Húnavaka - 01.05.1987, Side 47
HUNAVAKA
45
hugaða lagabreytingu, og lét kjósa fulltrúa eða deildarstjóra. Skaga-
menn, einkum bændur á Út-Skaga, höfðu nú orðið mikil viðskipti við
félagið og jukust þau með hverju ári. Var þar sett ein deild. Önnur var
kölluð Nesjadeild og náði að Fossá. Þá var Hofsdeild að Harrastaðaá,
þá Spákonufellsdeild að Hallá og Höskuldsstaðadeild þar fyrir innan.
Var deildaskipunin lögfest með lögunum 1917 og skyldi hver deild
hafa einn fulltrúa. Á aðalfundi 1917 voru tveir fulltrúar frá hverri
deild og kom það til af lagabreytingunni er þá var gerð. Eftir að
samvinnulögin gengu í gildi fékk Spákonufellsdeild tvo fulltrúa, því
hún var fjölmennust. Endurskoðendur höfðu áður eigi atkvæðisrétt
nema um reikninga nema samþvkki aðalfundar kæmi til, eða þeir
væru fulltrúar jafnframt en nú höfðu þeir atkvæðisrétt til jafns við
fulltrúa og stjórnarnefnd. Stjórnin hafði ekki atkvæðisrétt um þau mál
er snertu gerðir hennar sérstaklega. Lagabreyting þessi átti býsna
langan aðdraganda. Á aðalfundi 6. mars 1913 var kosin þriggja
manna nefnd til að endurskoða lög félagsins og samþykktir. Hlutu
kosningu: Ólafur Björnsson, Björn Árnason og Benedikt Magnússon.
Hafði á almennum fundi komið fram tillaga um það, að lögunum yrði
breytt að því leyti, að tala fulltrúa væri ákveðin með lögum og væru
þeir ekki fleiri en fimm. Fleira var það sem fundið var að í lögunum og
þurfa þótti endurbóta. Er svo að sjá, að nefndinni hafi sóst seint
starfið, en lokið hafði hún því fyrir vor 1916. Þó þetta drægist að lögin
væru samþvkkt á fulltrúafundi.
Samband íslenskra samvinnufélaga er talið stofnað 1902, er þrjú
félög í Þingeyjarsýslu tóku höndum saman um afurðasölu og fleira.
Hét það upphaflega Sambandskaupfélag Þingeyinga, síðan 1906
Sambandskaupfélag Islands og frá 1910 Samband íslenskra sam-
vinnufélaga. Þessi samtök er voru umfangslítil í fyrstu urðu öflugri
með ári hverju er leið, og gengu smám saman í þann félagsskap flest
kaupfélög á landinu. Árið 1907 byrjaði það að gefa út tímarit sem
kunnugt er. Þess er fyrr getið, að til umræðu kom á stjórnarfundi í
verslunarfélaginu 1909 að ganga í Sambandið. Var það rætt á fundum
og manna á milli í félaginu og voru menn þar ekki á eitt sáttir. Var
felld tillaga um það á aðalfundi 1910 og aftur á almennum fundi 1911.
Horfðu menn ekki lengra fram en svo að ekki var búist við gagni af
þátttöku þar, og varð þvi ekki af inngöngu. En í apríl 1912 fór Sig-
urður Jónsson í Ystafelli fyrirlestraför um sýsluna og talaði þá á
Skagaströnd. Mun það hafa orðið til þess að skýra nánar fyrir mönn-