Húnavaka - 01.05.1987, Side 37
HUNAVAKA
35
Vindhælingar tækju mikinn þátt í þeim félagsskap, þar sem verslun-
arstaður var í hreppnum og hæg heimatökin kaupmönnum og versl-
unarstjórum í kaupstaðnum að spilla fyrir félagsversluninni, enda
trautt við þeim félatgsþroska að búast hjá Vindhælingum í þá tíð, að
þeir vildu leggja á sig að sækja verslun til Grafaróss, eins og samgöngur
voru þá. Þó var svo, að 1877 áttu Vindhælingar 21 hlut í Grafaróss-
félaginu en af þeim átti Árni Sigurðsson í Höfnum 15, enda var hann
þá langefnaðastur bóndi í hreppnum og áhugasamur dugnaðar-
maður. Hlutdeild Vindhælinga má efalaust mest þakka félagsstjóra
Grafaróssfélagsins séra Jóni A. Blöndal. Hann hafði áður verið prestur
á Hofi á Skagaströnd og látinn mjög vel. Félag þetta átti sér skamma
æfi og lagðist niður 1878, en stuttu síðar 1884, reis upp á rústum þess
annað félag, pöntunarfélag er hafði bækistöð á Sauðárkróki. Það félag
verslaði við Coghill og hafði að gjaldeyri mestmegnis hross og sauði á
fæti. Sama var og um Kaupfélag Skagfirðinga er stofnað var upp úr
pöntunarfélaginu 1889. Þá var séra Sigfús Jónsson, sem nú er fram-
kvæmdastjóri kaupfélagsins prestur í Hvammi og deildarstjóri í Skef-
ilsstaðahreppsdeild. Var það þá nokkur ár, einkum 1895-1896, að
ýmsir Vindhælingar skiptu við félagið, einkum pöntun er greidd var í
hrossum eða sauðum. Má þar einkum nefna þá feðga Árna hrepp-
stjóra Jónsson á Þverá og Björn son hans, þá bræður Jens Jósefsson á
Spákonufelli og Jóhann á Finnsstöðum, Kristmund Þorbergsson á
Vakursstöðum og ýmsa menn aðra. Hvatti Árni hreppstjóri mest til
þessara viðskipta. En ekki urðu þau langvinn, því erfitt þótti til sóknar
yfir fjöll, svo langa íeið.
Kaupfélag Húnvetninga var stofnað haustið 1895. Á stofnfundi var
Jón prestur Pálsson á Höskuldsstöðum og tók hann að sér að stofna
félagsdeild í Vindhælishreppi. Ræddi hann það mál við ýmsa máls-
metandi menn í hreppnum og voru flestir þess fýsandi, að horfið yrði
að því ráði. Deild var þó ekki stofnuð formlega að svo komnu. En
nokkrir menn í hreppnum innanverðum pöntuðu vörur með umsjá
séra Jóns árin 1896-1898 og sat sr. Jón fundi félagsins þessi ár sem
fulltrúi Vindhælishrepps. Kaupfélagið hafði þó ekki ráð á húsrúmi
neinu og þótti það heldur bagalegt. Var vörunum hlaðið saman úti og
breidd yfir segl eða aðrar verjur gegn vætu en annars urðu menn að
taka við vörum, er pantaðar höfðu verið, strax og þær voru á land
komnar.
í janúar 1899 var fundur haldinn að Bergi til að ræða um stofnun