Húnavaka - 01.05.1987, Page 48
46
HUNAVAKA
um samvinnuhugsjónina. Varð því heldur ekki neitað er stundir liðu
fram að félögin höfðu gagn af þátttöku sinni í Sambandinu. Mun
flestum félögum hafa orðið það fyllilega ljóst eftir að Hallgrímur
Kristinsson tók þar við forustu, að Sambandið væri nauðsynlegur
tengiliður milli félaganna. Enda var nú á aðalfundi Verslunarfélags-
ins, 10. janúar 1917 samþykkt að sækja um upptöku í Sambandið,
jafnhliða því sem gerð var lagabreytingin. Hafði formaður félagsins
Ólafur Lárusson sótt námskeið samvinnufélaganna vorið áður og
fylgdi fram þessari ályktun. Á þessu ári 1917, eru félagsmenn taldir
180. Var nú gengið að því að félagsmenn undirskrifuðu lögin og
svolátandi skuldbinding: „Vér undirritaðir viðurkennum hér með að
vera félagsmenn í Verslunarfélagi Vindhælinga og jafnframt háðir
lögum þess, þeim er samþykkt voru á aðalfundi 12. janúar 1917, sem
og breytingum þeim á lögunum er síðar kunna að verða gerðar á
löglegan hátt.“
Var þetta gert vegna upptöku félagsins í Sambandið. En nú brá svo
við, að nokkrir félagsmenn færðust undan að undirrita lögin og
skuldbindinguna, en aðrir neituðu með öllu. Báru þeir fyrir sig hættu
er stafað gæti af hinni sameiginlegu ábyrgð er yrði enn ægilegri og
skaðvænni, er félagið væri gengið í Sambandið og þyrfti ekki einungis
að ábyrgjast sjálft sig heldur og vera með í ábyrgð fyrir önnur félög og þó
ókunnugt um þeirra fjárreiður. Stóð í þófi um þetta um hríð, en flestir
eða allir félagar rituðu þó undir að lokum. Var þá af andstæðingum og
keppinautum Sambandsins og kaupfélaganna óspart haldið fram
háska er stafað gæti af ótakmarkaðri samábyrgð. Stóð sú hríð lengi en
víst má telja þann draug kveðinn niður til fulls, enda var han'n að
upphafi pólitískur uppvakningur, til þess magnaður að spilla fyrir
Sambandinu og félögunum.
Sumarið 1914 skall á heimsstyrjöldin mikla, er stóð með ógnum og
æði full fjögur ár. Var þá sem allt gengi úr skorðum og risi á annan
enda meðan sá ægilegi hildarleikur stóð, og kom það ekki síst fram í
verslun og viðskiptum öllum. I fyrstu steig innlend vara afskaplega í
verði og græddu þá framleiðendur beinlínis á ófriðarástandinu. En
þess var ekki lengi að bíða að erlendar vörur stigju líka og í svipuðum
hlutföllum, og sumar urðu að heita mátti ófáanlegar. Þá var tekið til
þess úrræðis að hefta eða banna innflutning á sumum vörum, en
skammta nauðsynjavöru. Landsstjórnin annaðist innflutning á nauð-
synlegustu matvöru og ýmsum vörum öðrum og lét hreppsnefndir sjá