa um að stofna „Félagsverslunina við Húnaflóa“, er svo var
nefnd, 1869. Það félag hafði verslun á Borðeyri og Grafarósi en klofnaði
síðan í tvö félög. Þau voru stofnuð sem hlutafélög og hlutur hver upp á
25 ríkisdali eða 50 krónur. — Þess hefði tæpast verið að vænta, að