Húnavaka - 01.05.1987, Side 53
HUNAVAKA
51
Undu félagsmenn því illa allir nema sjómennirnir er fiskinn seldu og
bændur þó verst, því hjá þeim var innkallað um sama leyti fé fyrir
ofborgaða gjaldeyrisvöru frá árinu 1926. En við svo búið varð að sitja
og tók S.I.S. að sér að greiða kr. 8.000,00 eða nálægt þriðjungi þessa
halla. Lá þetta tap ekki lengi á félaginu því aflaárin miklu 1928-29
hafði félagið góðan hagnað á fiskversluninni.
Félagsmönnum hafði farið fjölgandi fram um 1920 og urðu flestir
rúm tvö hundruð. Þeir sem verið höfðu viðskiptamenn Höephners-
verslunar færðu flestir verslun sína alla til félagsins en gerðust ekki
félagsmenn nema fáir. Tók nú félagsmönnum að fækka við dauðsföll
og burtflutninga, en nýir bættust ekki í skarðið. Þótti ekki fýsilegt að
ganga í kaupfélög á kreppuárunum er sem hæst gall í andstæðingum
þeirra um háskann af samábyrgðinni. En að sama skapi uxu viðskipti
utanfélagsmanna, svo þau urðu er fram liðu stundir meiri en félags-
manna sjálfra. Hefir á aðalfundum í seinni tíð verið rætt mikið og
stundum af kappi um verslun utanfélagsmanna. Hefir mörgum þótt
sjálfsagt að lagt væri á verslun þeirra ákveðið hundraðsgjald, 2-4% er
rynni í varasjóð eða skuldtryggingasjóð. Var það byggt á því að
ósanngjarnt þótti að þeir nytu sömu kjara og félagsmenn en væru
lausir við félagsskyldur allar ekki síst er félagið úthlutaði ekki arði er
þá hefði orðið sérstök hlunnindi félagsmanna. En þó aðalfundir hafi
samþykkt ályktanir um að taka hundraðsgjald af verslun utanfélags-
manna, hefir kaupfélagsstjórinn ekki treyst sér til að innheimta það,
enda jafnan verið því mótfallinn. Hefir hann sagt sem er, að félaginu
sé ótvíræður hagur að viðskiptum þeirra, svo framt að ekki hljótist af
þeim skuldatöp og ekki vert að félagið fældi þá frá sér með álögum. En
hvað sem um það er að segja þá er það mörgum bestu félagsmönnum
áhyggjuefni, hve fáir ganga í félagið í seinni tíð, svo tala félagsmanna
fer jafnan heldur lækkandi. Gæti stafað af því háski fámennu félagi
sem ekki tekur yfir stærra félagssvæði en Verslunarfélag Vindhælinga.
Lending hefir aldrei þótt góð í Skagastrandarkaupstað og einkum
hefir hún jafnan þótt ill á Hólanesi. Voru á báðum stöðum, Skaga-
strönd og Hólanesi, stórgrýttar varir en brattur vegur og illur upp úr
þeim. Var mikið um það rætt, meðan félagið hafði bækistöð á Hóla-
nesi, að bæta lendinguna og helst byggja bryggju norðan við Hóla-
nesið. Voru kosnir í nefnd 1918 til að ýta aftan undir það mál, þeir
Ólafur Lárusson, Björn Árnason og Benedikt Magnússon. Starfaði
nefndin nokkuð, skrifaði Krabbe vita- og hafnaverkfræðingi og fór