Húnavaka - 01.05.1987, Page 39
HUNAVAKA
37
kom það fyrir, að kindur frá bónda einum fátækum er hann lét upp í
pöntunarskuld, reyndust allar of léttar til útflutnings. Deildarstjórinn,
Árni Árnason, réði þá af í samráði við ábyrgðarmennina að slátra
kindunum og verja þeim þannig upp í skuldina. Nú töldu óvildar-
menn félagsins mann þennan á að stefna deildarstjóra og gera hann
óheimildarmann að kindunum. Minna varð þó úr en til var stofnað og
sættist hann á málið jafnsætti. Þá var ekki trútt um að menn væru
taldir á að refjast um að greiða skilvíslega skuldir sínar við félagið. Um
verðlag var ekki hægt að sakast, því það var nær því undantekning-
arlaust mun lægra á útlendri vöru en í kaupmannaverslunum, og á
sumum tegundum miklu lægra. Verð á innlendri vöru var eins hátt og
stundum hærra hjá félaginu. Var lengi gerður árlega samanburður á
verði helstu vara hjá félaginu og verslunum á Skagaströnd og Hólanesi
og hlaust aldrei uppþot af eins og átti sér stað löngu síðar, er Kaupfé-
lag Húnvetninga gerði samskonar samanburð og málaferli hlutust af
sem kunnugt er.
Nú tóku ýmsir fremstu menn kaupfélagsins í hreppnum að hreyfa
því, að deildin segði skilið við Kaupfélag Húnvetninga og gerðist
sjálfstætt félag. Þeir menn er mestu réðu í kaupfélaginu voru því
yfirleitt mótfallnir, álitu að það mundi veikja félagið sjálft en töldu á
hinn bóginn ekki liklegt að félag, svo fámennt og kraftlítið, sem félag
fyrir Vindhælishrepp einan hlyti að verða, gæti náð nokkrum varan-
legum þrifum. Á deildarfundi á Bergi 7. mars 1907, var mál þetta tekið
til rækilegrar meðferðar og rætt ítarlega frá ýmsum hliðum. Þar kom
fram tillaga um að deildin segði sig úr viðskiptum við Kaupfélag
Húnvetninga og gerðist sjálfstætt kaupfélag fyrir hreppinn. Mæltu
fastast með því þeir Árni í Höfðahólum og Jens á Spákonufelli. Var
tillagan samþykkt. í stjórn voru kosnir Ólafur Björnsson á Hofi for-
maður og Árni Árnason í Höfðahólum og Benedikt Magnússon á
Vindhæli meðstjórnendur. Endurskoðendur reikninga voru kosnir
séra Jón Pálsson á Höskuldsstöðum og Jens Jósefsson á Spákonufelli.
Meðstjórnendur og endurskoðendur lofuðu að vinna störf sín í þágu
félagsins endurgjaldslaust næsta ár til að draga úr starfrækslu-
kostnaði og átti Jens frumkvæði að því. Kaup formanns var ákveðið
3% af verslunarveltu, upp að fjórum þúsundum, en 2% af því er þar fer
yfir. Stjórninni var falið að semja félaginu lög er rædd yrðu og sam-
þykkt á fundi síðar.
Mátti nú kalla að félagið væri komið á laggirnar en óvíst þótti