Húnavaka - 01.05.1987, Síða 40
38
HUNAVAKA
nokkuð um framtíðina og hversu vonir forgöngumanna um viðgang
þessara samtaka mundu rætast. Það var að vonum, ekki siður hér en
annars staðar, þar sem kaupfélög risu á legg, að byrjunin var erfið.
Flest vantaði er nú þykir nauðsynlegt við verslunarrekstur: veltufé,
hús, áhöld og menn er menntun hefðu eða þekkingu á verslunarmál-
um. Það voru ,,bændur frá orfinu“ er viðast brutu ísinn og tóku að sér
forustuna. Þeir urðu að kenna sér sjálfir, leita og rannsaka til að finna
heppilegustu leiðina út úr hverju vandamáli er að höndum bar og þau
voru mörg í byrjun. Hér var ekki ráðist í minna en það, að halda uppi
kaupfélagi fyrir einn hrepp, þar sem tvær verslanir voru þó fyrir og var
önnur þeirra gömul og gróin dönsk selstöðuverslun, með ótakmarkað
fjármagn að baki. Ekki er vist að Vindhælingar hafi almennt gert sér
grein fyrir þvi hvað var að gerast eða i hvað var ráðist með félags-
stofnuninni, en það er víst, að forgöngumönnunum var það ljóst. Sýnir
það bjartsýni þeirra og óbilandi traust á góðu málefni að þeir létu ekki
letjast að heldur.
Félagsstjórnin gerði áætlun um það á fyrsta fundi er hún hélt með
sér, yfir hve miklum gjaldeyri hún hefði að ráða það árið. Áætlunin
var þessi: 20 ballar af ull, 50 tunnur af keti, 150 gærubúnt og ef til vill
óákveðin tala af hrossum. Ekki er ljóst hvað mikið félagið fékk af
íslenskri vöru það ár, en víst fór það ekki fram úr áætlun.
Stjórnarnefndin gerði nú uppkast að lögum fyrir félagið og samdi
það í aðalatriðum eftir lögum Kaupfélags Húnvetninga. Voru lögin
samþykkt á fundi um vorið, 17. júní 1907. Lögum þessum var breytt
nokkuð 1910 og enn 1917 eins og síðar segir.
Félagið var í upphafi eingöngu pöntunarfélag, þ.e. afhenti vörur
eftir pöntun, en hafði ekki sölubúð opna öðruvísi, en seldar voru
afgangsvörur með kostnaðarverði. Var því strax hreyft, að félagið
keypti verslunarleyfi, en sú tillaga náði ekki fram að ganga fyrri en
síðar. Þótti það umsvifameira og nokkur áhætta, aukinn kostnaður í
meiri vinnu og félagið þá útsvarsskylt sem aðrar verslanir.
Eitt hið fyrsta er fyrir félaginu lá var að ná sambandi við ábyggilegt
verslunarhús um útvegun erlendra vara og sölu á gjaldeyrisvöru. Varð
þar fangaráð stjórnarinnar að snúa sér í þessu efni til Zöllners og skipti
félagið við hann fyrst um sinn, eins og flest önnur kaupfélög á landinu.
Reyndar hafði Árni í Höfðahólum bent félaginu á Nielsen, danskan
kaupmann í Reykjavík, sem heppilegan umboðsmann og fóru bréf
milli hans og félagsstjórans, en af viðskiptum varð ekki. Þóttu ekki