Húnavaka - 01.05.1987, Side 46
44
HUNAVAKA
haust, eða síðara hlut sumars. Félagið hafði stundum áður samið við
einstaka menn um sölu á vöruleyfum gegn ágóða, einkum fyrstu árin,
er Ólafur Björnsson var formaður, því hann bjó þá á Hofi, svo fjarri
kaupstaðnum, að hann gat ekki annast söluna sjálfur. Meðan Bene-
dikt Magnússon hafði formennsku, seldi hann sjálfur, því hann átti
skammt í kaupstaðinn. Þrátt fyrir það, að félagið stofnaði þannig
söludeild var í engu horfið frá því grundvallaratriði félagsins að það
skyldi fyrst og fremst vera pöntunarfélag. En þó menn pöntuðu vörur
fyrst um sinn, dró smám saman úr pöntunum, en viðskiptin færðust
yfir á söludeildina. Lagðist pöntunarfyrirkomulagið algerlega niður á
stríðsárunum, enda var formaðurinn Ólafur Lárusson mótfallin, að
því væri haldið áfram. Fylgdi hann í því stefnu Hallgríms Kristins-
sonar, er nú ruddi sér sem óðast til rúms. Varð sú stefna ofan á til fulls
viðendurskoðun félagslaganna 1916-1917. Þarersvoákveðiðí 7.grein
að félagið skuli kaupa og selja allar vörur fyrir ákveðið kaupverð en
verslunararði úthlutað við reikningslok eftir ákvæðum aðalfundar. Er
þar gert ráð fyrir að verðlag sé sniðið eftir því, sem gengur í verslunum
nærlendis. Upphaflega var sem fyrr segir lagt hundraðsgjald á inn-
kaups- og útsöluverð vara er ekki var ákveðið hærra en svo, að ríflega
væri fyrir kostnaði. Það sem umfram var rann í varasjóð. Brátt fór svo
að hvikað var frá þessari reglu, bæði af því, að ósanngjarnt þótti að
leggja sama eða svipað hundraðsgjald á nauðsynjavöru og glingur og
munaðarvarning og svo það er pöntun sleppti að vörur gengu misjafnt
út, lágu eftir í birgðum og lentu einatt í verðfalli. Á aðalfundi 1913 var
kosin verðlagninganefnd, en ekki starfaði hún nema það árið. Bæði
áður og síðan var það verk stjórnarinnar að verðleggja vörur og hefir
formaður eðlilega ráðið þar mestu.
Svo var ákveðið í hinum fyrstu lögum félagsins, að auk aðalfundar
skyldi árlega halda almennan fund, þar sem rædd væru helstu mál er
félagið varðaði. Þótti ekki fært að ráða til lykta mikilsverðum og um-
fangsmiklum málum, svo að þau voru ekki áður borin undir almenn-
an fund, þar voru og kosnir fulltrúar á aðalfund. Var tala þeirra ekki
ákveðin í lögum, en voru jafnan fimm. Almennir fundir voru með
fyrstu mjög vel sóttir, en er frá leið dró mjög úr þeim. Árið 1913 fórst
fundur fyrir, vegna þess hve fáir mættu, 1914 var aldrei til hans boðað
og 1915 komu ekki á fund auk stjórnarinnar nema tveir menn. Var því
það ráð tekið á stjórnarfundi að skipta félaginu niður í deildir og hélt
stjórnin fund í hverri og ræddi þar mál félagsins meðal annars fyrir-