Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 52
50
HUNAVAKA
Hér var ekki hætt á það. Félagið tók á sig tapið á kjötversluninni og
stóð undir því oki næstu 3-4 árin uns það var jafnað. — Verðfallið og
afleiðingar þess kom þyngst niður á árinu 1921. Afurðir voru þá enn
lægri í verði en árið áður en útlendur varningur lækkaði ekki í verði.
Hagur félagsmanna og félagsins i heild var mjög ískyggilegur. Skuldir
félagsins út á við hækkuðu um nálega kr. 30 þúsund. Útistandandi hjá
viðskiptamönnum átti félagið við árslok full 100 þús. kr. Voru margir
all uggandi um hag félagsins um þetta bil og árin næstu tvö, er lítt
voru betri að afkomu. Það stóð undir þungum skuldaböggum, fyrst
vegna Skagastrandarkaupanna er nú voru ekki allvinsæl, og svo
skuldum við Sambandið og aðra lánadrottna. Hér við bættist tapið af
afurðasölunni 1921 og loks það, að einsýnt þótti að tapast mundi, að
verulegum mun, á skuldum þeim er viðskiptamenn voru í við félagið.
Var mikið rætt um skuldamálin á aðalfundum þessi ár og svo á
stjórnarfundum og ýmsar ráðstafanir gerðar til að koma i veg fyrir
skuldasöfnun og til innheimtu skulda. Var sá róður þungur þar til
góðærið kom 1924 og allar skuldir félagsins lækkuðu um þriðjung á
einu ári og skuldir viðskiptamanna í svipuðum hlutföllum.
Félagið hafði framan af ekki verslað með fisk. Höephnersverslun á
Skagaströnd sat yfir fiskverslun mest allri fram að stríðsárum. Afli var
þá einatt ekki mikill, sem á land barst, því fáir bátar gengu til fiskjar
við það sem síðar varð. Þar kom samt brátt, að félagið færi að taka fisk,
sem eðlilegt var, þar sem margir af sjómönnum á Skagaströnd voru
félagsmenn. Eftir að Höephnersverslun lagðist niður og félagið tók við
allri verslun á félagssvæðinu, kom það af sjálfu sér, að það tók að sér að
versla með fiskinn. Var svo fyrst, að hann var tekinn blautur með
áætluðu eða ákvæðisverði og sá félagið síðan um söltun og aðra verkun
að því leyti sem hún fór fram hér. En 1924 var tekinn upp sá háttur, að
sjómenn önnuðust söltun sjálfir, en félagið sá þeim fyrir salti og hús-
rúmi meðan til vannst. Tók félagið þá ekki við fiskinum fyrri en um
leið og hann var látinn í skip til útflutnings. Nú fór svo 1925 að fiskur
seldist treglega og féll í verði. Voru sjómenn óánægðir með horfur um
verð og er gylliboð kom í fiskinn frá kaupmanni einum á Hvamms-
tanga, létust þeir ekki skyldir að selja hann félaginu fremur en öðrum
kaupendum er gæfu sig fram. Vildu þeir æstir fá ákveðið verð fyrir
fiskinn og réði formaður það þá af í samráði við S.Í.S. að kaupa fiskinn
ákveðnu verði eins og horfur voru þá. Þetta reyndist misráðið því
fiskurinn féll enn og bakaði þetta kaupfélaginu nálægt 25 þús. kr. tapi.