Húnavaka - 01.05.1987, Page 43
HUNAVAKA
41
bernsku hjá kaupfélögunum, þótti endurskoðun ábyrgðarmikið
vandaverk. Þetta félag hafði engum manni á að skipa, er æfður væri
við reikningsfærslu og þótti ekki örvænt að verið gætu skekkjur í
reikningunum, sem dulist gætu bæði reikningshaldara og endurskoð-
endum, enda stundum ágreiningur þeirra í millum, hversu færa bæri
sumar upphæðir. Þótti þá ekki annað ráð vænna, en að fá utanfé-
lagsmann er treysta mætti, til að endurskoða reikninga eitt ár, er svo
gæti jafnframt gefið bendingar um haganlegasta reikningsfærslu.
Kom þetta helst til orða á aðalfundi 1910 og var einkum hafður
augastaður á öðrum hvorum þeirra Jóni Hannessyni á Undirfelli eða
Jónasi Bjarnasyni í Litladal, er þá endurskoðuðu reikninga Kaupfé-
lags Húnvetninga. Úr þessu varð þó aldrei og voru þeir nú lengi
endurskoðendur Björn Arnason og Sigurður Jónsson á Hafursstöðum.
Enda kom nú svo bráðlega, að ekki þurfti að bera kvíðboga fyrir
þessum sökum, reikningsfærslu og endurskoðun, er menn vöndust
störfum.
Árið 1908 var stofnað Sláturfélag Austur-Húnvetninga. Hafði á
undanförnum árum verið unnið að því af alefli að vanda sem best
verkun á saltketi, og hefja með því þessa helstu gjaldeyrisvöru bænda í
áliti. Risu þá upp sláturhús sem örast, og varð það fyrsta verk Slátur-
félagsins að reisa sláturhús úr steinsteypu á Blönduósi. Var upphaf-
lega til þess ætlast, að kaupfélagið léti byggja sláturhúsið, en því varð
ekki framgengt fyrir mótblæstri og undirróðri. Kaupmenn voru þá
enn öflugir á Blönduósi og lögðust þar á móti og margir bændur voru
þá þannig skapi farnir, að þeir gengu þeirra erindi. Fyrir því var
Sláturfélagið stofnað laust við kaupfélagið, þó sömu menn væru að
mestu leyti í báðum. Sláturfélagið hafði deildaskipun eins og kaupfé-
lagið, og var Vindhælingum boðið að taka þátt í félagsskapnum með
því að mynda deild. Gekk það fram, að deildin var stofnuð, en aldrei
varð hún fjölmenn. Sláturfélagið tók í fyrstu féð á fæti og greiddi oftast
ákveðið verð fyrir kílógramm í lifandi þunga. Þeim, sem tóku slátur úr
fé sínu, var og afhent það með ákvæðisverði. Félagið borgaði innleggið
í peningum eða ávísunum, sumt í kauptíð en sumt við reikningslok.
Verð á sláturfjárafurðum hækkaði að mun og voru þessi viðskipti
hagfelld. Samt sem áður varð þátttaka Vindhælinga ekki mikil eða
langæ. Voru það helst menn í innhluta hreppsins, er sættu þessu, en
utan úr hreppnum þótti rekstur á sláturfé langur, er rekið var framhjá
verslunarstaðnum á Skagaströnd, þar sem hreppsbúar versluðu flestir.