Húnavaka - 01.05.1987, Page 55
HUNAVAKA
53
hann var brátt alls ónógur, einkum er útgerð óx sem örast á árunum
1927-1929. Voru þá til bráðabirgða byggðir skúrar upp frá bryggjunni
og mátti kalla að minnst væ'ri byggður einn á ári í þarfir útgerðarinnar
uns þrotið var rúmið. Vörugeymsluhús Höephnersverslunar er félag-
inu féll í skaut var rúmlega hálfrar annarrar aldar gamalt og þó það
hafi efalaust verið vel byggt og traustlega í öndverðu, tók það mjög að
hrörna fyrir elli sakir og gerðist illa fokhelt. Er sláturhúsið var flutt frá
Hólanesi var það sett í samband við þessa skemmu og hún notuð öll í
þarfir slátrunar á haustum. Var því skortur tilfinnanlegur á vöru-
geymsluhúsi. A aðalfundi 1929 kom til umræðu þörf félagsins á nýju
húsi til vörugeymslu. Var ákveðið að byggja svo fljótt sem ástæður
leyfðu hús sem bætti úr þessari þörf til frambúðar. Var formanni falið
að annast undirbúning allan sem þyrfti. Vorið eftir, 1930 var húsið
byggt, steinsteypuhús, þrjár hæðir 10x20 m. Til byggingarinnar átti
félagið nálega 12 þús. kr. i handbæru fé. Var það fyrningarsjóður er til
þessa var varið og tekjuafgangur frá árinu 1929.
Skagamenn og Nesjamenn eiga um langan veg og illan að sækja til
verslunar á Skagaströnd. Á það einkum við um Skagamenn. Hefir
ávallt þótt sjálfsagt að létta undir með þeim um vöruflutninga, og
hefir félagið oftast á hverju vori sent vélbát með vörur til Hraunsvíkur
eða fengið strandferðaskip til að koma þar við. Á Kálfshamarsvík er
löggilt höfn og því hægra um flutninga þangað og þaðan. Hefir þar
einatt verið útgerð allmikil eins og á Skagaströnd og fiskverslun því
töluverð. Hafa Nesjamenn stundum farið fram á það að félagið ræki
þar nokkurs konar útibú, hefði þar vörur fyrirliggjandi, einkum mat-
vöru, reisti þar sláturskýli o.fl. Það hefir ekki þótt tiltækilegt að félagið
yrði við þeim kröfum. Hefir það ekki verið álitið þess umkomið að svo
stöddu að leggja í slíkan kostnað og tvískipta svo ekki stærra félags-
svæði. Annars á félagið eins og fyrr segir Kálfshamar á móti Vind-
hælishreppi og þar með lóðir á Kálfshamarsnesi ásamt nokkrum hús-
eignum. Félagið hefir látið afhenda þar salt og fleiri vörur og eitt ár
hafði það fastan starfsmann þar útfrá, Andrés Guðjónsson. Steinn
bóndi Sveinsson á Hrauni hefir tekið á móti vörum sem sendar hafa
verið til Hraunsvíkur og afhent þær.
Samvinnuhugsjónin kom í síðara lagi hingað í sveit svo sæist í verki.
Allar nýjungar til framfara berast fyrr um góðsveitir en útkjálka, eins í
félagsmálum sem öðrum. Regluleg kaupfélög voru búin að starfa í full
tuttugu ár hér á landi er það tókst að koma á fót slíku félagi hér út á