Húnavaka - 01.05.1987, Page 49
HUNAVAKA
47
um útbýting og innheimtu. Hér fór allt slíkt að langmestu leyti um
hendur verslunarfélagsins, þó hreppsnefndaroddviti væri talinn fyrir.
Landssjóðsvörur voru geymdar í húsum félagsins og afhentar þar af
starfsmönnum þess. Var það aukið umstang og fyrirhöfn fyrir félags-
stjórann, því landssjóðsvörunum var haldið sér í reikningi.
Ekki er því að leyna að svo fór fyrir félagsmönnum i Verslunarfélagi
Vindhælinga, sem því nær öllum landslýð öðrum. Hin stórkostlega
breyting á verðgildi peninga sem varð á stríðsárunum og í ófriðarlokin
villti þeim svo sýn um raunveruleg verðmæti og skynsamleg viðskipti
að af hlaust fullkomið forsjárleysi í fjármálum. Gjaldeyrir allur var í
afarháu verði árið 1919 og steig þá hæst á þessum árum. Þótti þá
fýsilegt að auka framleiðsluna sem mest og hafa mikið í veltu. Af því
leiddi það að bændur settu í frekasta lagi, margir hverjir, á hey sín um
haustið. Veturinn sannaði áþreifanlega að slíkt var skaðsamleg ógætni
því hann var harður og erfiður á allan hátt og vorið ekki síður. Menn
komust í heyþrot unnvörpum og varð þá ekki til annarra ráða gripið,
en fleyta fram búpeningi á kornmatargjöf. Matvara öll var þá geysi-
dýr og urðu fóðurkaupin kostnaðarsöm. Samt sem áður verður ekki
sagt að menn óttuðust þau svo mjög. Skuldir hlóðust auðvitað á
bændur gífurlega en með svipuðu verðlagi á afurðum og árið fyrir
myndu þær eigi hafa reynst óviðráðanlegar. En því var ekki að heilsa.
Samhliða þessum vandræðum skall á hið mikla og afdrifaríka verðfall
1920 á öllum gjaldeyri bænda að nam meira en helmingi miðað við
árið áður. Reyndist þá svo um haustið 1920 er bændur lögðu inn
niðurlagsfé sitt, að hjá sumum hafði búpeningurinn langdrægt „etið
sig upp“ þ.e. gerði ekki betur en svo við niðurlagið en borga fóðrið sitt
veturinn fyrir. Ollu skuldir þær, er söfnuðust á þessu ári bæði félags-
mönnum og félaginu sjálfu margvíslegum erfiðleikum er síðar verður
skýrt frá ger.
Ekki verður skilist svo við þetta mál, að þess sé ekki getið, að félagið
og þá sérstaklega framkvæmdastjórinn beinlínis bjargaði sveitinni frá
yfirvofandi fjárfelli. Útvegun vara og flutningur til hinna minni og
lakari hafna var þá miklum erfiðleikum bundinn. Þurfti því bæði
árvekni og dugnað til að fá flutta matvöru svo mikla til Skagastrandar
að nægja mætti til bjargar mönnum og fénaði. Höephnersverslun á
Skagaströnd dró sig mjög í hlé í þessu enda var hún þá í þann veginn
að leggjast niður. En verslunarfélagsstjórinn, Ólafur Lárusson, var
óþreytandi og sá ekki í neina fyrirhöfn við þessi bjargráð. Mun lengi í