Húnavaka - 01.05.1987, Síða 44
42
HUNAVAKA
Verslunarfélagið hafði frá upphafi tekið kjöt til útflutnings og varð
það brátt aðalgjaldeyririnn. Var þá annað hvort, að bændur slátruðu
heima og reiddu skrokkana í pokum á klakk i kaupstaðinn, eða slátrað
var á blóðvelli við verslunarhúsin, undir berum himni og hvernig sem
viðraði. Var ekki einungis að slíkt væri versta vinna, heldur einnig því
nær ómögulegt að fara svo með ketið, að það gæti orðið góð og
útgengileg vara. Engu að síður færðist smám saman mestöll kjöt-
verslun félagsbænda, yfir til félagsins, og lagðist Vindhælishrepps-
deild Sláturfélagsins niður eftir fá ár. Gerðist verslunarfélaginu nú
brýn þörf á því að koma upp sláturskýli og varð það æ augljósara með
hverju ári sem leið. Var því fyrst hreyft, svo séð verði, á stjórnar-
nefndarfundi þeim er áður getur, 21. desember 1909. En fram-
kvæmdir í þeim efnum urðu ekki svo skjótar. Olli því bæði féleysi og
svo það, að félagið varð að ráðast í það að koma upp verslunarhúsi, því
skúrarnir, er upphaflega voru litlir og lítt vandaðir, reyndust fljótlega
allsendis ónógir er reiðsla félagsins óx og umsetning öll. Er verslunar-
húsið var byggt 1912, sem síðar segir, voru skúrarnir teknir til kjöt-
söltunar og kjötgeymslu og var við það unað um stund. En er hætt var
með öllu að taka heimanflutt kjöt, 1915, varð ekki lengur komist hjá að
reisa sláturskýli. Var það byggt sumarið 1916 að mestu leyti úr blikki.
Sumarið áður hafði verið reistur gæruskúr og fjárrétt en skúrarnir voru
fluttir að sláturskýlinu sumarið 1918 og hafðir til kjötsöltunar.
Benedikt Magnússon á Spákonufelli lét af formennsku og forstöðu
félagsins 1912, en við tók 10. mars um vorið Ólafur Lárusson frá Gili i
Svartárdal verslunarmaður við Höephnersverslun á Skagaströnd.
Hefir hann stjórnað félaginu síðan. Meðstjórnendur voru þá og lengi
síðan Ólafur Björnsson og Benedikt Magnússon. Þeir gerðu starfs-
samning við formann og var hann í fyrstu ráðinn upp á fast kaup, kr.
1.050,00 á ári, frían mánuð á slætti og herbergi með ofni, en sjálfur
skyldi hann sjá sér fyrir ljósi og hita. Fór þessi samningur fram 29.
desember 1911.
Félagið hafði eflst allmjög undanfarin ár, sem sjá má á því, að það
flutti inn vörur fyrir nálega kr. 9.000,00 meira 1911, en árið áður, og
hafði umsetningin vaxið jöfnum örum vexti. Félagsmönnum hafði
fjölgað að sama skapi og voru þeir nú 82. Það var því augljós brýn þörf
fyrir félagið á auknum og bættum húsakynnum. Var því síður fært að
draga það að vinda að þessum framkvæmdum er til félagsins var
ráðinn fastur starfsmaður. Stjórnin kallaði saman almennan fund 24.