Húnavaka - 01.05.1987, Síða 41
HUNAVAKA
39
líkur til að félaginu yrðu hagfelldari skipti við hann en Zöllner. Nú er
það viðurkennt að Zöllner hafi reynst afbragðsvel íslenskum kaupfé-
lögum á uppvaxtar- og þroskaárum þeirra, þá er þeim reið mest á og
mikið var í húfi og viðgangur þeirra einatt tvísýnn. En þá, eða á þeim
árum er hér ræðir um var öðru haldið óspart á lofti um Zöllner og
heilindi hans gagnvart pöntunarfélögunum. Þarf ekki að rekja þá
þræði hér, en ekki var það fyrir ótrú á Zöllner eða tortryggni við hann,
að félagið hætti að mestu viðskiptum við hann innan skamms og tók
að skipta við Ch. Mauritsen. Sá maður hafði unnið á skrifstofu
Zöllners en gerðist síðan kaupsýslumaður og umboðssali sjálfur og
ritaði þá öllum kaupfélögum, er skipti höfðu við Zöllner og bauð
viðskipti við sig. Hét hann þvi að taka lægri umboðslaun en Zöllner
hafði gert áður. Hnigu við það til skipta við hann nokkur félög og þar
á meðal Verslunarfélag Vindhælinga. Skipti það mestmegnis við
Mauritsen þangað til að það gekk í Samband íslenskra samvinnufé-
laga.
Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn á Bergi 10. febrúar 1908.
Var félagið þá fyrst formlega sagt úr sambandi við Kaupfélag Hún-
vetninga og var úrsögnin undirskrifuð af öllum félagsmönnum er þá
voru 43. Verslunarreksturinn hafði gengið vonum fremur vel þetta ár.
Útsöluverð innfluttrar vöru nam kr. 6.755,62, en útfluttrar kr.
8.999,34. Kostnaður sem lagðist á pantvöru var 22% og þótti það
hóflegt. Var nú á þessum fundi og næstu fundum gengið að því að
festa félagið, með því að semja og samþykkja lög og reglur sem þurfa
þótti, fyrir stofnsjóð, varasjóð, pöntunarfyrirkomulag o.fl. Varasjóðs-
hluti Vindhælishreppsdeildar í Kaupfélagi Húnvetninga nam kr.
671,51. Ekki þótti einsætt hversu verja skyldi þessu fé og var það rætt
all ítarlega á tveim fundum vorið 1908. Árni í Höfðahólum vildi að fé
þetta væri geymt á vöxtum í 10 ár og síðan varið til brúargerðar á
einhverri af ám þeim er falla um Skagaströnd, Pétur Björnsson á
Tjörn, að það skyldi ávaxtað í 10 ár og síðan varið til barnaskóla í
hreppnum og loks var þriðja tillagan frá Birni Árnasyni á Syðri-Ey, að
þessir peningar rynnu í varasjóð hins nýstofnaða verslunarfélags og
var hún samþykkt. Hús, bátar og verslunaráhöld var þá að kostnað-
arverði kr. 981,50 og tók félagið við þeim með því verði af Kaupfélagi
Húnvetninga. Gekk varasjóðshluti deildarinnar upp í þetta og var
mismunur þegar greiddur. Voru þessi skuldaskipti ekki fullgerð fyrri
en á aðalfundi 14. mars 1910. Þá var samþykkt að virða til peninga-