Húnavaka - 01.05.1987, Qupperneq 57
HUNAVAKA
55
algeru falli. Væri því ekki glæsilegt að vera þátttakandi í svo tvísýnu
fyrirtæki og eiga yfir höfði sér allar þær ógnir, er stöfuðu af samábyrgð
og öðrum skuldbindingum félagsins. Voru þeir eðlilega hræddari, sem
efnaðir voru en hinir, sem litlu höfðu að tapa. Vitanlegt er það að vísu
að félagið hefir oftar en um sinn, stiklað tæpt um nafir fjárhagslega,
en aldrei svo að við háska væri búið. En þessi ástæðulausi ótti sem
stundum hefir gosið upp, hefir áreiðanlega verið félaginu skaðlegur.
Það hefir þess vegna misst af viðskiptum og menn verið tregari til að
gerast félagsmenn. Má vera að stjórnin hafi einatt verið full tómlát
gagnvart þessum grýlum og of lítið gert til að kveða þær niður.
Þegar alls er gætt verður ekki annað sagt en félaginu hafi farnast vel
gengin ár æfi sinnar. Það hefir verið sterkur og áberandi þáttur í
framfaraviðleitni sveitarinnar og þar sem félagið er ætti í framtíð að
vera skilmerkilegur vottur um framtak hennar og félagslund. Hér skal
ekki reynt frekar en þegar er gert að rekja áhrif félagsins til bóta um
verslun og viðskipti eða á hugmyndir manna um þau efni, þar gildir
hið sama um það og flest önnur kaupfélög sem reist eru á samvinnu-
grundvelli. Eigi skal heldur reynt að spá neinu fram í tímann um
þróun og viðgang félagsins á ókomnum árum. Reynslan sker úr um
það og hún verður jafnan ólýgnast vitni hversu sem fellur. En þess
óskum við allir, félagsmenn, að hagur þess megi blómgast og gengi
þess fara sívaxandi.
Endað á pálmasunnudag 29. mars 1931.
KIRKNATAL 1 HÚNAÞINGI 1430
1 fornbréfasafni er að finna kirknatal í Húnaþingi frá árinu 1430 og er það birt hér
til fróðleiks.
Kirkjustaðir: Hof, Spákonufell, Höskuldsstaðir, Holtastaðir, Hlið, Bergsstaðir,
Hólar, Svínavatn, Kúla, Hjaltabakki, Þingeyrar, Másstaðir, Hjallaland, Grimstunga,
Undirfell, Breiðabólsstaður, Ásgeirsá, Víðidalstunga, Gnúpur, Staðarbakki, Melur,
Staður, Hvammur, Tjörn, Hólar í Vesturhópi og Breiðabólsstaður.
Islenskt fornbréfasafn IV bindi.